Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar 29. apríl 2025 11:01 Í kosningabaráttunni töluðu forystumenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins fjálglega um velferð, sjálfbærni og þjóðaröryggi. Nú blasir við óþægileg mynd: algjört stefnuleysi í landbúnaðarmálum og áhugaleysi gagnvart fæðuöryggi þjóðarinnar. Íslenskur landbúnaður glímir við gríðarlegar áskoranir. Bændur búa við hækkandi framleiðslukostnað, hörð samkeppni frá innfluttum vörum og sífellt meiri kröfur um umhverfisvænan rekstur – án raunverulegs stuðnings stjórnvalda. Þrátt fyrir að umhverfisvæn ræktun og innlend framleiðsla ættu að vera hornsteinar grænnar framtíðar, hafa aðgerðir ríkisstjórnarinnar verið fáar og kraftlausar. Það sem er enn alvarlegra er að ríkisstjórnin virðist ekki skilja hvernig íslenskur landbúnaður virkar. Samkeppni í íslenskum landbúnaði kemur ekki á milli innlendra afurðarstöðva – heldur erlendis frá, með linnulausum innflutningi sem ryður íslenskum vörum út af markaðnum. Ríkisstjórnin hefur frekar kosið að líta undan gagnvart linnulausum innflutningi sem grefur undan íslenskum bændum og traustum stoðum samfélagsins. Meðal annars er nú flutt inn lambakjöt frá Írlandi sem selt er undir villandi merkjum, og þannig blekktir íslenskir neytendur, meðan bændur eiga í vaxandi basli. Samfylkingin lofaði að tryggja sjálfbærni og framtíðaröryggi en hefur hvorki mótað skýra matvælastefnu né sýnt vilja til að efla íslenskan landbúnað. Viðreisn hélt á lofti stefnum um ábyrga markaðsstefnu, en hefur horft aðgerðalaus á innflutninginn vaxa. Flokkur fólksins hét því að vera rödd fólksins en hefur þagað þegar kemur að því að verja lífsviðurværi bænda og grunnþætti íslensks fæðuöryggis. Þegar markaðsöfl, án nokkurra skilyrða, fá að grafa undan grunnstoðum landsins verður Ísland sífellt háðara öðrum ríkjum um að brauðfæða sitt eigið fólk. Slík þróun er ekki ábyrg, heldur skammsýn og hættuleg. Í heimi sem einkennist af loftslagsbreytingum, vaxandi spennu í alþjóðaviðskiptum og óútreiknanlegum náttúruvá, verður fæðuöryggi þjóðar mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Ef alþjóðlegir flutningsstraumar stöðvast – eins og gerðist í heimsfaraldrinum – stendur Ísland berskjaldað eftir ef innlend framleiðsla hefur verið látin grotna niður. Það eru ekki aðeins sveitirnar sem tapa ef íslenskur landbúnaður tapar. Öll þjóðin tapar – sjálfstæðið, öryggið og geta landsins til þess að framfleyta þjóð sinni þegar á reynir. Það er tímabært að krefjast raunverulegra aðgerða: leggja fram skýra stefnu í þágu innlendrar matvælaframleiðslu, tryggja bændum sanngjörn starfsskilyrði, umbuna þeim fyrir umhverfisvænan rekstur og gera fæðuöryggi að hluta af þjóðaröryggisstefnu Íslands, og hjálpa ungu fólki að hefja búskap. Þetta snýst ekki um að setja fram fallegar yfirlýsingar – heldur um að framkvæma. Ef ríkisstjórnin bregst áfram skyldum sínum, verður Ísland sífellt veikara.Þegar innflutningurinn ræður ríkjum, er það ríkisstjórnin sem ber ábyrgð á því. Stórauka þarf innlenda matvælaframleiðslu. Íslensk matvæli eru einstök og teljast meðal þeirra hreinustu í heiminum. Hvergi í veröldinni er minna notað af sýklalyfjum í landbúnaði en hér á Íslandi. Og nóg eigum við að hreinu og tæru vatni á íslandi , sem er okkar stærsta auðlind. Það er skylda okkar að nýta þessa sérstöðu til að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar – fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Matvælaframleiðsla Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í kosningabaráttunni töluðu forystumenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins fjálglega um velferð, sjálfbærni og þjóðaröryggi. Nú blasir við óþægileg mynd: algjört stefnuleysi í landbúnaðarmálum og áhugaleysi gagnvart fæðuöryggi þjóðarinnar. Íslenskur landbúnaður glímir við gríðarlegar áskoranir. Bændur búa við hækkandi framleiðslukostnað, hörð samkeppni frá innfluttum vörum og sífellt meiri kröfur um umhverfisvænan rekstur – án raunverulegs stuðnings stjórnvalda. Þrátt fyrir að umhverfisvæn ræktun og innlend framleiðsla ættu að vera hornsteinar grænnar framtíðar, hafa aðgerðir ríkisstjórnarinnar verið fáar og kraftlausar. Það sem er enn alvarlegra er að ríkisstjórnin virðist ekki skilja hvernig íslenskur landbúnaður virkar. Samkeppni í íslenskum landbúnaði kemur ekki á milli innlendra afurðarstöðva – heldur erlendis frá, með linnulausum innflutningi sem ryður íslenskum vörum út af markaðnum. Ríkisstjórnin hefur frekar kosið að líta undan gagnvart linnulausum innflutningi sem grefur undan íslenskum bændum og traustum stoðum samfélagsins. Meðal annars er nú flutt inn lambakjöt frá Írlandi sem selt er undir villandi merkjum, og þannig blekktir íslenskir neytendur, meðan bændur eiga í vaxandi basli. Samfylkingin lofaði að tryggja sjálfbærni og framtíðaröryggi en hefur hvorki mótað skýra matvælastefnu né sýnt vilja til að efla íslenskan landbúnað. Viðreisn hélt á lofti stefnum um ábyrga markaðsstefnu, en hefur horft aðgerðalaus á innflutninginn vaxa. Flokkur fólksins hét því að vera rödd fólksins en hefur þagað þegar kemur að því að verja lífsviðurværi bænda og grunnþætti íslensks fæðuöryggis. Þegar markaðsöfl, án nokkurra skilyrða, fá að grafa undan grunnstoðum landsins verður Ísland sífellt háðara öðrum ríkjum um að brauðfæða sitt eigið fólk. Slík þróun er ekki ábyrg, heldur skammsýn og hættuleg. Í heimi sem einkennist af loftslagsbreytingum, vaxandi spennu í alþjóðaviðskiptum og óútreiknanlegum náttúruvá, verður fæðuöryggi þjóðar mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Ef alþjóðlegir flutningsstraumar stöðvast – eins og gerðist í heimsfaraldrinum – stendur Ísland berskjaldað eftir ef innlend framleiðsla hefur verið látin grotna niður. Það eru ekki aðeins sveitirnar sem tapa ef íslenskur landbúnaður tapar. Öll þjóðin tapar – sjálfstæðið, öryggið og geta landsins til þess að framfleyta þjóð sinni þegar á reynir. Það er tímabært að krefjast raunverulegra aðgerða: leggja fram skýra stefnu í þágu innlendrar matvælaframleiðslu, tryggja bændum sanngjörn starfsskilyrði, umbuna þeim fyrir umhverfisvænan rekstur og gera fæðuöryggi að hluta af þjóðaröryggisstefnu Íslands, og hjálpa ungu fólki að hefja búskap. Þetta snýst ekki um að setja fram fallegar yfirlýsingar – heldur um að framkvæma. Ef ríkisstjórnin bregst áfram skyldum sínum, verður Ísland sífellt veikara.Þegar innflutningurinn ræður ríkjum, er það ríkisstjórnin sem ber ábyrgð á því. Stórauka þarf innlenda matvælaframleiðslu. Íslensk matvæli eru einstök og teljast meðal þeirra hreinustu í heiminum. Hvergi í veröldinni er minna notað af sýklalyfjum í landbúnaði en hér á Íslandi. Og nóg eigum við að hreinu og tæru vatni á íslandi , sem er okkar stærsta auðlind. Það er skylda okkar að nýta þessa sérstöðu til að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar – fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun