Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. maí 2025 17:22 Meistaraflokkur karla á æfingu í Grindavík. Vísir/Aron Ungmennafélagið Grindavík mun snúa aftur til Grindavíkur. Munu meistaraflokkar í fótbolta og körfubolta leika leiki sína, allavega að hluta, innan bæjarmarkanna á þessu ári. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu. Ekki er langt síðan Haukur Guðberg Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, greindi frá því að það væri stefnt að því að spila á Stakkavíkurvelli í sumar. Kom fjöldi sjálfboðaliða saman á sumardaginn fyrsta til að gera völlinn leikhæfan en ekki hefur farið fram íþróttakappleikur í bænum í 18 mánuði. Nú er ljóst að ásamt því að meistaraflokkar Grindavíkur í fótbolta munu leika heimaleiki sína í Grindavík munu körfuboltalið bæjarins leika hluta heimaleikja sinna á næstu leiktíð í bænum. „Heimkoma íþróttaliðanna er stórt og táknrænt skref á heimleið okkar allra,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu Ungmennafélags Grindavíkur og Grindavíkurbæjar. Þar segir einnig: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar og elju samfélagsins.“ Undir yfirlýsinguna skrifar Haukur Guðberg fyrir hönd knattspyrnudeildar félagsins, Ingibergur Þór Jónasson fyrir hönd körfuknattleiksdeildar, Klara Bjarnadóttir – formaður UMFG og Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér að neðan. Sameiginleg yfirlýsing Ungmennafélags Grindavíkur og Grindavíkurbæjar um heimkomu meistaraflokka UMFG í körfubolta og fótbolta. Skýr og einlægur vilji okkar Grindvíkinga er að íþróttaliðin okkar leiki heimaleiki sína í Grindavík á ný. Knattspyrnudeild UMFG mun leika heimaleiki sína í Grindavík í sumar og körfuknattleiksdeildin mun a.m.k. leika hluta af sínum heimaleikjum í Grindavík næsta vetur. Heimkoma íþróttaliðanna er stórt og táknrænt skref á heimleið okkar allra. Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar og elju samfélagsins. Það er öllum ljóst að það verður stór stund þegar hjartsláttur samfélagsins slær í takt við trommurnar á heimavelli í Grindavík. Það liggur í loftinu að við eigum eftir að vinna stóra sigra heima í Grindavík og þá er stemmingin engri annarri lík. Við viljum færa innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu íþróttafélaga, sveitarfélaga, þjálfara og sjálfboðaliða um land allt sem hafa opnað faðminn fyrir grindvísku íþróttafólki á öllum aldri og veitt skjól á erfiðum tímum. Ykkar hlýja móttaka og stuðningur skipta sköpum, ekki aðeins fyrir æfingar og keppnir, heldur líka fyrir þau ómetanlegu félagslegu tengsl sem íþróttir skapa og styrkja. Þið hafið átt stóran þátt í að gera þessa heimkomu að veruleika. Grindavíkurbær mun á næstu misserum leggja áherslu á viðgerðir og endurbætur á íþróttamannvirkjum bæjarins. Stefnt er á að skapa öruggt, aðlaðandi og metnaðarfullt umhverfi fyrir keppendur, áhorfendur og sjálfboðaliða. Við ítrekum að öryggi allra sem sækja íþróttviðburði í Grindavík verður ætið í forgangi. Áfram Grindavík! Fótbolti Körfubolti UMF Grindavík Grindavík Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár Sjá meira
Ekki er langt síðan Haukur Guðberg Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, greindi frá því að það væri stefnt að því að spila á Stakkavíkurvelli í sumar. Kom fjöldi sjálfboðaliða saman á sumardaginn fyrsta til að gera völlinn leikhæfan en ekki hefur farið fram íþróttakappleikur í bænum í 18 mánuði. Nú er ljóst að ásamt því að meistaraflokkar Grindavíkur í fótbolta munu leika heimaleiki sína í Grindavík munu körfuboltalið bæjarins leika hluta heimaleikja sinna á næstu leiktíð í bænum. „Heimkoma íþróttaliðanna er stórt og táknrænt skref á heimleið okkar allra,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu Ungmennafélags Grindavíkur og Grindavíkurbæjar. Þar segir einnig: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar og elju samfélagsins.“ Undir yfirlýsinguna skrifar Haukur Guðberg fyrir hönd knattspyrnudeildar félagsins, Ingibergur Þór Jónasson fyrir hönd körfuknattleiksdeildar, Klara Bjarnadóttir – formaður UMFG og Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér að neðan. Sameiginleg yfirlýsing Ungmennafélags Grindavíkur og Grindavíkurbæjar um heimkomu meistaraflokka UMFG í körfubolta og fótbolta. Skýr og einlægur vilji okkar Grindvíkinga er að íþróttaliðin okkar leiki heimaleiki sína í Grindavík á ný. Knattspyrnudeild UMFG mun leika heimaleiki sína í Grindavík í sumar og körfuknattleiksdeildin mun a.m.k. leika hluta af sínum heimaleikjum í Grindavík næsta vetur. Heimkoma íþróttaliðanna er stórt og táknrænt skref á heimleið okkar allra. Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar og elju samfélagsins. Það er öllum ljóst að það verður stór stund þegar hjartsláttur samfélagsins slær í takt við trommurnar á heimavelli í Grindavík. Það liggur í loftinu að við eigum eftir að vinna stóra sigra heima í Grindavík og þá er stemmingin engri annarri lík. Við viljum færa innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu íþróttafélaga, sveitarfélaga, þjálfara og sjálfboðaliða um land allt sem hafa opnað faðminn fyrir grindvísku íþróttafólki á öllum aldri og veitt skjól á erfiðum tímum. Ykkar hlýja móttaka og stuðningur skipta sköpum, ekki aðeins fyrir æfingar og keppnir, heldur líka fyrir þau ómetanlegu félagslegu tengsl sem íþróttir skapa og styrkja. Þið hafið átt stóran þátt í að gera þessa heimkomu að veruleika. Grindavíkurbær mun á næstu misserum leggja áherslu á viðgerðir og endurbætur á íþróttamannvirkjum bæjarins. Stefnt er á að skapa öruggt, aðlaðandi og metnaðarfullt umhverfi fyrir keppendur, áhorfendur og sjálfboðaliða. Við ítrekum að öryggi allra sem sækja íþróttviðburði í Grindavík verður ætið í forgangi. Áfram Grindavík!
Sameiginleg yfirlýsing Ungmennafélags Grindavíkur og Grindavíkurbæjar um heimkomu meistaraflokka UMFG í körfubolta og fótbolta. Skýr og einlægur vilji okkar Grindvíkinga er að íþróttaliðin okkar leiki heimaleiki sína í Grindavík á ný. Knattspyrnudeild UMFG mun leika heimaleiki sína í Grindavík í sumar og körfuknattleiksdeildin mun a.m.k. leika hluta af sínum heimaleikjum í Grindavík næsta vetur. Heimkoma íþróttaliðanna er stórt og táknrænt skref á heimleið okkar allra. Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar og elju samfélagsins. Það er öllum ljóst að það verður stór stund þegar hjartsláttur samfélagsins slær í takt við trommurnar á heimavelli í Grindavík. Það liggur í loftinu að við eigum eftir að vinna stóra sigra heima í Grindavík og þá er stemmingin engri annarri lík. Við viljum færa innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu íþróttafélaga, sveitarfélaga, þjálfara og sjálfboðaliða um land allt sem hafa opnað faðminn fyrir grindvísku íþróttafólki á öllum aldri og veitt skjól á erfiðum tímum. Ykkar hlýja móttaka og stuðningur skipta sköpum, ekki aðeins fyrir æfingar og keppnir, heldur líka fyrir þau ómetanlegu félagslegu tengsl sem íþróttir skapa og styrkja. Þið hafið átt stóran þátt í að gera þessa heimkomu að veruleika. Grindavíkurbær mun á næstu misserum leggja áherslu á viðgerðir og endurbætur á íþróttamannvirkjum bæjarins. Stefnt er á að skapa öruggt, aðlaðandi og metnaðarfullt umhverfi fyrir keppendur, áhorfendur og sjálfboðaliða. Við ítrekum að öryggi allra sem sækja íþróttviðburði í Grindavík verður ætið í forgangi. Áfram Grindavík!
Fótbolti Körfubolti UMF Grindavík Grindavík Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár Sjá meira