Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar 4. maí 2025 10:33 Þegar þau okkar sem eftir lifa árið 2045 horfa til baka mun fólk sjá að ástand þessara daga var dýrkeypt flensuskot hjá tegundinni. Ónæmiskerfi þjóðanna lamaðist og lá niðri um skeið svo freki kallinn hélt í alvöru að hann hefði endurheimt sviðið með viðeigandi morðæði og hrottaskap. Í baksýnisspegli tímans munum við skilja að þessi víkjandi hegðun fjöldans var ekki skortur á siðferði. Við hikuðum vegna skjálfta sem fór um þjóðirnar af miklu dýpi. Það var ekki sprengjugnýr stórvelda eða grimmdaræði ofríkismanna sem lamaði okkur heldur glímuskjálfti mannsandans frammi fyrir hinu stóra verkefni sem ekki verður umflúið; að viðurkenna eigið samhengi og bregðast við tveimur megin staðreyndum: Mannkyn er aðili að stórkostlegu undri – lífinu sjálfu. Lífkerfið sem við erum þátttakendur í þarf þó ekkert á mannkyni að halda og mun eyða okkur ásamt börnum okkar nema við endurnýjum eigið hugarfar. Við höfum hingað til litið á jörðina og önnur lífsform sem hráefni en hvert annað sem keppinauta. Þessu munum við þurfa að breyta. Ég nefni fjögur verkefni: Við munum þurfa að trúa á samráð umfram yfirráð. Við munum þurfa að læra að halda hvert öðru ábyrgu með virðingu og skilningi en styðjast við refsingar sem neyðarrúræði. Við munum þurfa að sjá og viðurkenna almannahag en hafna sérhagsmunagæslu á kostnað manns og náttúru. Við munum þurfa að skilgreina allt fólk sem samstarfsaðila í lífsbaráttunni fremur en keppinauta. Hugarfarið sem jaðarsetur fólk og náttúru er eitt og sama hugarfarið. Því er tómt mál að tala um frið í veröldinni nema ávarpa fátæktina og vistkerfisvandann í sama orði. Við erum öll hugsandi og ábyrgar verur. Höfundur er prestur og siðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar þau okkar sem eftir lifa árið 2045 horfa til baka mun fólk sjá að ástand þessara daga var dýrkeypt flensuskot hjá tegundinni. Ónæmiskerfi þjóðanna lamaðist og lá niðri um skeið svo freki kallinn hélt í alvöru að hann hefði endurheimt sviðið með viðeigandi morðæði og hrottaskap. Í baksýnisspegli tímans munum við skilja að þessi víkjandi hegðun fjöldans var ekki skortur á siðferði. Við hikuðum vegna skjálfta sem fór um þjóðirnar af miklu dýpi. Það var ekki sprengjugnýr stórvelda eða grimmdaræði ofríkismanna sem lamaði okkur heldur glímuskjálfti mannsandans frammi fyrir hinu stóra verkefni sem ekki verður umflúið; að viðurkenna eigið samhengi og bregðast við tveimur megin staðreyndum: Mannkyn er aðili að stórkostlegu undri – lífinu sjálfu. Lífkerfið sem við erum þátttakendur í þarf þó ekkert á mannkyni að halda og mun eyða okkur ásamt börnum okkar nema við endurnýjum eigið hugarfar. Við höfum hingað til litið á jörðina og önnur lífsform sem hráefni en hvert annað sem keppinauta. Þessu munum við þurfa að breyta. Ég nefni fjögur verkefni: Við munum þurfa að trúa á samráð umfram yfirráð. Við munum þurfa að læra að halda hvert öðru ábyrgu með virðingu og skilningi en styðjast við refsingar sem neyðarrúræði. Við munum þurfa að sjá og viðurkenna almannahag en hafna sérhagsmunagæslu á kostnað manns og náttúru. Við munum þurfa að skilgreina allt fólk sem samstarfsaðila í lífsbaráttunni fremur en keppinauta. Hugarfarið sem jaðarsetur fólk og náttúru er eitt og sama hugarfarið. Því er tómt mál að tala um frið í veröldinni nema ávarpa fátæktina og vistkerfisvandann í sama orði. Við erum öll hugsandi og ábyrgar verur. Höfundur er prestur og siðfræðingur.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun