Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar 29. apríl 2025 08:31 Því hefur lengi verið haldið fram að það skipti máli hver séu við stjórnvölinn þegar horft er til þess hvernig samfélög virka, hvort lýðræði ríki og réttindi fólks séu virt og hvort jöfnuður og réttlæti sé til staðar. Í því samhengi hefur oft verið horft til þess hvernig samfélag og valdhafar koma fram við þau sem eru jaðarsett. Þannig hafa mörg staðið í þeirri trú að ríkisstjórn, leidd af jafnaðarflokki Íslands, myndi leggja meiri áherslu en aðrar samsettar ríkisstjórnir á mannúð, mannréttindi og samkennd þegar kemur að stöðu jaðarsettra einstaklinga og hópa í samfélaginu, enda hafa jafnaðarflokkar almennt verið þekktir fyrir slíkar áherslur. Á sama tíma og það hafa aldrei verið fleiri á flótta í heiminum hefur merkilega lítið farið fyrir formlegri stefnu ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur í málefnum fólks á flótta. Varla er minnst á flóttafólk í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, verkáætlun stjórnvalda eða þingmálaskrá vorsins, nema að því leyti hvernig megi svipta fólk alþjóðlegri vernd, frelsissvipta það og skerða tækifæri fólks til þess að fá vernd. Það sem þó er hættulegra en stefnuleysi ríkisstjórnarinnar þegar kemur að einum jaðarsettasta hóp íslensks samfélags er, að á sama tíma og stefnuleysið er algjört, hefur ríkisstjórnin síður en svo setið aðgerðarlaus hjá þegar kemur að málefnum fólks á flótta í íslensku samfélagi. Þegar skortur er á formlegri stefnu, skýrri umgjörð um málaflokka og skipulagðri verkaskiptingu á milli ráðherra og ráðuneyta verður til svigrúm til misnotkunar þar sem ráðherrar geta gert hvað sem þeir vilja án þess að hægt sé að reyna að draga þá til ábyrgðar þar sem óljóst er hvar ábyrgðin liggur, og það er nákvæmlega það sem hefur gerst. Síðustu vikur og mánuði hafa íslensk stjórnvöld gripið til fjölda aðgerða sem snerta hagsmuni, réttindi, öryggi og velferð fólks með flóttabakgrunn í íslensku samfélagi. Aðgerðirnar hafa skapað mikla óreiðu í málaflokknum, skert réttindi flóttafólks til muna og ógnað öryggi og velferð fólks. Ekkert samtal hefur farið fram um aðgerðirnar. Það er skortur á gagnsæi og upplýsingagjöf hjá stjórnarráðinu um aðgerðirnar og áhrif þeirra. Ráðherrar komast upp með að vera ekki til viðtals um málefnið. Það er áhyggjuefni fyrir öll sem vilja búa við lýðræði og að valdi sé beitt á réttmætan hátt. Síðustu ár hafa málefni fólks á flótta heyrt undir dómsmálaráðuneytið sem og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið (eins og það hét síðast). Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur byrjaði á því að færa þann hluta sem hefur verið undir félagsmálaráðuneytinu að einhverju leyti undir dómsmálaráðuneytið. Hvort það hafi verið að hluta til eða að öllu leyti er óljóst. Áður en að því kom notaði Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, tímann til þess að slíta öllum helstu samningum sem ráðuneytið hefur gert við þriðja aðila um þjónustu og aðstoð við fólk með flóttabakgrunn, meðal annars Rauða krossinn á Íslandi. Þann 20. mars s.l. greindi Rauði krossinn á Íslandi frá því að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefði tekið ákvörðun um að endurnýja ekki samning ríkisins við Rauða krossinn um félagslegan stuðning fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd sem rennur út í lok maí, eða eftir rúman mánuð. Markmiðið með samningnum var að tryggja vandaðan félagslegan stuðning fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd á meðan þeir bíða úrlausnar mála sinna. Með félagslegum stuðningi er meðal annars átt við félagsstarf, virkniúrræði og sálfélagslegan stuðning en tilgangurinn með honum er að reyna að draga úr jaðarsetningu flóttafólks og auka virkni, bæta andlega heilsu og vinna að inngildingu fólks með flóttabakgrunn í íslenskt samfélag. Ljóst er að umsækjendur um alþjóðlega vernd býr við mikla jaðarsetningu og félagslega útskúfun og skerðing á því starfi sem Rauði krossinn hefur staðið fyrir stóreykur félagslega einangrun og ýtir undir vanlíðan og niðurbrot. Það er áhugavert að Inga Sæland grípi til slíkra aðgerða á sama tíma og ráðuneyti hennar rekur herferð gegn félagslegri einangrun í íslensku samfélagi. Það er greinilega ekki sama hver á í hlut. Í september árið 2023 var sett á laggirnar neyðarskýli fyrir fólk á flótta sem hefur verið svipt allri grundvallarþjónustu og er á götunni í íslensku samfélagi án nokkurs stuðnings til þess að uppfylla grundvallarþarfir sínar. Sú skelfilega staða er hluti af arfleið ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sem mörg hafa bundið vonir við að ríkisstjórn undir forystu vinstri flokks myndi snúa til baka. Í stað þess hefur ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur nú ákveðið að loka neyðarskýlinu, sem rekið er af Rauða krossinum, og hýsir fjölda fólks hverja nótt. Ekki fást svör við því hvað mun grípa þann hóp sem þar sefur og því má ætla að fólkið muni enda á götunni á nýjan leik eftir mánuð eða svo. Afleiðingarnar af því ættu að vera öllum ljósar. Þá hefur ríkisstjórnin einnig ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við Rauða krossinn um ráðgjafarþjónustu við flóttafólk vegna fjölskyldusameininga. Rauði krossinn hefur sinnt slíkri þjónustu um árabil og í fyrra veitti Rauði krossinn um 250 viðtöl vegna fjölskyldusameininga. Óljóst er hver mun aðstoða fólk sem hefur fengið stöðu sína sem flóttafólk viðurkennda við það að sameinast fjölskyldum sínum þegar samningurinn rennur út í byrjun júní n.k. Það veldur mjög miklum áhyggjum að á sama tíma hefur ríkisstjórnin sagt sig frá samstarfi við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) sem er stofnun á vegum Sameinuðu þjóðanna sem aðstoðar fólk á flótta við að sameinast fjölskyldum sínum, meðal annars með því að hafa uppi á fólki og/eða taka á móti fólki frá átakasvæðum og greiða leið þeirra á milli landa til að þau geti sameinast ástvinum sínum. Flóttafólk á rétt á fjölskyldusameiningu. Án aðstoðar íslenskra stjórnvalda og IOM skerðast möguleikar á fjölskyldusameiningum til muna, meðal annars fyrir fólk frá Palestínu. Við sjáum nú þegar afleiðingar þess að samstarfinu hafi verið slitið þar sem fjöldi fólks sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar kemst ekki til fjölskyldu sinnar hér á landi. Það er með öllu óskiljanlegt hvernig stjórnvöldum dettur í hug að slíta samstarfi um fjölskyldusameiningar. Slík aðgerð er ómannúðleg og ríkisstjórninni til háborinnar skammar. Ljóst er að skerðing á möguleikum á fjölskyldusameiningum eykur hættuna á einangrun og ýtir undir áhyggjur, streitu, vanlíðan og erfiðar tilfinningar. Það gerir virka þátttöku og inngildingu einstaklinga sem þegar hafa fengið dvalarleyfi í íslensku samfélagi einnig ólíklegri. Samhliða þessu hefur ríkið tekið einhliða ákvörðun um að slíta samstarfi við sveitarfélög um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd og færa hana alfarið undir ríkið, en mikill munur hefur verið á gæðum þjónustunnar hjá ríki og sveitarfélagi. Hvað þýðir þetta fyrir aðgengi umsækjenda um alþjóðlega vernd að þjónustu? Hvað þýðir þetta fyrir aðgengi að leikskólum, skólum og íslenskukennslu? Hver ber ábyrgð á þessari ákvörðun og getur svarað þessum spurningum? Er það félagsmálaráðherra? Er það Þorbjörg Sigríður, dómsmálaráðherra? Varla er það forstjóri Vinnumálastofnunar sem tekur slíka stjórnsýsluákvörðun? Það er óljóst þar sem engar upplýsingar finnast um þessa ákvörðun aðrar en viðtal við forstjóra Vinnumálastofnunar, sem er fráleitt. Á sama tíma halda íslensk stjórnvöld áfram að brottvísa börnum með flóttabakgrunn í ómannúðlegar aðstæður. Að frelsissvipta og fangelsa fólk sem ekkert hefur gert af sér og undirbýr um leið fangabúðir fyrir flóttafólk. Það er afskaplega dapurlegt að fylgjast með aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að grundvallarréttindum, velferð og öryggi fólks á flótta. Það hræðir að slíkt sé gert án nokkurs samtals við fólkið sem þessar aðfarir bitna á, hagaðila sem vinna með fólki með flóttabakgrunn, á Alþingi eða í samfélaginu. Solaris hefur reynt að koma á samtali við dómsmálaráðherra sem og félags- og húsnæðismálaráðherra um stefnur og aðgerðir ríkisstjórnarinnar í málefni fólks á flótta án árangurs. Við fordæmum þessi ólýðræðislegu vinnubrögð og hvetjum stjórnvöld til þess koma til samtals við fólk á flótta og stuðningsfólks þess um mannúðlega stefnu í málefnum fólks sem leitar hingað eftir skjóli og vernd. Höfundar eru stjórnarkonur í Solaris – hjálparsamtökum fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Adda Steina Haraldsdóttir, Ásdís Virk Sigtryggsdóttir, Bergþóra Snæbjörnsdóttir, Hrund Teitsdóttir, María Lilja Þrastardóttir Kemp, Morgane Priet-Mahéo, Sema Erla Serdaroglu, Sigrún Johnson og Sólveig Ásta Sigurðardóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Því hefur lengi verið haldið fram að það skipti máli hver séu við stjórnvölinn þegar horft er til þess hvernig samfélög virka, hvort lýðræði ríki og réttindi fólks séu virt og hvort jöfnuður og réttlæti sé til staðar. Í því samhengi hefur oft verið horft til þess hvernig samfélag og valdhafar koma fram við þau sem eru jaðarsett. Þannig hafa mörg staðið í þeirri trú að ríkisstjórn, leidd af jafnaðarflokki Íslands, myndi leggja meiri áherslu en aðrar samsettar ríkisstjórnir á mannúð, mannréttindi og samkennd þegar kemur að stöðu jaðarsettra einstaklinga og hópa í samfélaginu, enda hafa jafnaðarflokkar almennt verið þekktir fyrir slíkar áherslur. Á sama tíma og það hafa aldrei verið fleiri á flótta í heiminum hefur merkilega lítið farið fyrir formlegri stefnu ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur í málefnum fólks á flótta. Varla er minnst á flóttafólk í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, verkáætlun stjórnvalda eða þingmálaskrá vorsins, nema að því leyti hvernig megi svipta fólk alþjóðlegri vernd, frelsissvipta það og skerða tækifæri fólks til þess að fá vernd. Það sem þó er hættulegra en stefnuleysi ríkisstjórnarinnar þegar kemur að einum jaðarsettasta hóp íslensks samfélags er, að á sama tíma og stefnuleysið er algjört, hefur ríkisstjórnin síður en svo setið aðgerðarlaus hjá þegar kemur að málefnum fólks á flótta í íslensku samfélagi. Þegar skortur er á formlegri stefnu, skýrri umgjörð um málaflokka og skipulagðri verkaskiptingu á milli ráðherra og ráðuneyta verður til svigrúm til misnotkunar þar sem ráðherrar geta gert hvað sem þeir vilja án þess að hægt sé að reyna að draga þá til ábyrgðar þar sem óljóst er hvar ábyrgðin liggur, og það er nákvæmlega það sem hefur gerst. Síðustu vikur og mánuði hafa íslensk stjórnvöld gripið til fjölda aðgerða sem snerta hagsmuni, réttindi, öryggi og velferð fólks með flóttabakgrunn í íslensku samfélagi. Aðgerðirnar hafa skapað mikla óreiðu í málaflokknum, skert réttindi flóttafólks til muna og ógnað öryggi og velferð fólks. Ekkert samtal hefur farið fram um aðgerðirnar. Það er skortur á gagnsæi og upplýsingagjöf hjá stjórnarráðinu um aðgerðirnar og áhrif þeirra. Ráðherrar komast upp með að vera ekki til viðtals um málefnið. Það er áhyggjuefni fyrir öll sem vilja búa við lýðræði og að valdi sé beitt á réttmætan hátt. Síðustu ár hafa málefni fólks á flótta heyrt undir dómsmálaráðuneytið sem og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið (eins og það hét síðast). Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur byrjaði á því að færa þann hluta sem hefur verið undir félagsmálaráðuneytinu að einhverju leyti undir dómsmálaráðuneytið. Hvort það hafi verið að hluta til eða að öllu leyti er óljóst. Áður en að því kom notaði Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, tímann til þess að slíta öllum helstu samningum sem ráðuneytið hefur gert við þriðja aðila um þjónustu og aðstoð við fólk með flóttabakgrunn, meðal annars Rauða krossinn á Íslandi. Þann 20. mars s.l. greindi Rauði krossinn á Íslandi frá því að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefði tekið ákvörðun um að endurnýja ekki samning ríkisins við Rauða krossinn um félagslegan stuðning fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd sem rennur út í lok maí, eða eftir rúman mánuð. Markmiðið með samningnum var að tryggja vandaðan félagslegan stuðning fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd á meðan þeir bíða úrlausnar mála sinna. Með félagslegum stuðningi er meðal annars átt við félagsstarf, virkniúrræði og sálfélagslegan stuðning en tilgangurinn með honum er að reyna að draga úr jaðarsetningu flóttafólks og auka virkni, bæta andlega heilsu og vinna að inngildingu fólks með flóttabakgrunn í íslenskt samfélag. Ljóst er að umsækjendur um alþjóðlega vernd býr við mikla jaðarsetningu og félagslega útskúfun og skerðing á því starfi sem Rauði krossinn hefur staðið fyrir stóreykur félagslega einangrun og ýtir undir vanlíðan og niðurbrot. Það er áhugavert að Inga Sæland grípi til slíkra aðgerða á sama tíma og ráðuneyti hennar rekur herferð gegn félagslegri einangrun í íslensku samfélagi. Það er greinilega ekki sama hver á í hlut. Í september árið 2023 var sett á laggirnar neyðarskýli fyrir fólk á flótta sem hefur verið svipt allri grundvallarþjónustu og er á götunni í íslensku samfélagi án nokkurs stuðnings til þess að uppfylla grundvallarþarfir sínar. Sú skelfilega staða er hluti af arfleið ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sem mörg hafa bundið vonir við að ríkisstjórn undir forystu vinstri flokks myndi snúa til baka. Í stað þess hefur ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur nú ákveðið að loka neyðarskýlinu, sem rekið er af Rauða krossinum, og hýsir fjölda fólks hverja nótt. Ekki fást svör við því hvað mun grípa þann hóp sem þar sefur og því má ætla að fólkið muni enda á götunni á nýjan leik eftir mánuð eða svo. Afleiðingarnar af því ættu að vera öllum ljósar. Þá hefur ríkisstjórnin einnig ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við Rauða krossinn um ráðgjafarþjónustu við flóttafólk vegna fjölskyldusameininga. Rauði krossinn hefur sinnt slíkri þjónustu um árabil og í fyrra veitti Rauði krossinn um 250 viðtöl vegna