Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. maí 2025 07:00 Harry Kane og Eric Dier sungu „We are the champions“ af mikilli innlifun. Harry Langer/DeFodi via Getty Images Harry Kane varð Þýskalandsmeistari í gær og vann þar með fyrsta alvöru titilinn á sínum langa ferli. Markahrókurinn mikli hefur ekki enn handleikið málm en fagnaði titlinum í gærkvöldi með því að syngja lagið „We are the champions“ með Queen. Lagið fræga er reglulega sungið af íþróttamönnum sem vinna til verðlauna, eitthvað sem Harry Kane hafði aldrei gert fyrr en í gær. Gleðin var því gríðarleg þegar leikmenn Bayern tóku lagið saman í gær, hjá Kane sem söng af mikilli innlifun, en engu síður hjá Eric Dier, sem var einnig að fagna sínum fyrsta titli á ferlinum. We are the Champions!! 🏆 pic.twitter.com/YYHC7k6ldU— Harry Kane (@HKane) May 4, 2025 Kane, sem er markahæsti leikmaður Englands og Tottenham frá upphafi, hafði tapað úrslitaleik Meistaradeildarinnar og deildabikarsins á sínum tíma með Tottenham, auk tveggja tapa í úrslitaleikjum á EM með enska landsliðinu. You deserve it, boys! ❤️ #MiaSanMeister pic.twitter.com/HJ1fEEnPkY— FC Bayern (@FCBayernEN) May 4, 2025 Hann gekk til liðs við Bayern fyrir síðasta tímabil og treysti væntanlega á öruggan titil enda liðið orðið Þýskalandsmeistari ellefu ár í röð þar áður. Bayer Leverkusen kom hins vegar í veg fyrir það með hreint ótrúlegu, taplausu tímabili. Þrátt fyrir að Kane hafi sett markamet og skorað 36 mörk í deildinni. Hann hefur ekki verið eins drjúgur í markaskorun á þessu tímabili, aðeins með 24 mörk þegar tveir leikir eru eftir, en veltir sér líklega lítið upp úr því. Vegna þess að eftir rúmlega sjö hundruð leiki á sínum ferli fyrir félags- og landslið er Harry Kane loksins orðinn meistari og laus við þann vonda stimpil að hafa aldrei unnið titil. Þýski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Isak mættur á Anfield Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Fleiri fréttir Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Isak mættur á Anfield Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sjá meira
Lagið fræga er reglulega sungið af íþróttamönnum sem vinna til verðlauna, eitthvað sem Harry Kane hafði aldrei gert fyrr en í gær. Gleðin var því gríðarleg þegar leikmenn Bayern tóku lagið saman í gær, hjá Kane sem söng af mikilli innlifun, en engu síður hjá Eric Dier, sem var einnig að fagna sínum fyrsta titli á ferlinum. We are the Champions!! 🏆 pic.twitter.com/YYHC7k6ldU— Harry Kane (@HKane) May 4, 2025 Kane, sem er markahæsti leikmaður Englands og Tottenham frá upphafi, hafði tapað úrslitaleik Meistaradeildarinnar og deildabikarsins á sínum tíma með Tottenham, auk tveggja tapa í úrslitaleikjum á EM með enska landsliðinu. You deserve it, boys! ❤️ #MiaSanMeister pic.twitter.com/HJ1fEEnPkY— FC Bayern (@FCBayernEN) May 4, 2025 Hann gekk til liðs við Bayern fyrir síðasta tímabil og treysti væntanlega á öruggan titil enda liðið orðið Þýskalandsmeistari ellefu ár í röð þar áður. Bayer Leverkusen kom hins vegar í veg fyrir það með hreint ótrúlegu, taplausu tímabili. Þrátt fyrir að Kane hafi sett markamet og skorað 36 mörk í deildinni. Hann hefur ekki verið eins drjúgur í markaskorun á þessu tímabili, aðeins með 24 mörk þegar tveir leikir eru eftir, en veltir sér líklega lítið upp úr því. Vegna þess að eftir rúmlega sjö hundruð leiki á sínum ferli fyrir félags- og landslið er Harry Kane loksins orðinn meistari og laus við þann vonda stimpil að hafa aldrei unnið titil.
Þýski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Isak mættur á Anfield Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Fleiri fréttir Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Isak mættur á Anfield Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki