Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar 1. maí 2025 18:02 Þann 1. maí 2004 gengu tíu ný ríki í Evrópusambandið. Þetta voru Eistland, Lettland, Litháen, Pólland, Tékkland, Slóvakía, Ungverjaland, Slóvenía, Malta og Kýpur. Þetta var stærsta stækkun sambandsins í sögunni og um leið táknræn sameining Evrópu eftir áratugi aðskilnaðar milli austurs og vesturs. Í dag, 21 ári síðar, er ljóst að þessi stækkun hefur haft gríðarleg jákvæð áhrif – ekki aðeins á nýju aðildarríkin, heldur einnig á álfuna í heild sinni.Sé litið til efnahagsvaxtar er ljóst að stækkunin hefur verið fullkomin sigursaga. Til dæmis hefur Pólland, stærsta ríkið í umræddri stækkunarlotu nánast þrefaldað landsframleiðslu á mann frá árinu 2004. Eystrasaltsríkin hafa fest sig í sessi sem öflug og nútímaleg hagkerfi, og traustur samstarfsaðili okkar Íslendinga á alþjóðavísu. Flest ríkja í umræddri stækkunarlotu hafa nálgast eða jafnvel náð meðaltekjum eldri aðildarríkja ESB. Þannig er verg landsframleiðsla á mann nú hærri í Slóveníu en á Spáni eða í Portúgal.Stækkun ESB opnaði ótalmörg tækifæri, jafnt fyrir fólk sem fyrirtæki um alla Evrópu. Hún opnaði á aðgang að innri markaði, hún liðkaði fyrir fjárfestingum þvert á landamæri og tryggði frelsi fólks til að starfa og ferðast og alla Evrópu. Það er þess vegna full ástæða til að fagna þessum tímamótum. Evrópuhugsjónin hefur sannað gildi sitt. Hugsjón sem tryggir frelsi fólks og bætir lífsgæði hjá fjölda þjóða er hugsjón sem er þess virði að berjast fyrir. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Evrópusambandið Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 1. maí 2004 gengu tíu ný ríki í Evrópusambandið. Þetta voru Eistland, Lettland, Litháen, Pólland, Tékkland, Slóvakía, Ungverjaland, Slóvenía, Malta og Kýpur. Þetta var stærsta stækkun sambandsins í sögunni og um leið táknræn sameining Evrópu eftir áratugi aðskilnaðar milli austurs og vesturs. Í dag, 21 ári síðar, er ljóst að þessi stækkun hefur haft gríðarleg jákvæð áhrif – ekki aðeins á nýju aðildarríkin, heldur einnig á álfuna í heild sinni.Sé litið til efnahagsvaxtar er ljóst að stækkunin hefur verið fullkomin sigursaga. Til dæmis hefur Pólland, stærsta ríkið í umræddri stækkunarlotu nánast þrefaldað landsframleiðslu á mann frá árinu 2004. Eystrasaltsríkin hafa fest sig í sessi sem öflug og nútímaleg hagkerfi, og traustur samstarfsaðili okkar Íslendinga á alþjóðavísu. Flest ríkja í umræddri stækkunarlotu hafa nálgast eða jafnvel náð meðaltekjum eldri aðildarríkja ESB. Þannig er verg landsframleiðsla á mann nú hærri í Slóveníu en á Spáni eða í Portúgal.Stækkun ESB opnaði ótalmörg tækifæri, jafnt fyrir fólk sem fyrirtæki um alla Evrópu. Hún opnaði á aðgang að innri markaði, hún liðkaði fyrir fjárfestingum þvert á landamæri og tryggði frelsi fólks til að starfa og ferðast og alla Evrópu. Það er þess vegna full ástæða til að fagna þessum tímamótum. Evrópuhugsjónin hefur sannað gildi sitt. Hugsjón sem tryggir frelsi fólks og bætir lífsgæði hjá fjölda þjóða er hugsjón sem er þess virði að berjast fyrir. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar