Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir og Íris Helga G. Baldursdóttir skrifa 29. apríl 2025 14:00 Samskiptasáttmáli er sameiginlegt plagg starfsfólks um það hvernig samskipti eiga fara fram á vinnustað. Þótt margir telji hugmyndina vera nýstárlega má rekja uppruna hennar til áttunda áratugar síðustu aldar þegar aukin áhersla varð á vinnuvernd í alþjóðasamfélaginu. Eins og með margt í okkar samfélagi er fólk gjarnt á að mynda sér skoðanir, meðal annars um gagnsemi samskiptasáttmála á vinnustað. Mörg telja sáttmála vera óþarfa þar sem fullorðið fólk eigi að þekkja leikreglur að virðingaríkum og öruggum samskiptum. Staðreyndin er hins vegar sú að blæbrigði og hæfni til samskipta er margvísleg og fyrir mörg er einstaklega gagnlegt að hafa plagg sem hægt er að vísa í, eða læra af. Önnur telja sáttmála vera óþjált verkfæri sem hafi tilhneigingu til þess að verða rykugt skúffuskjal sem gleymist í amstri hversdagsins. Slíkt getur sannarlega verið raunin en þá er gott að minna á að útfærsla við hönnun samskiptasáttmálans skiptir miklu máli. Hér verður stiklað á stóru þegar kemur að víðtækum áhrifum samskiptasáttmála og hvernig farsælast er að vinna slíkt plagg. Samskiptasáttmáli stuðlar að sálfélagslegu öryggi Sálfélagslegt öryggi vísar til þess að starfsfólk upplifir vinnustaðinn sinn öruggan og að það geti fyrir vikið tjáð sig eða gert mistök án þess að það hafi neikvæðar afleiðingar í för með sér. Þetta þýðir að vinnustaðurinn leggur áherslu á að menning, verklag og aðstæður séu til þess fallnar að styðja við velferð og öryggi starfsfólks og að gripið sé til virkra aðgerða til að koma í veg fyrir vandkvæði líkt og samskiptavanda og óhóflega streitu. Með samskiptasáttmála eru tekin skref í átt til þess að skapa slíkt umhverfi þar sem öll vita til hvers er ætlast. Samskiptasáttmáli dregur úr áhættuþáttum EKKO Samkvæmt reglugerð 1009/2015 um forvarnir gegn einelti, kynbundinni- og kynferðislegri áreitni og ofbeldi (EKKO), ber öllum vinnustöðum skylda til að skapa öryggi í samskiptum og viðhafa viðbragðsáætlun í málaflokknum sem starfsfólk hefur aðgang að. Samskiptasáttmáli er frábær forvörn í málaflokknum. Með skriflegum leikreglum má draga úr áhættuhegðun, efla traust og stuðla að sameiginlegum skilningi á því hvernig við mætum hvert öðru með virðingu og ábyrgð að leiðarljósi. Samskiptasáttmáli hefur jákvæð margfeldisáhrif Einn mikilvægur ávinningur við virkan samskiptasáttmála á vinnustað er aukin starfsánægja. Þegar starfsfólk upplifir að það sé hluti af vinnustað og væntingar í samskiptum eru skýrar og viðurkenndar, aukast líkur á starfsánægju. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á starfsánægju benda til þess að starfsfólk sem upplifir heiðarleg og jákvæð samskipti, sýnir hærri framleiðni í vinnuframlagi og er í betri tengslum við samstarfsfólk. Samskiptasáttmáli á vinnustað leggur því grunn að góðum starfsanda. Samskiptasáttmáli sem er ekki skúffuplagg Þrjár lykilreglur eru undirstaða að góðum samskiptasáttmála: Öll þurfa koma að gerð hans: Til að samskiptasáttmáli verði árangursríkur er mikilvægt að allt starfsfólk séu virkir þátttakendur í ferlinu við að móta sáttmálann, svo að öll hafi tækifæri til að leggja til málanna sína skoðun og sýn. Með því aukum við líkur á að starfsfólk upplifi ákveðið eignarhald á sáttmálanum og virðing fyrir útkomunni verður meiri. Endurskoðun með reglulegu millibili. Það er gefið að vinnuumhverfi breytist reglulega, fólk kemur og fer og verkefnin sömuleiðis. Regluleg endurskoðun hefur því forvarnargildi og tryggir það að leikreglunum sé haldið á lofti. Hlutlaus aðili leiðir vegferðina. Ein leið til að tryggja að sáttmálinn verði virkur hluti af menningu vinnustaðarins er að fá inn fagaðila sem geta stutt við ferlið við að móta sáttmálann. Fagaðilar með sérþekkingu á samskiptum, mannauðsstjórnun og teymisvinnu eru góðir í að ná fram öllum sjónarmiðum starfsfólks og tryggja að sáttmálinn endurspegli raunverulega þarfir og viðhorf innan hópsins. Með því aukum við líkur á að sáttmáli verði viðurkenndur og samþykktur af öllum og að hann verði virk áætlun sem styrkir vinnustaðarmenninguna. Samskiptasáttmáli er stórgott verkfæri fyrir alla vinnustaði þar sem hann skapar grunn fyrir heilbrigð samskipti, aukið traust og starfsánægju. Gott er að hafa í huga að vinna við samskiptasáttmála er einnig gagnleg þegar samskiptin eru góð því ávinningurinn felst í því að skapa öryggisnet sem stuðlar að því að starfsfólk tali opinskátt, vinni saman að sameiginlegum markmiðum og ákvarði samskiptaleiðir ef út af bregður. Höfundar eru stjórnendaráðgjafar, sáttamiðlarar og sérfræðingar í vinnuvernd hjá Auðnast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Samskiptasáttmáli er sameiginlegt plagg starfsfólks um það hvernig samskipti eiga fara fram á vinnustað. Þótt margir telji hugmyndina vera nýstárlega má rekja uppruna hennar til áttunda áratugar síðustu aldar þegar aukin áhersla varð á vinnuvernd í alþjóðasamfélaginu. Eins og með margt í okkar samfélagi er fólk gjarnt á að mynda sér skoðanir, meðal annars um gagnsemi samskiptasáttmála á vinnustað. Mörg telja sáttmála vera óþarfa þar sem fullorðið fólk eigi að þekkja leikreglur að virðingaríkum og öruggum samskiptum. Staðreyndin er hins vegar sú að blæbrigði og hæfni til samskipta er margvísleg og fyrir mörg er einstaklega gagnlegt að hafa plagg sem hægt er að vísa í, eða læra af. Önnur telja sáttmála vera óþjált verkfæri sem hafi tilhneigingu til þess að verða rykugt skúffuskjal sem gleymist í amstri hversdagsins. Slíkt getur sannarlega verið raunin en þá er gott að minna á að útfærsla við hönnun samskiptasáttmálans skiptir miklu máli. Hér verður stiklað á stóru þegar kemur að víðtækum áhrifum samskiptasáttmála og hvernig farsælast er að vinna slíkt plagg. Samskiptasáttmáli stuðlar að sálfélagslegu öryggi Sálfélagslegt öryggi vísar til þess að starfsfólk upplifir vinnustaðinn sinn öruggan og að það geti fyrir vikið tjáð sig eða gert mistök án þess að það hafi neikvæðar afleiðingar í för með sér. Þetta þýðir að vinnustaðurinn leggur áherslu á að menning, verklag og aðstæður séu til þess fallnar að styðja við velferð og öryggi starfsfólks og að gripið sé til virkra aðgerða til að koma í veg fyrir vandkvæði líkt og samskiptavanda og óhóflega streitu. Með samskiptasáttmála eru tekin skref í átt til þess að skapa slíkt umhverfi þar sem öll vita til hvers er ætlast. Samskiptasáttmáli dregur úr áhættuþáttum EKKO Samkvæmt reglugerð 1009/2015 um forvarnir gegn einelti, kynbundinni- og kynferðislegri áreitni og ofbeldi (EKKO), ber öllum vinnustöðum skylda til að skapa öryggi í samskiptum og viðhafa viðbragðsáætlun í málaflokknum sem starfsfólk hefur aðgang að. Samskiptasáttmáli er frábær forvörn í málaflokknum. Með skriflegum leikreglum má draga úr áhættuhegðun, efla traust og stuðla að sameiginlegum skilningi á því hvernig við mætum hvert öðru með virðingu og ábyrgð að leiðarljósi. Samskiptasáttmáli hefur jákvæð margfeldisáhrif Einn mikilvægur ávinningur við virkan samskiptasáttmála á vinnustað er aukin starfsánægja. Þegar starfsfólk upplifir að það sé hluti af vinnustað og væntingar í samskiptum eru skýrar og viðurkenndar, aukast líkur á starfsánægju. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á starfsánægju benda til þess að starfsfólk sem upplifir heiðarleg og jákvæð samskipti, sýnir hærri framleiðni í vinnuframlagi og er í betri tengslum við samstarfsfólk. Samskiptasáttmáli á vinnustað leggur því grunn að góðum starfsanda. Samskiptasáttmáli sem er ekki skúffuplagg Þrjár lykilreglur eru undirstaða að góðum samskiptasáttmála: Öll þurfa koma að gerð hans: Til að samskiptasáttmáli verði árangursríkur er mikilvægt að allt starfsfólk séu virkir þátttakendur í ferlinu við að móta sáttmálann, svo að öll hafi tækifæri til að leggja til málanna sína skoðun og sýn. Með því aukum við líkur á að starfsfólk upplifi ákveðið eignarhald á sáttmálanum og virðing fyrir útkomunni verður meiri. Endurskoðun með reglulegu millibili. Það er gefið að vinnuumhverfi breytist reglulega, fólk kemur og fer og verkefnin sömuleiðis. Regluleg endurskoðun hefur því forvarnargildi og tryggir það að leikreglunum sé haldið á lofti. Hlutlaus aðili leiðir vegferðina. Ein leið til að tryggja að sáttmálinn verði virkur hluti af menningu vinnustaðarins er að fá inn fagaðila sem geta stutt við ferlið við að móta sáttmálann. Fagaðilar með sérþekkingu á samskiptum, mannauðsstjórnun og teymisvinnu eru góðir í að ná fram öllum sjónarmiðum starfsfólks og tryggja að sáttmálinn endurspegli raunverulega þarfir og viðhorf innan hópsins. Með því aukum við líkur á að sáttmáli verði viðurkenndur og samþykktur af öllum og að hann verði virk áætlun sem styrkir vinnustaðarmenninguna. Samskiptasáttmáli er stórgott verkfæri fyrir alla vinnustaði þar sem hann skapar grunn fyrir heilbrigð samskipti, aukið traust og starfsánægju. Gott er að hafa í huga að vinna við samskiptasáttmála er einnig gagnleg þegar samskiptin eru góð því ávinningurinn felst í því að skapa öryggisnet sem stuðlar að því að starfsfólk tali opinskátt, vinni saman að sameiginlegum markmiðum og ákvarði samskiptaleiðir ef út af bregður. Höfundar eru stjórnendaráðgjafar, sáttamiðlarar og sérfræðingar í vinnuvernd hjá Auðnast.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar