Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Lovísa Arnardóttir skrifar 29. apríl 2025 07:28 Sveinn Sölvason forstjóri Embla Medical, áður Össur, segir tollaóvissuna enn mikla en þau haldi sínu striki. Vísir/Vilhelm Forstjóri Emblu Medical, áður Össur, segir óvissu vegna tolla en að þörfin fyrir hjálpartæki verði áfram mikil. Hagnaður jókst miðað við fyrsta ársfjórðung í fyrra og má rekja góðan rekstrarhagnað, samkvæmt tilkynningu, til aukinnar hagkvæmni í framleiðslu ásamt kostnaðaraðhaldi í rekstri. Sala á fyrsta ársfjórðungi 2025 nam alls 203 milljónum Bandaríkjadala eða 28 milljörðum íslenskra króna hjá Embla Medical. Það sem samsvarar fjögurra prósenta innri vexti. Í tilkynningu segir að á fyrsta ársfjórðungi hafi verið níu prósenta minni vöxtur í sölu á stoðtækjum á meðan tekjur á spelkum og stuðningsvörum ásamt þjónustu við sjúklinga hafi verið óbreyttar frá fyrra ári. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) hafi numið 36 milljónum Bandaríkjadala sem samsvari fimm milljörðum íslenskra króna eða 18 prósent af veltu á fyrsta ársfjórðungi 2025 samanborið við 17 prósent af veltu á fyrsta ársfjórðungi 2024. Sala drifin af vexti í sölu stoðtækja „Sala á fyrsta ársfjórðungi nam 203 milljónum Bandaríkjadala (28 milljörðum íslenskra króna) og var innri vöxtur 4 prósent. Sala var drifin af góðum vexti í sölu á stoðtækjum, sérstaklega í Evrópu og Asíu. Við héldum áfram að kynna nýju gervigreindarhnéin okkar, Navii® og Icon®, á okkar helstu markaðssvæðum með mjög góðum undirtektum. Bæði Navii og Icon eru nýjungar sem gera okkur kleift að ná til enn fleiri einstaklinga sem þurfa á bættri hreyfigetu að halda og því virkilega ánægjulegt að sjá árangur þess að fjárfesta í nýsköpun,“ segir Sveinn Sölvason, forstjóri fyrirtækisins, í tilkynningunni. Sveinn segir fyrirtækið hafa skilað góðum rekstrarhagnaði á fyrsta ársfjórðungi og að EBITDA framlegð hafi numið 18 prósent af veltu samanborið við 17 prósent á sama fjórðungi síðasta árs. Hagnaður á fyrsta ársfjórðungi jókst samkvæmt tilkynningunni um 45 prósent og nam 12 milljónum Bandaríkjadala sem samsvarar 1,7 milljörðum íslenskra króna. Það samsvarar sex prósentum af veltu á fyrsta ársfjórðungi 2025. „Góða rekstrarniðurstöðu í fjórðungnum má rekja til aukinnar hagkvæmni í framleiðslu ásamt kostnaðaraðhaldi í rekstri,“ segir Sveinn. Óvissa um tollamál Hann segir enn ríkja mikla óvissu hvað varðar tollamál. Það hafi áhrif á reksturinn. „Enn ríkir mikil óvissa um hvernig tollamálin munu þróast en sem stendur munu helstu áhrifin verða á innflutning á spelkum og stuðningsvörum frá Kína til Bandaríkjanna. Ef þörf er á, munum við aðlaga félagið að ytra umhverfinu og gera breytingar til að mæta auknum kostnaði. Áhrif á félagið vegna innflutnings frá öðrum löndum, þar með talið Íslandi, eru talin vera óveruleg að svo stöddu. Mikilvægt er að muna að þörfin fyrir lausnir á borð við okkar mun áfram vera mikil og við erum einbeitt sem fyrr að bæta hreyfanleika fólks,“ segir hann að lokum. Össur Skattar og tollar Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Össur stofnar móðurfélagið Embla Medical Stjórn Össurar hf. hefur lagt til við aðalfund Össurar sem fram fer í næsta mánuði að móðurfélag félagsins taki upp nafnið Embla Medical hf. 21. febrúar 2024 07:45 Hagnaður Össurar nam um átta milljörðum króna á síðasta ári Tekjur Össurar á fjórða ársfjórðungi 2023 námu 210 milljónum Bandaríkjadala, eða 29,2 milljörðum íslenskra króna, sem samsvarar níu prósenta innri vexti. Tekjur á nýliðnu áru námu því 786 milljónum Bandaríkjadala, eða 109,1 milljörðum íslenskra króna. 30. janúar 2024 07:44 Össur kaupir þýskt stoðtækjafyrirtæki Össur hefur undirritað samning um kaup á öllum hlutum þýska stoðtækjafyrirtækisins Fior & Gentz. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Össuri en tilkynnt var um kaupin rétt í þessu. 16. janúar 2024 08:08 Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Sala á fyrsta ársfjórðungi 2025 nam alls 203 milljónum Bandaríkjadala eða 28 milljörðum íslenskra króna hjá Embla Medical. Það sem samsvarar fjögurra prósenta innri vexti. Í tilkynningu segir að á fyrsta ársfjórðungi hafi verið níu prósenta minni vöxtur í sölu á stoðtækjum á meðan tekjur á spelkum og stuðningsvörum ásamt þjónustu við sjúklinga hafi verið óbreyttar frá fyrra ári. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) hafi numið 36 milljónum Bandaríkjadala sem samsvari fimm milljörðum íslenskra króna eða 18 prósent af veltu á fyrsta ársfjórðungi 2025 samanborið við 17 prósent af veltu á fyrsta ársfjórðungi 2024. Sala drifin af vexti í sölu stoðtækja „Sala á fyrsta ársfjórðungi nam 203 milljónum Bandaríkjadala (28 milljörðum íslenskra króna) og var innri vöxtur 4 prósent. Sala var drifin af góðum vexti í sölu á stoðtækjum, sérstaklega í Evrópu og Asíu. Við héldum áfram að kynna nýju gervigreindarhnéin okkar, Navii® og Icon®, á okkar helstu markaðssvæðum með mjög góðum undirtektum. Bæði Navii og Icon eru nýjungar sem gera okkur kleift að ná til enn fleiri einstaklinga sem þurfa á bættri hreyfigetu að halda og því virkilega ánægjulegt að sjá árangur þess að fjárfesta í nýsköpun,“ segir Sveinn Sölvason, forstjóri fyrirtækisins, í tilkynningunni. Sveinn segir fyrirtækið hafa skilað góðum rekstrarhagnaði á fyrsta ársfjórðungi og að EBITDA framlegð hafi numið 18 prósent af veltu samanborið við 17 prósent á sama fjórðungi síðasta árs. Hagnaður á fyrsta ársfjórðungi jókst samkvæmt tilkynningunni um 45 prósent og nam 12 milljónum Bandaríkjadala sem samsvarar 1,7 milljörðum íslenskra króna. Það samsvarar sex prósentum af veltu á fyrsta ársfjórðungi 2025. „Góða rekstrarniðurstöðu í fjórðungnum má rekja til aukinnar hagkvæmni í framleiðslu ásamt kostnaðaraðhaldi í rekstri,“ segir Sveinn. Óvissa um tollamál Hann segir enn ríkja mikla óvissu hvað varðar tollamál. Það hafi áhrif á reksturinn. „Enn ríkir mikil óvissa um hvernig tollamálin munu þróast en sem stendur munu helstu áhrifin verða á innflutning á spelkum og stuðningsvörum frá Kína til Bandaríkjanna. Ef þörf er á, munum við aðlaga félagið að ytra umhverfinu og gera breytingar til að mæta auknum kostnaði. Áhrif á félagið vegna innflutnings frá öðrum löndum, þar með talið Íslandi, eru talin vera óveruleg að svo stöddu. Mikilvægt er að muna að þörfin fyrir lausnir á borð við okkar mun áfram vera mikil og við erum einbeitt sem fyrr að bæta hreyfanleika fólks,“ segir hann að lokum.
Össur Skattar og tollar Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Össur stofnar móðurfélagið Embla Medical Stjórn Össurar hf. hefur lagt til við aðalfund Össurar sem fram fer í næsta mánuði að móðurfélag félagsins taki upp nafnið Embla Medical hf. 21. febrúar 2024 07:45 Hagnaður Össurar nam um átta milljörðum króna á síðasta ári Tekjur Össurar á fjórða ársfjórðungi 2023 námu 210 milljónum Bandaríkjadala, eða 29,2 milljörðum íslenskra króna, sem samsvarar níu prósenta innri vexti. Tekjur á nýliðnu áru námu því 786 milljónum Bandaríkjadala, eða 109,1 milljörðum íslenskra króna. 30. janúar 2024 07:44 Össur kaupir þýskt stoðtækjafyrirtæki Össur hefur undirritað samning um kaup á öllum hlutum þýska stoðtækjafyrirtækisins Fior & Gentz. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Össuri en tilkynnt var um kaupin rétt í þessu. 16. janúar 2024 08:08 Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Össur stofnar móðurfélagið Embla Medical Stjórn Össurar hf. hefur lagt til við aðalfund Össurar sem fram fer í næsta mánuði að móðurfélag félagsins taki upp nafnið Embla Medical hf. 21. febrúar 2024 07:45
Hagnaður Össurar nam um átta milljörðum króna á síðasta ári Tekjur Össurar á fjórða ársfjórðungi 2023 námu 210 milljónum Bandaríkjadala, eða 29,2 milljörðum íslenskra króna, sem samsvarar níu prósenta innri vexti. Tekjur á nýliðnu áru námu því 786 milljónum Bandaríkjadala, eða 109,1 milljörðum íslenskra króna. 30. janúar 2024 07:44
Össur kaupir þýskt stoðtækjafyrirtæki Össur hefur undirritað samning um kaup á öllum hlutum þýska stoðtækjafyrirtækisins Fior & Gentz. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Össuri en tilkynnt var um kaupin rétt í þessu. 16. janúar 2024 08:08