Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. maí 2025 23:54 Allt að átján milljón Ástralar ganga að kjörborðinu í dag. EPA Kjördagur er runninn upp í Ástralíu. Von er á æsispennandi þingkosningum í skugga Trump-tolla, loftslagsvár, sem hefur undanfarin ár látið á sér kræla í landinu, og kreppu á húsnæðismarkaði. Anthony Albanese sitjandi forsætisráðherra og oddviti verkamannaflokksins sækist eftir endurkjöri en hans helsti keppinautur er Peter Dutton oddviti frjálslynda íhaldsflokksins. Ef marka má skoðanakannanir er harður bardagi í vændum og búist er við að mjótt verði á munum. Sekt fyrir að kjósa ekki Albanese hefur í stjórnartíð sinni lagt áherslu á umhverfismál og bætt alþjóðatengsl. Vinsældir hans hafa þó dvínað og hann verið gagnrýndur fyrir aðgerðarleysi í þeim málefnum sem efst voru á baugi í kosningabaráttunni, til að mynda húsnæðismálum, yfirstandandi lífskjarakreppu og heilbrigðismálum. Dutton hefur einna helst látið til sín taka í umræðu um vókisma, hefur sagt ástralska þjóðfélagið of umburðarlynt og að hann berjist fyrir „hinu gleymda fólki“ í Ástralíu sem væri komið með nóg af pólitískum rétttrúnaði. Þá hyggst hann taka til í innflytjendamálum. Brimbrettaköppum á Bondi ströndinni í Sydney þótti óþarfi að klæða sig áður en haldið var á kjörstað. EPA Samkvæmt fréttavakt BBC liggja viðskiptatengsl við Bandaríkin einnig þungt á kjósendum í kosningunum en rúmur mánuður er síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði tollahækkanir á Ástrali. Áður en Trump var settur í embættið var íhaldsflokknum spáð öruggum sigri en eftir rúmlega hundrað daga embættissetu eru horfurnar ekki jafn góðar fyrir flokkinn. Í umfjöllun NBC segir að kjósendur treysti frambjóðendum flokksins ekki jafn vel til að takast á við Bandaríkjastjórn Trump og öðrum frambjóðendum. Þess vegna hafi fylgi dalað undanfarnar vikur. Búist er við allt að 90 prósent kjörsókn, en þeir sem ekki mæta á kjörstað fá sekt upp á 20 ástralska dali, sem samsvara um 1700 krónum. Einhverjir dagar ef ekki vikur eru þangað til niðurstaðna er að vænta. Ástralía Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Albanese boðar til þingkosninga Forsætisráðherra Ástralíu hefur boðað til þingkosninga í landinu og munu kjósendur þar ganga að kjörborðinu þann 3. maí næstkomandi. 28. mars 2025 07:54 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Sjá meira
Anthony Albanese sitjandi forsætisráðherra og oddviti verkamannaflokksins sækist eftir endurkjöri en hans helsti keppinautur er Peter Dutton oddviti frjálslynda íhaldsflokksins. Ef marka má skoðanakannanir er harður bardagi í vændum og búist er við að mjótt verði á munum. Sekt fyrir að kjósa ekki Albanese hefur í stjórnartíð sinni lagt áherslu á umhverfismál og bætt alþjóðatengsl. Vinsældir hans hafa þó dvínað og hann verið gagnrýndur fyrir aðgerðarleysi í þeim málefnum sem efst voru á baugi í kosningabaráttunni, til að mynda húsnæðismálum, yfirstandandi lífskjarakreppu og heilbrigðismálum. Dutton hefur einna helst látið til sín taka í umræðu um vókisma, hefur sagt ástralska þjóðfélagið of umburðarlynt og að hann berjist fyrir „hinu gleymda fólki“ í Ástralíu sem væri komið með nóg af pólitískum rétttrúnaði. Þá hyggst hann taka til í innflytjendamálum. Brimbrettaköppum á Bondi ströndinni í Sydney þótti óþarfi að klæða sig áður en haldið var á kjörstað. EPA Samkvæmt fréttavakt BBC liggja viðskiptatengsl við Bandaríkin einnig þungt á kjósendum í kosningunum en rúmur mánuður er síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði tollahækkanir á Ástrali. Áður en Trump var settur í embættið var íhaldsflokknum spáð öruggum sigri en eftir rúmlega hundrað daga embættissetu eru horfurnar ekki jafn góðar fyrir flokkinn. Í umfjöllun NBC segir að kjósendur treysti frambjóðendum flokksins ekki jafn vel til að takast á við Bandaríkjastjórn Trump og öðrum frambjóðendum. Þess vegna hafi fylgi dalað undanfarnar vikur. Búist er við allt að 90 prósent kjörsókn, en þeir sem ekki mæta á kjörstað fá sekt upp á 20 ástralska dali, sem samsvara um 1700 krónum. Einhverjir dagar ef ekki vikur eru þangað til niðurstaðna er að vænta.
Ástralía Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Albanese boðar til þingkosninga Forsætisráðherra Ástralíu hefur boðað til þingkosninga í landinu og munu kjósendur þar ganga að kjörborðinu þann 3. maí næstkomandi. 28. mars 2025 07:54 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Sjá meira
Albanese boðar til þingkosninga Forsætisráðherra Ástralíu hefur boðað til þingkosninga í landinu og munu kjósendur þar ganga að kjörborðinu þann 3. maí næstkomandi. 28. mars 2025 07:54