Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar 5. maí 2025 11:15 Opinber innkaupastefna á matvælum á að styðja við lýðheilsumarkmið og almenna stefnu í umhverfismálum. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir eru einmitt dæmi um hvernig samþætta má mörg góð málefni í einu verkefni eins og því sem nú er verið að innleiða í skólum landsins. Heilsusamlegar skólamáltíðir eru gott markmið, lögð er áhersla á jöfnunarhlutverk þeirra í samfélaginu, en hvað með umhverfismálin? Matarmenningu barna og unglinga? Loftslagsstefnu? Matvælaframleiðsla og landnotkun losar hátt hlutfall gróðurhúsalofttegunda, allt upp í 30% á heimsvísu. Það ætti að vera markmið að nota einungis umhverfisvæn matvæli í skólamáltíðum. Einnig þarf að vinna markvisst gegn matarsóun sem er mjög mikil hér á landi, vel yfir 160 kg af mat á hvern íbúa landsins á ári. Móta verður innkaupastefnu sem beinlínis útilokar lélegan mat (til dæmis gjörunninn) og tekur um leið fyrir innkaup á matvælum sem ekki eru vottuð umhverfisvæn. Einnig verður fróðlegt að sjá hvaða eldunaraðferðir koma best út - ekki með tilliti til kostnaðar heldur næringar, heilsu og uppeldismarkmiða. Þetta allt kallar á meðvituð vinnubrögð, undirbúning og góða framkvæmd í skólum landsins, en það eru sveitarfélögin sem hafa yfirumsjón með þessum málaflokki sem ríkið greiðir að stórum hluta. Þetta er ekkert smámál. Á næstu 4-5 árum munu Íslendingar verja nær 20 milljörðum króna í skólamáltíðir. Þann 13. maí er ætlunin að bera saman bækur út frá ýmsum sjónarhornum og læra hvert af öðru þar sem haldið verður málþing um skólamatinn í samstarfi Aldins, félags eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá, og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Þar verður aðalfyrirlesari finnskur prófessor í heimilis- og uppeldisfræðum, Paivi Palojoki, en Finnar hafa einmitt lengri og betri reynslu af gjaldfrjálsum skólamáltíðum en flestar aðrar þjóðir. Flutt verður ávarp frá alþjóðlega skólamáltíðabandalaginu og innlendir fyrirlesarar ræða málin. Málþingið er öllum opið og haldið í Öskju, stofu N-132, kl. 13-16.15. Höfundur er fyrrverandi formaður menntaráðs Reykjavíkur og formaður Aldins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Opinber innkaupastefna á matvælum á að styðja við lýðheilsumarkmið og almenna stefnu í umhverfismálum. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir eru einmitt dæmi um hvernig samþætta má mörg góð málefni í einu verkefni eins og því sem nú er verið að innleiða í skólum landsins. Heilsusamlegar skólamáltíðir eru gott markmið, lögð er áhersla á jöfnunarhlutverk þeirra í samfélaginu, en hvað með umhverfismálin? Matarmenningu barna og unglinga? Loftslagsstefnu? Matvælaframleiðsla og landnotkun losar hátt hlutfall gróðurhúsalofttegunda, allt upp í 30% á heimsvísu. Það ætti að vera markmið að nota einungis umhverfisvæn matvæli í skólamáltíðum. Einnig þarf að vinna markvisst gegn matarsóun sem er mjög mikil hér á landi, vel yfir 160 kg af mat á hvern íbúa landsins á ári. Móta verður innkaupastefnu sem beinlínis útilokar lélegan mat (til dæmis gjörunninn) og tekur um leið fyrir innkaup á matvælum sem ekki eru vottuð umhverfisvæn. Einnig verður fróðlegt að sjá hvaða eldunaraðferðir koma best út - ekki með tilliti til kostnaðar heldur næringar, heilsu og uppeldismarkmiða. Þetta allt kallar á meðvituð vinnubrögð, undirbúning og góða framkvæmd í skólum landsins, en það eru sveitarfélögin sem hafa yfirumsjón með þessum málaflokki sem ríkið greiðir að stórum hluta. Þetta er ekkert smámál. Á næstu 4-5 árum munu Íslendingar verja nær 20 milljörðum króna í skólamáltíðir. Þann 13. maí er ætlunin að bera saman bækur út frá ýmsum sjónarhornum og læra hvert af öðru þar sem haldið verður málþing um skólamatinn í samstarfi Aldins, félags eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá, og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Þar verður aðalfyrirlesari finnskur prófessor í heimilis- og uppeldisfræðum, Paivi Palojoki, en Finnar hafa einmitt lengri og betri reynslu af gjaldfrjálsum skólamáltíðum en flestar aðrar þjóðir. Flutt verður ávarp frá alþjóðlega skólamáltíðabandalaginu og innlendir fyrirlesarar ræða málin. Málþingið er öllum opið og haldið í Öskju, stofu N-132, kl. 13-16.15. Höfundur er fyrrverandi formaður menntaráðs Reykjavíkur og formaður Aldins.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar