Körfubolti

Dómarar viður­kenndu að hafa gert mis­tök

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tim Hardaway Jr. var að vonum svekktur eftir leik.
Tim Hardaway Jr. var að vonum svekktur eftir leik. vísir/getty

Það vantaði ekki dramatíkina í leik NY Knicks og Detroit Pistons í NBA-deildinni í gær.

Knicks vann leikinn 94-93 og leiðir nú einvígið 3-1.

Tim Hardaway Jr. tók síðasta skot Pistons í leiknum er 0,3 sekúndur voru eftir af leiknum. Það virtist nokkuð augljóst að það var brotið á honum en dómararnir dæmdu ekki neitt.

Eftir leikinn steig aðaldómari kvöldsins, David Guthrie, fram og viðurkenndu að það hefðu verið mistök að dæma ekki neitt.

„Í fyrstu fannst okkur þetta vera löglegur varnarleikur en eftir að hafa skoðað þetta á myndbandi er ljóst við hefðum átt að dæma villu,“ sagði Guthrie en Pistons hefði þá fengið þrjú vítaskot.

Liðin mætast aftur í Madison Square Garden aðra nótt og Knicks getur þá klárað einvígið.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×