Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar 2. maí 2025 07:32 Ríkisstjórnin, og þá sérstaklega Viðreisn sem fer með dómsmálaráðuneytið, hefur lagt mikla áherslu á að fjölga lögreglumönnum um fimmtíu strax á þessu ári. Þó að það sé vissulega skref í rétta átt fyrir öryggi borgaranna, þá er ljóst að þetta er ekki nægjanlegt ef á sama tíma er hætt við inntökupróf í sérsveit ríkislögreglustjóra vegna fjárskorts, sem er raunin. Við blasir skýrt öryggisvandamál. Sérsveit ríkislögreglustjóra er sú eining sem við treystum á þegar hættulegustu og viðkvæmustu verkefnin koma upp – vopnuð útköll, stórslys, hryðjuverkaógnir og aðrir alvarlegir atburðir. Á sama tíma og verkefnin hafa margfaldast á síðustu árum eru aðeins 47 manns starfandi í sveitinni í dag – níu færri en þörf er á. Árið 2023 sinnti sérsveitin 461 útkalli. Frá 2013 til 2023 hafa þau verið rúmlega tvö þúsund. Þetta eru staðreyndir sem ættu að hringja öllum viðvörunarbjöllum. Það er einfaldlega ekki í lagi að fimmtíu lögreglumenn sem hafa varið heilum vetri í undirbúning fyrir inntökupróf þurfi nú að bíða heilan vetur til viðbótar vegna þess að fjármagnið vantar. Þegar að ríkisstjórnin samþykkti aðgerðir um fjölgun lögreglumanna var m.a. sagt í tilkynningu hennar að vopnaburður almennings hefur aukist og þar er engu logið. En hver er kölluð út þegar um vopnaburð er að ræða? Það er einmitt undirmönnuð sérsveitin. Það stenst ekki að tala fyrir auknu öryggi og styrkingu löggæslu einn daginn og draga síðan úr einni burðarstoð hennar þann næsta. Ef við viljum raunverulega efla öryggismál landsins, þá þarf það að gerast víðar en í blaðaútspilum. Sérsveitin þarf að vera vel mönnuð, vel búin og vel undirbúin. Öryggi borgaranna krefst þess. Ég skora á dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra að stíga inn í málið og tryggja að inntökuprófið fari fram í sumar. Það er ekki forsvaranlegt að láta fjárskort stöðva eðlilega uppbyggingu öryggiskerfisins. Höfundur er varaformaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jens Garðar Helgason Lögreglan Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin, og þá sérstaklega Viðreisn sem fer með dómsmálaráðuneytið, hefur lagt mikla áherslu á að fjölga lögreglumönnum um fimmtíu strax á þessu ári. Þó að það sé vissulega skref í rétta átt fyrir öryggi borgaranna, þá er ljóst að þetta er ekki nægjanlegt ef á sama tíma er hætt við inntökupróf í sérsveit ríkislögreglustjóra vegna fjárskorts, sem er raunin. Við blasir skýrt öryggisvandamál. Sérsveit ríkislögreglustjóra er sú eining sem við treystum á þegar hættulegustu og viðkvæmustu verkefnin koma upp – vopnuð útköll, stórslys, hryðjuverkaógnir og aðrir alvarlegir atburðir. Á sama tíma og verkefnin hafa margfaldast á síðustu árum eru aðeins 47 manns starfandi í sveitinni í dag – níu færri en þörf er á. Árið 2023 sinnti sérsveitin 461 útkalli. Frá 2013 til 2023 hafa þau verið rúmlega tvö þúsund. Þetta eru staðreyndir sem ættu að hringja öllum viðvörunarbjöllum. Það er einfaldlega ekki í lagi að fimmtíu lögreglumenn sem hafa varið heilum vetri í undirbúning fyrir inntökupróf þurfi nú að bíða heilan vetur til viðbótar vegna þess að fjármagnið vantar. Þegar að ríkisstjórnin samþykkti aðgerðir um fjölgun lögreglumanna var m.a. sagt í tilkynningu hennar að vopnaburður almennings hefur aukist og þar er engu logið. En hver er kölluð út þegar um vopnaburð er að ræða? Það er einmitt undirmönnuð sérsveitin. Það stenst ekki að tala fyrir auknu öryggi og styrkingu löggæslu einn daginn og draga síðan úr einni burðarstoð hennar þann næsta. Ef við viljum raunverulega efla öryggismál landsins, þá þarf það að gerast víðar en í blaðaútspilum. Sérsveitin þarf að vera vel mönnuð, vel búin og vel undirbúin. Öryggi borgaranna krefst þess. Ég skora á dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra að stíga inn í málið og tryggja að inntökuprófið fari fram í sumar. Það er ekki forsvaranlegt að láta fjárskort stöðva eðlilega uppbyggingu öryggiskerfisins. Höfundur er varaformaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar