Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 2. maí 2025 08:01 Auglýsingar SFS um tvöföldun á veiðigjaldi hafa strokið sumum öfugt. Atvinnuvegaráðherra sagðist í viðtali við RÚV á miðvikudaginn ekki skilja auglýsinguna og að ekkert sé í frumvarpi um tvöföldun á veiðigjaldi sem komi í veg fyrir áframhaldandi verðmætasköpun í sjávarútvegi. Hún segir stjórnvöld alls ekki vera að fara neina norska leið. Því er rétt að fara lauslega yfir hvað felst í norsku leiðinni, sem stjórnvöld eru sannanlega að leggja grunn að, og af hverju hún mun draga úr verðmætasköpun. Norska leiðin hefur gefist vel – en ekki í Noregi Gagnrýni á auglýsingu SFS hefur ekki snúið að innihaldi hennar, heldur leikaravali, eins undarlega og það kann að hljóma. Það er miður, þar sem nær ómögulegt hefur reynst að fá stjórnvöld til að ræða efni máls, aðferðafræði skattheimtunnar og afleiðingarnar af tvöföldun hennar. Auglýsingunni var ætlað að varpa ljósi á að norskur veruleiki er ekki vænlegur fyrir íslenskan sjávarútveg eða þjóðarhag. Norska kerfið er gjörólíkt því íslenska. Rekstur fiskvinnslu stendur ekki undir sér og verðmætasköpun í fullvinnslu á fiski er vandfundin. Íslenskur sjávarútvegur er sjálfbær og ein helsta stoð efnahagslegrar velsældar á Íslandi. Það er ekki síst vegna öflugrar fiskvinnslu – fullvinnslu afurða hér heima. Það er þess vegna vandséð að aukin verðmætasköpun verði á Íslandi ef feta á norsku leiðina og í raun má fullyrða að við sem þjóð höfum ekki efni á að fara hana. Hún er með öðrum orðum efnahagslega óskynsamleg. Norskur fiskur er seldur hæstbjóðanda og hafnar æði oft í vinnslum í löndum þar sem launakostnaður er brot af því sem hann er á Íslandi og fjárfestingar í tækjum og markaðsstarfi njóta ríkulegra opinberra styrkja. Norskur sjávarútvegur skapar rúmlega tvöfalt fleiri störf í Evrópusambandslöndum en í Noregi. Það er varla eftirsóknarvert fyrir íslenskan efnahag. Íslenska kerfið skapar verðmæti – á Íslandi Íslenska kerfið er hugsað sem ein heild svo hægt sé að skapa sem mest verðmæti í veiðum og vinnslu, með fullnýtingu, nýsköpun og markaðssetningu. Verðið er ákveðið með aðkomu Verðlagsstofu skiptaverðs sem er opinber stofnun sem hefur eftirlit með því að verðmætum sé rétt skipt og milli sjávarútvegsfyrirtækja og sjómanna. Þar hefur Verðlagsstofa ríkar rannsóknarheimildir. Þá gilda aukinheldur skýr ákvæði tekjuskattslaga um milliverðlagningu í viðskiptum tengdra aðila. Eftir öllu þessu er eðli máls samkvæmt farið. Villandi fullyrðingar um leiðréttingu eru rangar. Fyrirkomulag viðskipta á milli skips og vinnslu er þekkt, öllum ljóst, og miðar að því að skapa sem mest verðmæti sem seitla um allt samfélagið. Þetta er matvælaráðherra vel kunnugt um. Árangurinn af fyrirkomulaginu er sá að íslenskur þorskur er nær allur unninn á Íslandi. Hér skapast þúsundir starfa í kringum greinina og tækifærin til að búa til enn frekari verðmæti eru endalaus. Þar nægir að nefna Marel, Kerecis, ótal tækni- og þjónustuaðila og alla þá nýsköpun sem byggist á aukaafurðum tengdum fiskvinnslu. Tæplega 90 milljarða skattspor sjávarútvegsins árið 2023 grundvallast á þessu fyrirkomulagi, ekki bara fiskveiðunum. Með því að tvöfalda veiðigjald er augljóst að keðjan mun sums staðar slitna því vinnslurnar ráða ekki við verðhækkun á hráefni. Ef fiskurinn er unninn erlendis verður Ísland af miklum verðmætum í formi beinna starfa, afleiddra starfa og skatttekna, auk þess sem grundvöllurinn fyrir nýsköpun veikist mjög. Þetta hefur þegar gerst í Noregi. Áðurnefnd auglýsing dró einmitt fram þessa staðreynd og var ætlað að vekja umræðu um hvort þetta væri skynsamleg leið að fara. Norska leiðin mun hafa áhrif - á landsbyggðinni og í öllu samfélaginu Atvinnuvegaráðherra hefur orðið tíðrætt um að greinin sem heild standi vel og sé því aflögufær. Þar má í fyrsta lagi nefna að arðsemi í sjávarútvegi er rétt í meðallagi miðað við aðrar stórar atvinnugreinar. Þá er staða fyrirtækja æði misjöfn. Þrjú stór sjávarútvegsfyrirtæki eru á hlutabréfamarkaði og nú þegar sjást afleiðingar vegna boðaðrar tvöföldunar á veiðigjaldi. Þetta skiptir máli fyrir almenning því lífeyrissjóðir eiga stóra hluti í þeim félögum fyrir utan hlutabréfaeign einstaklinga. Þetta hefur því strax áhrif á mjög marga. Áhrif á landsbyggðina verða hins vegar mun sýnilegri. Fyrirtæki sem greiða veiðigjald en teljast ekki í hópi þeirra stærstu telja hátt í hundrað. Þau eru öll á landsbyggðinni og eru grunnstoð í hagkerfi sjávarbyggða. Sum þeirra munu ekki þola hækkunina, það verða sameiningar, önnur munu þurfa að draga saman seglin. Loksins erum við að tala um kerfið í heild Það er skiljanlegt að mörgum verði hverft við að sjá tvo Norðmenn furða sig á því hvers vegna íslensk stjórnvöld vilji fara þá leið sem Norðmenn hafa farið. Norskir sérfræðingar hafa í mörg ár talað fyrir því að kerfinu verði breytt svo að vinnslan haldist í landi með þeirri beinu og óbeinu verðmætasköpun sem henni fylgir. Margir þeirra hafa einmitt bent á Ísland sem fyrirmynd. Það hefur reynst nánast ómögulegt að eiga samtal við stjórnvöld um þetta. Því miður mun engin gleði fylgja því að benda á afleiðingarnar síðar meir og minna á að við þeim var varað. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Auglýsingar SFS um tvöföldun á veiðigjaldi hafa strokið sumum öfugt. Atvinnuvegaráðherra sagðist í viðtali við RÚV á miðvikudaginn ekki skilja auglýsinguna og að ekkert sé í frumvarpi um tvöföldun á veiðigjaldi sem komi í veg fyrir áframhaldandi verðmætasköpun í sjávarútvegi. Hún segir stjórnvöld alls ekki vera að fara neina norska leið. Því er rétt að fara lauslega yfir hvað felst í norsku leiðinni, sem stjórnvöld eru sannanlega að leggja grunn að, og af hverju hún mun draga úr verðmætasköpun. Norska leiðin hefur gefist vel – en ekki í Noregi Gagnrýni á auglýsingu SFS hefur ekki snúið að innihaldi hennar, heldur leikaravali, eins undarlega og það kann að hljóma. Það er miður, þar sem nær ómögulegt hefur reynst að fá stjórnvöld til að ræða efni máls, aðferðafræði skattheimtunnar og afleiðingarnar af tvöföldun hennar. Auglýsingunni var ætlað að varpa ljósi á að norskur veruleiki er ekki vænlegur fyrir íslenskan sjávarútveg eða þjóðarhag. Norska kerfið er gjörólíkt því íslenska. Rekstur fiskvinnslu stendur ekki undir sér og verðmætasköpun í fullvinnslu á fiski er vandfundin. Íslenskur sjávarútvegur er sjálfbær og ein helsta stoð efnahagslegrar velsældar á Íslandi. Það er ekki síst vegna öflugrar fiskvinnslu – fullvinnslu afurða hér heima. Það er þess vegna vandséð að aukin verðmætasköpun verði á Íslandi ef feta á norsku leiðina og í raun má fullyrða að við sem þjóð höfum ekki efni á að fara hana. Hún er með öðrum orðum efnahagslega óskynsamleg. Norskur fiskur er seldur hæstbjóðanda og hafnar æði oft í vinnslum í löndum þar sem launakostnaður er brot af því sem hann er á Íslandi og fjárfestingar í tækjum og markaðsstarfi njóta ríkulegra opinberra styrkja. Norskur sjávarútvegur skapar rúmlega tvöfalt fleiri störf í Evrópusambandslöndum en í Noregi. Það er varla eftirsóknarvert fyrir íslenskan efnahag. Íslenska kerfið skapar verðmæti – á Íslandi Íslenska kerfið er hugsað sem ein heild svo hægt sé að skapa sem mest verðmæti í veiðum og vinnslu, með fullnýtingu, nýsköpun og markaðssetningu. Verðið er ákveðið með aðkomu Verðlagsstofu skiptaverðs sem er opinber stofnun sem hefur eftirlit með því að verðmætum sé rétt skipt og milli sjávarútvegsfyrirtækja og sjómanna. Þar hefur Verðlagsstofa ríkar rannsóknarheimildir. Þá gilda aukinheldur skýr ákvæði tekjuskattslaga um milliverðlagningu í viðskiptum tengdra aðila. Eftir öllu þessu er eðli máls samkvæmt farið. Villandi fullyrðingar um leiðréttingu eru rangar. Fyrirkomulag viðskipta á milli skips og vinnslu er þekkt, öllum ljóst, og miðar að því að skapa sem mest verðmæti sem seitla um allt samfélagið. Þetta er matvælaráðherra vel kunnugt um. Árangurinn af fyrirkomulaginu er sá að íslenskur þorskur er nær allur unninn á Íslandi. Hér skapast þúsundir starfa í kringum greinina og tækifærin til að búa til enn frekari verðmæti eru endalaus. Þar nægir að nefna Marel, Kerecis, ótal tækni- og þjónustuaðila og alla þá nýsköpun sem byggist á aukaafurðum tengdum fiskvinnslu. Tæplega 90 milljarða skattspor sjávarútvegsins árið 2023 grundvallast á þessu fyrirkomulagi, ekki bara fiskveiðunum. Með því að tvöfalda veiðigjald er augljóst að keðjan mun sums staðar slitna því vinnslurnar ráða ekki við verðhækkun á hráefni. Ef fiskurinn er unninn erlendis verður Ísland af miklum verðmætum í formi beinna starfa, afleiddra starfa og skatttekna, auk þess sem grundvöllurinn fyrir nýsköpun veikist mjög. Þetta hefur þegar gerst í Noregi. Áðurnefnd auglýsing dró einmitt fram þessa staðreynd og var ætlað að vekja umræðu um hvort þetta væri skynsamleg leið að fara. Norska leiðin mun hafa áhrif - á landsbyggðinni og í öllu samfélaginu Atvinnuvegaráðherra hefur orðið tíðrætt um að greinin sem heild standi vel og sé því aflögufær. Þar má í fyrsta lagi nefna að arðsemi í sjávarútvegi er rétt í meðallagi miðað við aðrar stórar atvinnugreinar. Þá er staða fyrirtækja æði misjöfn. Þrjú stór sjávarútvegsfyrirtæki eru á hlutabréfamarkaði og nú þegar sjást afleiðingar vegna boðaðrar tvöföldunar á veiðigjaldi. Þetta skiptir máli fyrir almenning því lífeyrissjóðir eiga stóra hluti í þeim félögum fyrir utan hlutabréfaeign einstaklinga. Þetta hefur því strax áhrif á mjög marga. Áhrif á landsbyggðina verða hins vegar mun sýnilegri. Fyrirtæki sem greiða veiðigjald en teljast ekki í hópi þeirra stærstu telja hátt í hundrað. Þau eru öll á landsbyggðinni og eru grunnstoð í hagkerfi sjávarbyggða. Sum þeirra munu ekki þola hækkunina, það verða sameiningar, önnur munu þurfa að draga saman seglin. Loksins erum við að tala um kerfið í heild Það er skiljanlegt að mörgum verði hverft við að sjá tvo Norðmenn furða sig á því hvers vegna íslensk stjórnvöld vilji fara þá leið sem Norðmenn hafa farið. Norskir sérfræðingar hafa í mörg ár talað fyrir því að kerfinu verði breytt svo að vinnslan haldist í landi með þeirri beinu og óbeinu verðmætasköpun sem henni fylgir. Margir þeirra hafa einmitt bent á Ísland sem fyrirmynd. Það hefur reynst nánast ómögulegt að eiga samtal við stjórnvöld um þetta. Því miður mun engin gleði fylgja því að benda á afleiðingarnar síðar meir og minna á að við þeim var varað. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun