Körfubolti

Luka borgar fyrir við­gerðir á minnis­merki um Kobe

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Minnismerkið um Kobe og Gigi Bryant.
Minnismerkið um Kobe og Gigi Bryant. getty/Michael Tullberg

Slóvenski körfuboltastjarnan hjá Los Angeles Lakers, Luka Doncic, ætlar að borga allan kostnað við viðgerðir á minnismerki um Kobe Bryant í miðborg Los Angeles.

Doncic lagði fimm þúsund dollara (rúmlega 644 þúsund íslenskar krónur) til í söfnun listamannsins Louie Palsino fyrir viðgerðum á minnismerki um Kobe og dóttur hans, Gigi, sem létust í þyrluslysi í janúar 2020. Palsino gerði minnismerkið tveimur árum seinna.

„Ég vil þakka Luka og er stoltur af því að hann sé leikmaður Lakers og veit að Kobe er stoltur. Ég er viss um að þetta geri það að verkum að hann á stað í hjarta allra í Los Angeles,“ sagði Palsino.

Doncic gekk í raðir Lakers frá Dallas Mavericks fyrr í vetur í einum stærstu leikmannaskiptum í sögu NBA-deildarinnar.

Doncic og félagar í Lakers lentu í 3. sæti Vesturdeildarinnar en eru 3-1 undir í einvíginu gegn Minnesota Timberwolves í 1. umferð úrslitakeppninnar. Fimmti leikur liðanna fer fram í nótt. Ef Lakers tapar honum er liðið komið í sumarfrí.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×