Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. maí 2025 13:23 Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur haft styrkjamálið svokallaða til meðferðar undanfarna mánuði. Vísir/Vilhelm Umfjöllun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um styrkjamálið svokallaða er komin langt á veg og búast má við niðurstöðu nefndarinnar með vorinu. Opinn fundur var haldinn í byrjun marsmánaðar þar sem Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra sat fyrir svörum. Kom þá fram að enginn stjórnmálaflokkur hafi uppfyllt skilyrði nýrra laga um skráningu flokka þegar fyrstu styrkirnir voru greiddir út eftir breytingu. Góður gangur hefur verið á málinu að sögn Vilhjálms Árnasonar, formanns stjórnskipunar og eftirlitsnefndar. „Það hefur verið góður gangur í því og við erum búin að fá fjölda gesta og fara yfir bæði ákvörðun fjármálaréðherra að krefjast ekki endurgreiðslu en líka hvernig lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka er fylgt eftir í stjórnsýslunni,“ segir Vilhjálmur. Lögunum var breytt í janúar 2022 og var þá gerð krafa um að skráning stjórnmálaflokka í svokallaðri stjórnmálasamtakaskrá yrði skilyrði fyrir opinberum styrkjum til þeirra. Enginn flokka uppfyllti skilyrðin en Viðreisn og Samfylking breyttu skráningu í febrúar 2022, Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Píratar í apríl sama ár, Miðflokkur og Sósíalistaflokkur árið 2023 og Vinstri græn árið 2024. Flokkur fólksins var síðastur til að breyta skráningunni, sem var gert fyrr á þessu ári. Fjármálaráðherra hefur sagt að ráðuneytið hefði ekki átt að greiða út styrki fyrr en flokkarnir voru búnir að uppfylla ný skilyrði. Hann hefur farið þess á leit að ríkisendurskoðun rannsaki málið. Vilhjálmur segir að enn eigi eftir að kalla eftir einhverjum gögnum í málinu en því fari senn að ljúka. „Undirbúningur að einhverri niðurstöðu í það mál er að öðru leyti langt kominn,“ segir Vilhjálmur. Hvenær má búast við henni? „Núna með vorinu einhvern tíma.“ Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Fjármálaráðherra tæki fegins hendi við 170 milljónum króna sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk greiddar í ríkisstyrk árið 2022 án þess að hafa uppfyllt skilyrði laga um skráningu í stjórnmálasamtakaskrá hjá ríkisskattstjóra. Það gæti þó reynst snúið í útfærslu. 3. mars 2025 13:41 Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Fjármála- og efnahagsráðherra hefur farið þess á leit við Ríkisendurskoðun að hún kanni og leggi mat á stjórnsýslulega framkvæmd og úrvinnslu ráðuneytisins vegna verklags í tengslum við greiðslu framlaga til stjórnmálasamtaka eftir að ljóst varð um ágalla á framkvæmd greiðslna. 25. febrúar 2025 12:25 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira
Opinn fundur var haldinn í byrjun marsmánaðar þar sem Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra sat fyrir svörum. Kom þá fram að enginn stjórnmálaflokkur hafi uppfyllt skilyrði nýrra laga um skráningu flokka þegar fyrstu styrkirnir voru greiddir út eftir breytingu. Góður gangur hefur verið á málinu að sögn Vilhjálms Árnasonar, formanns stjórnskipunar og eftirlitsnefndar. „Það hefur verið góður gangur í því og við erum búin að fá fjölda gesta og fara yfir bæði ákvörðun fjármálaréðherra að krefjast ekki endurgreiðslu en líka hvernig lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka er fylgt eftir í stjórnsýslunni,“ segir Vilhjálmur. Lögunum var breytt í janúar 2022 og var þá gerð krafa um að skráning stjórnmálaflokka í svokallaðri stjórnmálasamtakaskrá yrði skilyrði fyrir opinberum styrkjum til þeirra. Enginn flokka uppfyllti skilyrðin en Viðreisn og Samfylking breyttu skráningu í febrúar 2022, Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Píratar í apríl sama ár, Miðflokkur og Sósíalistaflokkur árið 2023 og Vinstri græn árið 2024. Flokkur fólksins var síðastur til að breyta skráningunni, sem var gert fyrr á þessu ári. Fjármálaráðherra hefur sagt að ráðuneytið hefði ekki átt að greiða út styrki fyrr en flokkarnir voru búnir að uppfylla ný skilyrði. Hann hefur farið þess á leit að ríkisendurskoðun rannsaki málið. Vilhjálmur segir að enn eigi eftir að kalla eftir einhverjum gögnum í málinu en því fari senn að ljúka. „Undirbúningur að einhverri niðurstöðu í það mál er að öðru leyti langt kominn,“ segir Vilhjálmur. Hvenær má búast við henni? „Núna með vorinu einhvern tíma.“
Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Fjármálaráðherra tæki fegins hendi við 170 milljónum króna sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk greiddar í ríkisstyrk árið 2022 án þess að hafa uppfyllt skilyrði laga um skráningu í stjórnmálasamtakaskrá hjá ríkisskattstjóra. Það gæti þó reynst snúið í útfærslu. 3. mars 2025 13:41 Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Fjármála- og efnahagsráðherra hefur farið þess á leit við Ríkisendurskoðun að hún kanni og leggi mat á stjórnsýslulega framkvæmd og úrvinnslu ráðuneytisins vegna verklags í tengslum við greiðslu framlaga til stjórnmálasamtaka eftir að ljóst varð um ágalla á framkvæmd greiðslna. 25. febrúar 2025 12:25 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira
Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Fjármálaráðherra tæki fegins hendi við 170 milljónum króna sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk greiddar í ríkisstyrk árið 2022 án þess að hafa uppfyllt skilyrði laga um skráningu í stjórnmálasamtakaskrá hjá ríkisskattstjóra. Það gæti þó reynst snúið í útfærslu. 3. mars 2025 13:41
Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Fjármála- og efnahagsráðherra hefur farið þess á leit við Ríkisendurskoðun að hún kanni og leggi mat á stjórnsýslulega framkvæmd og úrvinnslu ráðuneytisins vegna verklags í tengslum við greiðslu framlaga til stjórnmálasamtaka eftir að ljóst varð um ágalla á framkvæmd greiðslna. 25. febrúar 2025 12:25