Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar 1. maí 2025 07:31 Skilgreining fötlunar er breytileg og því er erfitt að segja til um hversu margir einstaklingar í heiminum teljast fatlaðir. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telur að um 13-20% íbúa í hinum vestræna heimi búi við fötlun eða nokkur hundruð milljónir einstaklinga. Með hækkandi aldri, sjúkdóma og árekstra fer sú tala hækkandi. Hluti af fötluðu fólki eru örorkulífeyristakar en hér á landi eru þeir um 19.000 þúsund en í aðildarfélögum ÖBÍ réttindasamtaka eru um 40.000 meðlimir sem eru fatlaðir á einhvern hátt. Almennt vísar örorka til skertrar starfsgetu. Það er því fagnaðarefni að 1.september nk. eiga að koma til framkvæmda lög þar sem kveðið er á um breytingar er varða atvinnuþátttöku og atvinnutekjur öryrkja. Áskorun að klæðskerasníða vinnuumhverfið Framundan eru miklar breytingar varðandi atvinnuþátttöku öryrkja og um leið breyttrar samsetningar örorkulífeyris. Þar eiga atvinnutekjur ekki að skerða örorkulífeyri eins mikið og hingað til hefur verið. Stjórnvöld heita því um leið að gerð verði gangskör að því að skapa fjölbreytt störf fyrir öryrkja en hingað til hafa þau störf sem hafa verið í boði oftar en ekki verið einhæf láglaunastörf. Það hefur lengi verið vitað að fólk með skerta starfsgetu á ekki séns í samfélagi samkeppninnar á vinnumarkaði nema eitthvað annað og meira komi til. Þessu ætla stjórnvöld nú að breyta. Áðurnefnt frumvarp þess efnis á að einfalda kerfið til muna og um leið að hækka lífeyrinn. Ekki ætla ég að dæma kerfi sem enn er ekki komið í gagnið en mér virðast frítekjumörk enn vera of lág. Þá er eftir sú áskorun að oft þarf að klæðaskerasníða vinnuumhverfi og vinnutíma sem hæfir getu, færni og heilsu hvers öryrkja. Misskiljið mig samt ekki, ég fagna þessum áformum, þó ég sé dálítið skeptísk, því þátttaka á vinnumarkaði gæti dregið verulega úr félaglegri einangrun fatlaðs fólks. En störfin, og þá við hæfi, verða að vera til í veruleikanum. Borgararéttindi fatlaðs fólks En skoðum aðeins borgararéttindi fatlaðs fólks. Með hugtakinu er átt við breytingar á formlegri stöðu og réttindum í samfélaginu eins og það birtist t.d.í lögum. Það var ekki fyrr en á níunda og tíunda áratug síðustu aldar sem tímamótalög voru sett um formlega stöðu fatlaðs fólks. Í kjölfar réttindabaráttu þeirra hefur orðið til samfélagsleg viðhorfsbreyting í þeirra garð, en þó er enn víða pottur brotinn. Þrátt fyrir að ýmis mann- og borgararéttindi fatlaðra hafi verið færð í lög hefur barátta þeirra að mörgu leyti verið erfiðari en ófatlaðra. Það á t.d. um hluti sem flestum þykja sjálfsagðir eins og að geta búið í hentugu húsnæði, öðlast menntun, fá fjölbreytt tækifæri á vinnumarkaði og laun í samræmi við það. Þá hefur fatlað fólk lítið komist áfram í stjórnmálum og er sjaldan í öruggum sætum hjá flestum stjórnmálaflokkum. Borgararéttindi fatlaðs fólk til jafns á við ófatlað? Ófatlaðir hafa heilt yfir getað iðkað sín borgararéttindi betur en fatlað fólk. Þau síðarnefndu eiga enn við ramman reip að draga í reynd. Þess vegna göngum við nú á 1.maí undir forgönguborðanum: Sköpum störf við hæfi! Það er fyrst og fremst ákall um möguleikana á að fatlað fólk geti iðkað sín borgararéttindi. Á spjöldum okkar stendur m.a. Atvinnutækifæri, já takk! Aðgengi fyrir öll! og Tækifæri til samfélagsþátttöku! Við viljum að raunverulegar breytingar verði á lífi og högum okkar með frekari atvinnuþátttöku sem byggir á fjölbreyttum og vel launuðum störfum. Í öryrkjum býr nefnilega mikill mannauður! Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkalýðsdagurinn Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Skilgreining fötlunar er breytileg og því er erfitt að segja til um hversu margir einstaklingar í heiminum teljast fatlaðir. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telur að um 13-20% íbúa í hinum vestræna heimi búi við fötlun eða nokkur hundruð milljónir einstaklinga. Með hækkandi aldri, sjúkdóma og árekstra fer sú tala hækkandi. Hluti af fötluðu fólki eru örorkulífeyristakar en hér á landi eru þeir um 19.000 þúsund en í aðildarfélögum ÖBÍ réttindasamtaka eru um 40.000 meðlimir sem eru fatlaðir á einhvern hátt. Almennt vísar örorka til skertrar starfsgetu. Það er því fagnaðarefni að 1.september nk. eiga að koma til framkvæmda lög þar sem kveðið er á um breytingar er varða atvinnuþátttöku og atvinnutekjur öryrkja. Áskorun að klæðskerasníða vinnuumhverfið Framundan eru miklar breytingar varðandi atvinnuþátttöku öryrkja og um leið breyttrar samsetningar örorkulífeyris. Þar eiga atvinnutekjur ekki að skerða örorkulífeyri eins mikið og hingað til hefur verið. Stjórnvöld heita því um leið að gerð verði gangskör að því að skapa fjölbreytt störf fyrir öryrkja en hingað til hafa þau störf sem hafa verið í boði oftar en ekki verið einhæf láglaunastörf. Það hefur lengi verið vitað að fólk með skerta starfsgetu á ekki séns í samfélagi samkeppninnar á vinnumarkaði nema eitthvað annað og meira komi til. Þessu ætla stjórnvöld nú að breyta. Áðurnefnt frumvarp þess efnis á að einfalda kerfið til muna og um leið að hækka lífeyrinn. Ekki ætla ég að dæma kerfi sem enn er ekki komið í gagnið en mér virðast frítekjumörk enn vera of lág. Þá er eftir sú áskorun að oft þarf að klæðaskerasníða vinnuumhverfi og vinnutíma sem hæfir getu, færni og heilsu hvers öryrkja. Misskiljið mig samt ekki, ég fagna þessum áformum, þó ég sé dálítið skeptísk, því þátttaka á vinnumarkaði gæti dregið verulega úr félaglegri einangrun fatlaðs fólks. En störfin, og þá við hæfi, verða að vera til í veruleikanum. Borgararéttindi fatlaðs fólks En skoðum aðeins borgararéttindi fatlaðs fólks. Með hugtakinu er átt við breytingar á formlegri stöðu og réttindum í samfélaginu eins og það birtist t.d.í lögum. Það var ekki fyrr en á níunda og tíunda áratug síðustu aldar sem tímamótalög voru sett um formlega stöðu fatlaðs fólks. Í kjölfar réttindabaráttu þeirra hefur orðið til samfélagsleg viðhorfsbreyting í þeirra garð, en þó er enn víða pottur brotinn. Þrátt fyrir að ýmis mann- og borgararéttindi fatlaðra hafi verið færð í lög hefur barátta þeirra að mörgu leyti verið erfiðari en ófatlaðra. Það á t.d. um hluti sem flestum þykja sjálfsagðir eins og að geta búið í hentugu húsnæði, öðlast menntun, fá fjölbreytt tækifæri á vinnumarkaði og laun í samræmi við það. Þá hefur fatlað fólk lítið komist áfram í stjórnmálum og er sjaldan í öruggum sætum hjá flestum stjórnmálaflokkum. Borgararéttindi fatlaðs fólk til jafns á við ófatlað? Ófatlaðir hafa heilt yfir getað iðkað sín borgararéttindi betur en fatlað fólk. Þau síðarnefndu eiga enn við ramman reip að draga í reynd. Þess vegna göngum við nú á 1.maí undir forgönguborðanum: Sköpum störf við hæfi! Það er fyrst og fremst ákall um möguleikana á að fatlað fólk geti iðkað sín borgararéttindi. Á spjöldum okkar stendur m.a. Atvinnutækifæri, já takk! Aðgengi fyrir öll! og Tækifæri til samfélagsþátttöku! Við viljum að raunverulegar breytingar verði á lífi og högum okkar með frekari atvinnuþátttöku sem byggir á fjölbreyttum og vel launuðum störfum. Í öryrkjum býr nefnilega mikill mannauður! Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun