„Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. apríl 2025 21:35 Vilhjálmur Bjarnason, lektor og fyrrverandi alþingismaður. Vísir/Stefán Vilhjálmur Bjarnason segir að njósnir um hann hafi verið miklu svakalegri en hann gerði sér grein fyrir þegar hann frétti fyrst af málinu fyrir hálfum mánuði. Björgólfur Thor Björgólfsson stóð fyrir umfangsmiklum njósnum um Vilhjálm árið 2012 með aðstoð lögreglumanna. Greint var frá því á RÚV fyrr í kvöld að varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefði verið leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir. Málið væri á borði ríkissaksóknara. Lögreglumaðurinn væri grunaður um að taka þátt í leynilegum njósnaaðgerðum þar sem setið hafði verið um fólk, það elt, og ferðir þess skrásettar. Aðgerðirnar eiga að hafa átt sér stað haustið 2012 og kostað tugi milljóna króna. Háalvarlegt mál „Ég hafði ekki hugmynd um þetta. Ég frétti af þessu í byrjun apríl,“ segir Vilhjálmur Bjarnason sem var eitt helsta viðfang njósnanna, í samtali við Vísi. „Mér líður náttúrulega djöfullega með þetta. Ég hélt ég byggi í frjálsu landi þar sem einkalíf mitt væri nokkurn veginn í friði. Þarna er ég með útsendara einhverra manna sem eru með lögregluna í liði með sér.“ Að lokum hafi það bjargað honum að njósnararnir hafi verið hræddir um að trakktækið fyndist við bílaþvott. „Þetta er kannski háalvarlegt í íslensku samfélagi að menn séu í eltingarleik við aðra með þessum hætti,“ segir hann. „Þetta er miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir þegar ég sá þessa búta sem mér voru sýndir fyrr í mánuðinum.“ Vilhjálmur segist ekkert geta sagt til um það hverjar afleiðingarnar verða af þessu máli. „Ég ætla ekki að sjá það fyrir og ætla ekki að orða það upphátt fyrr en ég hef rætt við menn sem ég treysti. En ég treysti því að lögreglan og ríkissaksóknari geri eitthvað,“ segir hann. Hann kannast ekki við að mál af sambærilegum toga hafi komið upp á Íslandi. Njósnirnar snerust um málsókn Vilhjálms, ásamt á þriðja hundrað annarra fyrrum hluthafa Landsbankans, gegn Björgólfi Thor stærsta eiganda bankans. Hópmálsóknarfélagið sem stefndi Björgólfi sagði hann hafa blekkt hluthafana og leynt uplýsingum sem hefðu gert opinber himinhá lán bankans til Björgólfs og fjölskyldu, með tilheyrandi áhættu fyrir bankann. Lögreglan Lögreglumál Hrunið Dómsmál Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Greint var frá því á RÚV fyrr í kvöld að varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefði verið leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir. Málið væri á borði ríkissaksóknara. Lögreglumaðurinn væri grunaður um að taka þátt í leynilegum njósnaaðgerðum þar sem setið hafði verið um fólk, það elt, og ferðir þess skrásettar. Aðgerðirnar eiga að hafa átt sér stað haustið 2012 og kostað tugi milljóna króna. Háalvarlegt mál „Ég hafði ekki hugmynd um þetta. Ég frétti af þessu í byrjun apríl,“ segir Vilhjálmur Bjarnason sem var eitt helsta viðfang njósnanna, í samtali við Vísi. „Mér líður náttúrulega djöfullega með þetta. Ég hélt ég byggi í frjálsu landi þar sem einkalíf mitt væri nokkurn veginn í friði. Þarna er ég með útsendara einhverra manna sem eru með lögregluna í liði með sér.“ Að lokum hafi það bjargað honum að njósnararnir hafi verið hræddir um að trakktækið fyndist við bílaþvott. „Þetta er kannski háalvarlegt í íslensku samfélagi að menn séu í eltingarleik við aðra með þessum hætti,“ segir hann. „Þetta er miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir þegar ég sá þessa búta sem mér voru sýndir fyrr í mánuðinum.“ Vilhjálmur segist ekkert geta sagt til um það hverjar afleiðingarnar verða af þessu máli. „Ég ætla ekki að sjá það fyrir og ætla ekki að orða það upphátt fyrr en ég hef rætt við menn sem ég treysti. En ég treysti því að lögreglan og ríkissaksóknari geri eitthvað,“ segir hann. Hann kannast ekki við að mál af sambærilegum toga hafi komið upp á Íslandi. Njósnirnar snerust um málsókn Vilhjálms, ásamt á þriðja hundrað annarra fyrrum hluthafa Landsbankans, gegn Björgólfi Thor stærsta eiganda bankans. Hópmálsóknarfélagið sem stefndi Björgólfi sagði hann hafa blekkt hluthafana og leynt uplýsingum sem hefðu gert opinber himinhá lán bankans til Björgólfs og fjölskyldu, með tilheyrandi áhættu fyrir bankann.
Lögreglan Lögreglumál Hrunið Dómsmál Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira