María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2025 09:00 María Builien Jónsdóttir hjálpaði sínum manni, Arnari Gunnlaugssyni, að fá starfið sem aðalþjálfari Víkings og það átti heldur betur eftir að reynast dýrmætt fyrir félagið. Arnar Gunnlaugsson Í lokaþætti A&B, þáttanna um tvíburana Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni, var meðal annars fjallað um það hvernig Arnar fékk starfið sem aðalþjálfari Víkings. Kona hans, María Builien Jónsdóttir, átti sinn þátt í því. Eftir ör þjálfaraskipti hjá Víkingum tók Arnar óvænt við sem aðalþjálfari, eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari sumarið 2018, og við tóku langbestu tímar í sögu félagsins með fjölda titla og einstöku Evrópuævintýri. Ráðningin á Arnari kom hins vegar mögum á óvart en honum tókst að sannfæra forráðamenn Víkings, með aðstoð tölvunarfræðingsins Maríu sem hjálpaði sínum heittelskaða að fastmóta hugmyndir sínar, eins og sjá má í broti úr þáttunum hér að neðan. Klippa: A&B - Hvernig Arnar fékk starfið hjá Víkingum „Hann hefur samband við mig og fattar það að hann er kannski ekki alveg inni á radarnum hjá okkur,“ sagði Heimir Gunnlaugsson sem var formaður meistaraflokksráðs Víkings þegar Arnar var ráðinn. Arnar kom sér hins vegar inn á radarinn og gott betur en það og María rifjaði upp hvernig Arnar varð staðráðinn í að fá starfið: „Þetta var eftir lítið lokahóf í Víkinni. Þá kemur allt í einu: „Heyrðu, ég gæti alveg séð þetta fyrir mér, að ég gæti tekið þetta að mér.“ Þá komu milljón hugmyndir í hausinn á honum. Þá dettur inn einhver metnaður í hann: „Ég ætla að ná þessu. Ég ætla að fá þetta starf.““ „María hjálpaði mér mikið við að koma þessu á blað“ „Sýnin var mjög klár og skýr í hausnum á mér. Að koma því frá mér var allt önnur Ella. María konan mín, tölvunarfræðingurinn mikli, hjálpaði mér mikið við að koma þessu á blað,“ sagði Arnar, þakklátur fyrir hjálpina sem átti eftir að reynast svo óhemju dýrmæt fyrir bæði hann og Víkinga alla. „Ég hjálpaði honum að koma þessu í kynningu og orða hlutina rétt. Og kannski setja þetta fram á raunsæjan hátt. Nú er hann með svo miklar hugmyndir og ætlar að fara alla leið en þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka. Þú þarft líka að sýna að þú sért ekki bara þessi geggjaði fótboltamaður með svakalegar hugmyndir, heldur að þú vitir hvernig þú ætlar að framkvæma þær. Það hefur kannski verið hans Akkilesarhæll stundum að hann er með svo frábærar hugmyndir en á erfitt með að bara: „Heyrðu, komum þessu í framkvæmd.““ Arnar setti fram sínar hugmyndir og útskýrði meðal annars hvernig hann sá fyrir sér að Víkingur myndi með því að fá unga leikmenn geta veitt allra bestu liðum landsins samkeppni. „Vendipunkturinn minn held ég að hafi verið þessi sterka sýn um að Víkingur hefði verið lið málaliða undanfarin ár. Mikið af útlendingum, mikið af málaliðum sem hefðu bara verið að hirða launaseðilinn en væri í raun alveg sama um klúbbinn. Klúbburinn var ekki með neitt DNA hvað varðar leikstíl…“ sagði Arnar en brot úr þættinum má sjá hér að ofan. Þáttaröðina A&B má finna í heild sinni á efnisveitunni Stöð 2+. Fótbolti Víkingur Reykjavík A&B Tengdar fréttir „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Þriðji þátturinn af A&B, þáttaraðar um tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni, fjallaði um þegar þeir skiptu úr fótboltanum yfir í viðskiptalífið. 27. apríl 2025 08:00 „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Þriðji þátturinn af A&B, þáttaraðar um tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni, fjallaði um þegar þeir skiptu úr fótboltanum yfir í viðskiptalífið. 26. apríl 2025 09:33 „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugsson tóku óvænt við þjálfun ÍA eftir nokkrar umferðir sumarið 2006. Nálgun þeirra á þjálfarahlutverkið var nokkuð óvenjuleg en þeir áttu sér hauk í horni í verkalýðsleiðtoganum Vilhjálmi Birgissyni. 23. apríl 2025 09:01 Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Þrátt fyrir að hafa alist upp hjá ÍA var Bjarki Gunnlaugsson ekki vinsælasti maðurinn á Akranesi sumarið 1999. 11. apríl 2025 09:01 Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Leicester-liðið sem Arnar Gunnlaugsson lék með um aldamótin spilaði ekki bara af krafti. Leikmenn liðsins skemmtu sér einnig af krafti. 10. apríl 2025 09:00 Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Bjarki Gunnlaugsson átti ekki sjö dagana sæla þegar hann lék með Brann í Noregi. Hann var harðlega gagnrýndur og kallaður verstu kaup í sögu Brann. 9. apríl 2025 09:01 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Sjá meira
Eftir ör þjálfaraskipti hjá Víkingum tók Arnar óvænt við sem aðalþjálfari, eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari sumarið 2018, og við tóku langbestu tímar í sögu félagsins með fjölda titla og einstöku Evrópuævintýri. Ráðningin á Arnari kom hins vegar mögum á óvart en honum tókst að sannfæra forráðamenn Víkings, með aðstoð tölvunarfræðingsins Maríu sem hjálpaði sínum heittelskaða að fastmóta hugmyndir sínar, eins og sjá má í broti úr þáttunum hér að neðan. Klippa: A&B - Hvernig Arnar fékk starfið hjá Víkingum „Hann hefur samband við mig og fattar það að hann er kannski ekki alveg inni á radarnum hjá okkur,“ sagði Heimir Gunnlaugsson sem var formaður meistaraflokksráðs Víkings þegar Arnar var ráðinn. Arnar kom sér hins vegar inn á radarinn og gott betur en það og María rifjaði upp hvernig Arnar varð staðráðinn í að fá starfið: „Þetta var eftir lítið lokahóf í Víkinni. Þá kemur allt í einu: „Heyrðu, ég gæti alveg séð þetta fyrir mér, að ég gæti tekið þetta að mér.“ Þá komu milljón hugmyndir í hausinn á honum. Þá dettur inn einhver metnaður í hann: „Ég ætla að ná þessu. Ég ætla að fá þetta starf.““ „María hjálpaði mér mikið við að koma þessu á blað“ „Sýnin var mjög klár og skýr í hausnum á mér. Að koma því frá mér var allt önnur Ella. María konan mín, tölvunarfræðingurinn mikli, hjálpaði mér mikið við að koma þessu á blað,“ sagði Arnar, þakklátur fyrir hjálpina sem átti eftir að reynast svo óhemju dýrmæt fyrir bæði hann og Víkinga alla. „Ég hjálpaði honum að koma þessu í kynningu og orða hlutina rétt. Og kannski setja þetta fram á raunsæjan hátt. Nú er hann með svo miklar hugmyndir og ætlar að fara alla leið en þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka. Þú þarft líka að sýna að þú sért ekki bara þessi geggjaði fótboltamaður með svakalegar hugmyndir, heldur að þú vitir hvernig þú ætlar að framkvæma þær. Það hefur kannski verið hans Akkilesarhæll stundum að hann er með svo frábærar hugmyndir en á erfitt með að bara: „Heyrðu, komum þessu í framkvæmd.““ Arnar setti fram sínar hugmyndir og útskýrði meðal annars hvernig hann sá fyrir sér að Víkingur myndi með því að fá unga leikmenn geta veitt allra bestu liðum landsins samkeppni. „Vendipunkturinn minn held ég að hafi verið þessi sterka sýn um að Víkingur hefði verið lið málaliða undanfarin ár. Mikið af útlendingum, mikið af málaliðum sem hefðu bara verið að hirða launaseðilinn en væri í raun alveg sama um klúbbinn. Klúbburinn var ekki með neitt DNA hvað varðar leikstíl…“ sagði Arnar en brot úr þættinum má sjá hér að ofan. Þáttaröðina A&B má finna í heild sinni á efnisveitunni Stöð 2+.
Fótbolti Víkingur Reykjavík A&B Tengdar fréttir „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Þriðji þátturinn af A&B, þáttaraðar um tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni, fjallaði um þegar þeir skiptu úr fótboltanum yfir í viðskiptalífið. 27. apríl 2025 08:00 „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Þriðji þátturinn af A&B, þáttaraðar um tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni, fjallaði um þegar þeir skiptu úr fótboltanum yfir í viðskiptalífið. 26. apríl 2025 09:33 „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugsson tóku óvænt við þjálfun ÍA eftir nokkrar umferðir sumarið 2006. Nálgun þeirra á þjálfarahlutverkið var nokkuð óvenjuleg en þeir áttu sér hauk í horni í verkalýðsleiðtoganum Vilhjálmi Birgissyni. 23. apríl 2025 09:01 Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Þrátt fyrir að hafa alist upp hjá ÍA var Bjarki Gunnlaugsson ekki vinsælasti maðurinn á Akranesi sumarið 1999. 11. apríl 2025 09:01 Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Leicester-liðið sem Arnar Gunnlaugsson lék með um aldamótin spilaði ekki bara af krafti. Leikmenn liðsins skemmtu sér einnig af krafti. 10. apríl 2025 09:00 Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Bjarki Gunnlaugsson átti ekki sjö dagana sæla þegar hann lék með Brann í Noregi. Hann var harðlega gagnrýndur og kallaður verstu kaup í sögu Brann. 9. apríl 2025 09:01 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Sjá meira
„Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Þriðji þátturinn af A&B, þáttaraðar um tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni, fjallaði um þegar þeir skiptu úr fótboltanum yfir í viðskiptalífið. 27. apríl 2025 08:00
„Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Þriðji þátturinn af A&B, þáttaraðar um tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni, fjallaði um þegar þeir skiptu úr fótboltanum yfir í viðskiptalífið. 26. apríl 2025 09:33
„Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugsson tóku óvænt við þjálfun ÍA eftir nokkrar umferðir sumarið 2006. Nálgun þeirra á þjálfarahlutverkið var nokkuð óvenjuleg en þeir áttu sér hauk í horni í verkalýðsleiðtoganum Vilhjálmi Birgissyni. 23. apríl 2025 09:01
Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Þrátt fyrir að hafa alist upp hjá ÍA var Bjarki Gunnlaugsson ekki vinsælasti maðurinn á Akranesi sumarið 1999. 11. apríl 2025 09:01
Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Leicester-liðið sem Arnar Gunnlaugsson lék með um aldamótin spilaði ekki bara af krafti. Leikmenn liðsins skemmtu sér einnig af krafti. 10. apríl 2025 09:00
Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Bjarki Gunnlaugsson átti ekki sjö dagana sæla þegar hann lék með Brann í Noregi. Hann var harðlega gagnrýndur og kallaður verstu kaup í sögu Brann. 9. apríl 2025 09:01