Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. maí 2025 07:58 Fjármálaeftirlitið hefur gert Landsbankanum að gera úrbætur. Vísir Fjármálaeftirlitið hefur gert Landsbankanum að gera úrbætur eftir að athugun eftirlitsins leiddi í ljós að bankinn hafi gerst brotlegur við reglur í tengslum við lánveitingar til lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Ekki var þó talið tilefni til að beita viðurlögum gegn bankanum. „Skjalfest gögn til staðfestingar á greiðslugetu lántakenda í úrtaki voru ekki fyrirliggjandi og ekki var með skipulögðum hætti lagt mat á áætlaða greiðslugetu viðskiptavinar og þannig kannað ítarlega hvort hann gæti staðið við framtíðarskuldbindingar sínar við bankann,“ segir meðal annars í niðurstöðu fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands sem birt var á föstudag en athugun eftirlitsins fór fram í desember í fyrra. Þannig hafi Landsbankinn ekki uppfyllt tilteknar kröfur sem felast í lögum um fjármálafyrirtæki og viðmiðunarreglur Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar, EBA, um lánveitingar og eftirlit með þeim. Fjármálaeftirlitið hefur því farið fram á að innri endurskoðun bankans framkvæmi úttekt á því hvort úrbótakröfum hafi verið fullnægt og að grein verði gerð fyrir niðurstöðunum í skýrslu til fjármálaeftirlitsins. Markmið athugunarinnar var að kanna hvort flokkun útlána á áhættustig í virðismatsferli bankans væru gerðar með réttum hætti. Við athugunina var einkum litið til tiltekinna greina Evrópureglugerða og laga um fjármálafyrirtæki sem lúta meðal annars að varfærniskröfum, því hvenær lántaki teljist ólíklegur til að greiða og hvort bankinn hagi mati sínu með réttum hætti. Sömuleiðis var markmið athugunarinnar að kanna framkvæmd bankans við mat á greiðslugetu lánþega sem fengið hafa ívilnandi skuldaúrræði frá bankanum og hvort flokkun þeirra lána séu fullnægjandi. Þá var markmiðið að kanna hvort niðurstöðurnar myndu kalla á endurflokkun lána, til dæmis færslu á annað áhættustig, að því er segir í niðurstöðunni. Fjármálafyrirtæki Landsbankinn Seðlabankinn Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
„Skjalfest gögn til staðfestingar á greiðslugetu lántakenda í úrtaki voru ekki fyrirliggjandi og ekki var með skipulögðum hætti lagt mat á áætlaða greiðslugetu viðskiptavinar og þannig kannað ítarlega hvort hann gæti staðið við framtíðarskuldbindingar sínar við bankann,“ segir meðal annars í niðurstöðu fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands sem birt var á föstudag en athugun eftirlitsins fór fram í desember í fyrra. Þannig hafi Landsbankinn ekki uppfyllt tilteknar kröfur sem felast í lögum um fjármálafyrirtæki og viðmiðunarreglur Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar, EBA, um lánveitingar og eftirlit með þeim. Fjármálaeftirlitið hefur því farið fram á að innri endurskoðun bankans framkvæmi úttekt á því hvort úrbótakröfum hafi verið fullnægt og að grein verði gerð fyrir niðurstöðunum í skýrslu til fjármálaeftirlitsins. Markmið athugunarinnar var að kanna hvort flokkun útlána á áhættustig í virðismatsferli bankans væru gerðar með réttum hætti. Við athugunina var einkum litið til tiltekinna greina Evrópureglugerða og laga um fjármálafyrirtæki sem lúta meðal annars að varfærniskröfum, því hvenær lántaki teljist ólíklegur til að greiða og hvort bankinn hagi mati sínu með réttum hætti. Sömuleiðis var markmið athugunarinnar að kanna framkvæmd bankans við mat á greiðslugetu lánþega sem fengið hafa ívilnandi skuldaúrræði frá bankanum og hvort flokkun þeirra lána séu fullnægjandi. Þá var markmiðið að kanna hvort niðurstöðurnar myndu kalla á endurflokkun lána, til dæmis færslu á annað áhættustig, að því er segir í niðurstöðunni.
Fjármálafyrirtæki Landsbankinn Seðlabankinn Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira