Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. maí 2025 13:45 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur Ívar/AP Prófessor í stjórnmálafræði segir sögulegan sigur Umbótaflokksins í sveitarstjórnarkosningum í Englandi vekja upp spurningar hvort flokkurinn gæti steypt Íhaldsflokknum af stalli. Sigurinn sé í takt við „skringilega“ skautun víða um heim. Umbótaflokkur Nigel Farage vann stórsigur í sveitastjórnarkosningum í Englandi á fimmtudaginn á meðan að Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn biðu afhroð og hlutu aðeins 35 prósenta atkvæða samanlagt sem er sögulega lágt. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur ræddi þennan tímamótasigur Umbótaflokksins eða Reform UK í Sprengisandi í morgun og sagði til að mynda sigurinn merki um uppstokkun í pólitísku landslagi hins vestræna heims. „Engu að síður þá er sigurinn það mikill að margir eru farnir að velta því fyrir sér hvort Reform geti hreinlega tekið við stöðu Íhaldsflokksins, annar tveggja megin flokka í breskum stjórnmálum. Það sé hugsanlega í spilunum að Íhaldsflokkurinn bara fari niður í aðra deild breskra stjórnmála.“ Síðast hafi slíkur atburður átt sér stað í sögu Bretlands árið 1922 þegar að Verkamannaflokkurinn steypti Frjálslyndaflokknum af stalli. Eiríkur minnir þó á að Farage hafi áður lýst yfir því að flokkur sinn myndi taka við Íhaldsflokknum en ári síðar vann Íhaldsflokkurinn stórsigur. Framganga Farage og félaga sé merki um nýja tegund skautun víða um heim. „Stjórnmál í Evrópu hafa verið háð innan hefðbundinna marka, þess hægris og þess vinstris sem við höfum vanist. Það sem við getum kallað hófstillt pólitík. Núna eru að koma miklu harðari öfl upp, sérstaklega í Evrópu, hægra megin.“ Hann nefnir sem dæmi stöðuna í Ungverjalandi, Þjóðfylkinguna í Frakklandi og Valkostur fyrir Þýskaland (AfD). „Svo gerist það á móti að sósíaldemókratísk öfl eru að vaxa gríðarlega annars staðar. Þetta er partur af þessari skringilegu skautun sem er ekki á milli hins hefðbundna hægri og vinstri heldur á milli íhaldssemi og frjálslyndis.“ Bretland England Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Sjá meira
Umbótaflokkur Nigel Farage vann stórsigur í sveitastjórnarkosningum í Englandi á fimmtudaginn á meðan að Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn biðu afhroð og hlutu aðeins 35 prósenta atkvæða samanlagt sem er sögulega lágt. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur ræddi þennan tímamótasigur Umbótaflokksins eða Reform UK í Sprengisandi í morgun og sagði til að mynda sigurinn merki um uppstokkun í pólitísku landslagi hins vestræna heims. „Engu að síður þá er sigurinn það mikill að margir eru farnir að velta því fyrir sér hvort Reform geti hreinlega tekið við stöðu Íhaldsflokksins, annar tveggja megin flokka í breskum stjórnmálum. Það sé hugsanlega í spilunum að Íhaldsflokkurinn bara fari niður í aðra deild breskra stjórnmála.“ Síðast hafi slíkur atburður átt sér stað í sögu Bretlands árið 1922 þegar að Verkamannaflokkurinn steypti Frjálslyndaflokknum af stalli. Eiríkur minnir þó á að Farage hafi áður lýst yfir því að flokkur sinn myndi taka við Íhaldsflokknum en ári síðar vann Íhaldsflokkurinn stórsigur. Framganga Farage og félaga sé merki um nýja tegund skautun víða um heim. „Stjórnmál í Evrópu hafa verið háð innan hefðbundinna marka, þess hægris og þess vinstris sem við höfum vanist. Það sem við getum kallað hófstillt pólitík. Núna eru að koma miklu harðari öfl upp, sérstaklega í Evrópu, hægra megin.“ Hann nefnir sem dæmi stöðuna í Ungverjalandi, Þjóðfylkinguna í Frakklandi og Valkostur fyrir Þýskaland (AfD). „Svo gerist það á móti að sósíaldemókratísk öfl eru að vaxa gríðarlega annars staðar. Þetta er partur af þessari skringilegu skautun sem er ekki á milli hins hefðbundna hægri og vinstri heldur á milli íhaldssemi og frjálslyndis.“
Bretland England Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Sjá meira