Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2025 06:32 Hákon Arnar Haraldsson tekur sjálfu af sér með verðlaunabikar eftir að hann var valinn maður leiksins í Meistaradeildarleik Lille á móti Borussia Dortmund í sextán liða úrslitum keppninnar. Getty/Julian Finney Franska Íslendingafélagið Lille er langefst á listanum yfir þau evrópsku fótboltafélög sem hafa hagnast mest á leikmannamarkaðnum undanfarin tíu ár. Félagaskiptavefurinn Transfermarkt tók saman þennan topplista út frá því hvað hvert félög hafa borgað mikinn pening fyrir leikmenn í samanburði við tekjur þeirra af sölu leikmanna. Undanfarin tíu ár þá er Lille 436 milljónir evra í plús. Það gera 63,6 milljarða í tekjur af leikmannasölum og kaupum á einum áratugi. Liðið hefur grætt 106 milljónum evra meira en næsta lið á listanum sem er Club Brugge frá Belgíu. Í þriðja til fjórða sæti eru síðan Eintracht Frankfurt frá Þýskalandi og Sporting Lissabon frá Portúgal. Lille komst alla leið í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar í ár en datt út fyrir þýska liðinu Broussia Dortmund. Á síðasta tímabili endaði Lille í fjórða sæti í frönsku deildinni en félagið hefur orðið einu sinni franskur meistari á þessum tíma og það var vorið 2021. Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson spillar með Lille en félagið keypti hann frá danska félaginu FC Kaupmannahöfn fyrir fimmtán milljónir evra í júlí 2023. Það er almennt búist við því að hann gæti farið í sterkara félag í framtíðinni og þá fyrir meiri pening en umræddar fimmtán milljónir evra. Um leið myndi Hákon þar með bæta við gróða félagsins á leikmannamarkaðnum. Hákon er hins vegar með samning til ársins 2028 og fleiri leikmenn liðsins gætu verið seldir í sumar. Það er því alveg eins líklegt að félagið bíði aðeins með það að græða pening á íslenska landsliðsmanninum. Topp tíu listann má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Transfermarkt (@transfermarkt_official) Franski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Sjá meira
Félagaskiptavefurinn Transfermarkt tók saman þennan topplista út frá því hvað hvert félög hafa borgað mikinn pening fyrir leikmenn í samanburði við tekjur þeirra af sölu leikmanna. Undanfarin tíu ár þá er Lille 436 milljónir evra í plús. Það gera 63,6 milljarða í tekjur af leikmannasölum og kaupum á einum áratugi. Liðið hefur grætt 106 milljónum evra meira en næsta lið á listanum sem er Club Brugge frá Belgíu. Í þriðja til fjórða sæti eru síðan Eintracht Frankfurt frá Þýskalandi og Sporting Lissabon frá Portúgal. Lille komst alla leið í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar í ár en datt út fyrir þýska liðinu Broussia Dortmund. Á síðasta tímabili endaði Lille í fjórða sæti í frönsku deildinni en félagið hefur orðið einu sinni franskur meistari á þessum tíma og það var vorið 2021. Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson spillar með Lille en félagið keypti hann frá danska félaginu FC Kaupmannahöfn fyrir fimmtán milljónir evra í júlí 2023. Það er almennt búist við því að hann gæti farið í sterkara félag í framtíðinni og þá fyrir meiri pening en umræddar fimmtán milljónir evra. Um leið myndi Hákon þar með bæta við gróða félagsins á leikmannamarkaðnum. Hákon er hins vegar með samning til ársins 2028 og fleiri leikmenn liðsins gætu verið seldir í sumar. Það er því alveg eins líklegt að félagið bíði aðeins með það að græða pening á íslenska landsliðsmanninum. Topp tíu listann má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Transfermarkt (@transfermarkt_official)
Franski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Sjá meira