fjölskyldusameininga. Óljóst er hver mun aðstoða fólk sem hefur fengið stöðu sína sem flóttafólk viðurkennda við það að sameinast fjölskyldum sínum þegar samningurinn rennur út í byrjun júní n.k. Það veldur mjög miklum áhyggjum að á sama tíma hefur ríkisstjórnin sagt sig frá samstarfi við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) sem er stofnun á vegum Sameinuðu þjóðanna sem aðstoðar fólk á flótta við að sameinast fjölskyldum sínum, meðal annars með því að hafa uppi á fólki og/eða taka á móti fólki frá átakasvæðum og greiða leið þeirra á milli landa til að þau geti sameinast ástvinum sínum. Flóttafólk á rétt á fjölskyldusameiningu. Án aðstoðar íslenskra stjórnvalda og IOM skerðast möguleikar á fjölskyldusameiningum til muna, meðal annars fyrir fólk frá Palestínu. Við sjáum nú þegar afleiðingar þess að samstarfinu hafi verið slitið þar sem fjöldi fólks sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar kemst ekki til fjölskyldu sinnar hér á landi. Það er með öllu óskiljanlegt hvernig stjórnvöldum dettur í hug að slíta samstarfi um fjölskyldusameiningar. Slík aðgerð er ómannúðleg og ríkisstjórninni til háborinnar skammar. Ljóst er að skerðing á möguleikum á fjölskyldusameiningum eykur hættuna á einangrun og ýtir undir áhyggjur, streitu, vanlíðan og erfiðar tilfinningar. Það gerir virka þátttöku og inngildingu einstaklinga sem þegar hafa fengið dvalarleyfi í íslensku samfélagi einnig ólíklegri. Samhliða þessu hefur ríkið tekið einhliða ákvörðun um að slíta samstarfi við sveitarfélög um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd og færa hana alfarið undir ríkið, en mikill munur hefur verið á gæðum þjónustunnar hjá ríki og sveitarfélagi. Hvað þýðir þetta fyrir aðgengi umsækjenda um alþjóðlega vernd að þjónustu? Hvað þýðir þetta fyrir aðgengi að leikskólum, skólum og íslenskukennslu? Hver ber ábyrgð á þessari ákvörðun og getur svarað þessum spurningum? Er það félagsmálaráðherra? Er það Þorbjörg Sigríður, dómsmálaráðherra? Varla er það forstjóri Vinnumálastofnunar sem tekur slíka stjórnsýsluákvörðun? Það er óljóst þar sem engar upplýsingar finnast um þessa ákvörðun aðrar en viðtal við forstjóra Vinnumálastofnunar, sem er fráleitt. Á sama tíma halda íslensk stjórnvöld áfram að brottvísa börnum með flóttabakgrunn í ómannúðlegar aðstæður. Að frelsissvipta og fangelsa fólk sem ekkert hefur gert af sér og undirbýr um leið fangabúðir fyrir flóttafólk. Það er afskaplega dapurlegt að fylgjast með aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að grundvallarréttindum, velferð og öryggi fólks á flótta. Það hræðir að slíkt sé gert án nokkurs samtals við fólkið sem þessar aðfarir bitna á, hagaðila sem vinna með fólki með flóttabakgrunn, á Alþingi eða í samfélaginu. Solaris hefur reynt að koma á samtali við dómsmálaráðherra sem og félags- og húsnæðismálaráðherra um stefnur og aðgerðir ríkisstjórnarinnar í málefni fólks á flótta án árangurs. Við fordæmum þessi ólýðræðislegu vinnubrögð og hvetjum stjórnvöld til þess koma til samtals við fólk á flótta og stuðningsfólks þess um mannúðlega stefnu í málefnum fólks sem leitar hingað eftir skjóli og vernd. Höfundar eru stjórnarkonur í Solaris – hjálparsamtökum fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Adda Steina Haraldsdóttir, Ásdís Virk Sigtryggsdóttir, Bergþóra Snæbjörnsdóttir, Hrund Teitsdóttir, María Lilja Þrastardóttir Kemp, Morgane Priet-Mahéo, Sema Erla Serdaroglu, Sigrún Johnson og Sólveig Ásta Sigurðardóttir.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun