Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. maí 2025 17:22 Meistaraflokkur karla á æfingu í Grindavík. Vísir/Aron Ungmennafélagið Grindavík mun snúa aftur til Grindavíkur. Munu meistaraflokkar í fótbolta og körfubolta leika leiki sína, allavega að hluta, innan bæjarmarkanna á þessu ári. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu. Ekki er langt síðan Haukur Guðberg Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, greindi frá því að það væri stefnt að því að spila á Stakkavíkurvelli í sumar. Kom fjöldi sjálfboðaliða saman á sumardaginn fyrsta til að gera völlinn leikhæfan en ekki hefur farið fram íþróttakappleikur í bænum í 18 mánuði. Nú er ljóst að ásamt því að meistaraflokkar Grindavíkur í fótbolta munu leika heimaleiki sína í Grindavík munu körfuboltalið bæjarins leika hluta heimaleikja sinna á næstu leiktíð í bænum. „Heimkoma íþróttaliðanna er stórt og táknrænt skref á heimleið okkar allra,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu Ungmennafélags Grindavíkur og Grindavíkurbæjar. Þar segir einnig: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar og elju samfélagsins.“ Undir yfirlýsinguna skrifar Haukur Guðberg fyrir hönd knattspyrnudeildar félagsins, Ingibergur Þór Jónasson fyrir hönd körfuknattleiksdeildar, Klara Bjarnadóttir – formaður UMFG og Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér að neðan. Sameiginleg yfirlýsing Ungmennafélags Grindavíkur og Grindavíkurbæjar um heimkomu meistaraflokka UMFG í körfubolta og fótbolta. Skýr og einlægur vilji okkar Grindvíkinga er að íþróttaliðin okkar leiki heimaleiki sína í Grindavík á ný. Knattspyrnudeild UMFG mun leika heimaleiki sína í Grindavík í sumar og körfuknattleiksdeildin mun a.m.k. leika hluta af sínum heimaleikjum í Grindavík næsta vetur. Heimkoma íþróttaliðanna er stórt og táknrænt skref á heimleið okkar allra. Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar og elju samfélagsins. Það er öllum ljóst að það verður stór stund þegar hjartsláttur samfélagsins slær í takt við trommurnar á heimavelli í Grindavík. Það liggur í loftinu að við eigum eftir að vinna stóra sigra heima í Grindavík og þá er stemmingin engri annarri lík. Við viljum færa innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu íþróttafélaga, sveitarfélaga, þjálfara og sjálfboðaliða um land allt sem hafa opnað faðminn fyrir grindvísku íþróttafólki á öllum aldri og veitt skjól á erfiðum tímum. Ykkar hlýja móttaka og stuðningur skipta sköpum, ekki aðeins fyrir æfingar og keppnir, heldur líka fyrir þau ómetanlegu félagslegu tengsl sem íþróttir skapa og styrkja. Þið hafið átt stóran þátt í að gera þessa heimkomu að veruleika. Grindavíkurbær mun á næstu misserum leggja áherslu á viðgerðir og endurbætur á íþróttamannvirkjum bæjarins. Stefnt er á að skapa öruggt, aðlaðandi og metnaðarfullt umhverfi fyrir keppendur, áhorfendur og sjálfboðaliða. Við ítrekum að öryggi allra sem sækja íþróttviðburði í Grindavík verður ætið í forgangi. Áfram Grindavík! Fótbolti Körfubolti UMF Grindavík Grindavík Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Ekki er langt síðan Haukur Guðberg Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, greindi frá því að það væri stefnt að því að spila á Stakkavíkurvelli í sumar. Kom fjöldi sjálfboðaliða saman á sumardaginn fyrsta til að gera völlinn leikhæfan en ekki hefur farið fram íþróttakappleikur í bænum í 18 mánuði. Nú er ljóst að ásamt því að meistaraflokkar Grindavíkur í fótbolta munu leika heimaleiki sína í Grindavík munu körfuboltalið bæjarins leika hluta heimaleikja sinna á næstu leiktíð í bænum. „Heimkoma íþróttaliðanna er stórt og táknrænt skref á heimleið okkar allra,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu Ungmennafélags Grindavíkur og Grindavíkurbæjar. Þar segir einnig: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar og elju samfélagsins.“ Undir yfirlýsinguna skrifar Haukur Guðberg fyrir hönd knattspyrnudeildar félagsins, Ingibergur Þór Jónasson fyrir hönd körfuknattleiksdeildar, Klara Bjarnadóttir – formaður UMFG og Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér að neðan. Sameiginleg yfirlýsing Ungmennafélags Grindavíkur og Grindavíkurbæjar um heimkomu meistaraflokka UMFG í körfubolta og fótbolta. Skýr og einlægur vilji okkar Grindvíkinga er að íþróttaliðin okkar leiki heimaleiki sína í Grindavík á ný. Knattspyrnudeild UMFG mun leika heimaleiki sína í Grindavík í sumar og körfuknattleiksdeildin mun a.m.k. leika hluta af sínum heimaleikjum í Grindavík næsta vetur. Heimkoma íþróttaliðanna er stórt og táknrænt skref á heimleið okkar allra. Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar og elju samfélagsins. Það er öllum ljóst að það verður stór stund þegar hjartsláttur samfélagsins slær í takt við trommurnar á heimavelli í Grindavík. Það liggur í loftinu að við eigum eftir að vinna stóra sigra heima í Grindavík og þá er stemmingin engri annarri lík. Við viljum færa innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu íþróttafélaga, sveitarfélaga, þjálfara og sjálfboðaliða um land allt sem hafa opnað faðminn fyrir grindvísku íþróttafólki á öllum aldri og veitt skjól á erfiðum tímum. Ykkar hlýja móttaka og stuðningur skipta sköpum, ekki aðeins fyrir æfingar og keppnir, heldur líka fyrir þau ómetanlegu félagslegu tengsl sem íþróttir skapa og styrkja. Þið hafið átt stóran þátt í að gera þessa heimkomu að veruleika. Grindavíkurbær mun á næstu misserum leggja áherslu á viðgerðir og endurbætur á íþróttamannvirkjum bæjarins. Stefnt er á að skapa öruggt, aðlaðandi og metnaðarfullt umhverfi fyrir keppendur, áhorfendur og sjálfboðaliða. Við ítrekum að öryggi allra sem sækja íþróttviðburði í Grindavík verður ætið í forgangi. Áfram Grindavík!
Sameiginleg yfirlýsing Ungmennafélags Grindavíkur og Grindavíkurbæjar um heimkomu meistaraflokka UMFG í körfubolta og fótbolta. Skýr og einlægur vilji okkar Grindvíkinga er að íþróttaliðin okkar leiki heimaleiki sína í Grindavík á ný. Knattspyrnudeild UMFG mun leika heimaleiki sína í Grindavík í sumar og körfuknattleiksdeildin mun a.m.k. leika hluta af sínum heimaleikjum í Grindavík næsta vetur. Heimkoma íþróttaliðanna er stórt og táknrænt skref á heimleið okkar allra. Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar og elju samfélagsins. Það er öllum ljóst að það verður stór stund þegar hjartsláttur samfélagsins slær í takt við trommurnar á heimavelli í Grindavík. Það liggur í loftinu að við eigum eftir að vinna stóra sigra heima í Grindavík og þá er stemmingin engri annarri lík. Við viljum færa innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu íþróttafélaga, sveitarfélaga, þjálfara og sjálfboðaliða um land allt sem hafa opnað faðminn fyrir grindvísku íþróttafólki á öllum aldri og veitt skjól á erfiðum tímum. Ykkar hlýja móttaka og stuðningur skipta sköpum, ekki aðeins fyrir æfingar og keppnir, heldur líka fyrir þau ómetanlegu félagslegu tengsl sem íþróttir skapa og styrkja. Þið hafið átt stóran þátt í að gera þessa heimkomu að veruleika. Grindavíkurbær mun á næstu misserum leggja áherslu á viðgerðir og endurbætur á íþróttamannvirkjum bæjarins. Stefnt er á að skapa öruggt, aðlaðandi og metnaðarfullt umhverfi fyrir keppendur, áhorfendur og sjálfboðaliða. Við ítrekum að öryggi allra sem sækja íþróttviðburði í Grindavík verður ætið í forgangi. Áfram Grindavík!
Fótbolti Körfubolti UMF Grindavík Grindavík Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira