Erlent

Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu

Atli Ísleifsson skrifar
Samkvæmt Gallup er Donald Trump fyrsti bandaríski forsetinn frá lokum seinna stríðs sem nýtur ekki stuðnings að minnsta kosti helmings þjóðar sinnar eftir hundrað daga í embætti.
Samkvæmt Gallup er Donald Trump fyrsti bandaríski forsetinn frá lokum seinna stríðs sem nýtur ekki stuðnings að minnsta kosti helmings þjóðar sinnar eftir hundrað daga í embætti. AP

Donald Trump Bandaríkjaforseti fagnaði því í gærkvöldi að hann hefur nú verið hundrað daga við völd í Hvíta húsinu. Trump kom fram á fjöldasamkomu í Michigan-ríki þar sem hann og stuðningsmenn hans fóru yfir þau mál sem hann hefur komið í verk á síðustu mánuðum.

Trump notaði tækifærið og skaut föstum skotum á fyrirrennara sinn, Joe Biden, og gagnrýndi einnig harðlega seðlabankastjóra Bandaríkjanna sem hann kennir um óróann sem nú er uppi í efnahagslífi landsins. Þá gerði forsetinn lítið úr könnunum sem sýna óvinsældir hans sem hann vill meina að séu falsaðar að því er segir í frétt BBC.

Trump sagði einnig að hann hans menn væru rétt að byrja, en hann hefur sætt harðri gagnrýni fyrir aukna hörku í innflytjendamálum og tollastríðið sem hann hóf við önnur ríki og sér ekki fyrir endann á.

Hann sagði að um væru að ræða farsælustu fyrstu hundrað dagar forseta í sögu þjóðarinnar. „Við erum rétt að byrja,“ sagði Trump.

Samkvæmt Gallup er Trump fyrsti bandaríski forsetinn frá lokum seinna stríðs sem nýtur ekki stuðnings að minnsta kosti helmings þjóðar sinnar eftir hundrað daga í embætti, en samkvæmt nýjustu könnunum eru aðeins 44 prósent Bandaríkjamanna ánægðir með störf hans í embætti.

Hann nýtur þó enn mikils stuðnings hjá skráðum Repúblikönum og Demókratar eiga heldur ekki upp á pallborðið hjá kjósendum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×