Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. maí 2025 12:54 Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segir daginn í dag stóran í huga strandveiðimanna. Strandveiðimenn brosa hringinn í dag á upphafsdegi strandveiðitímabilsins að sögn framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Hann segir mikið tilhlökkunarefni að sjá hafnirnar fyllast af lífi og segir mikið muna um fleiri strandveiðidaga. Fiskistofu bárust hátt í níu hundruð umsóknir um veiðileyfi til strandveiða nú fyrir sumarið sem er mikil fjölgun frá því í fyrra en samkvæmt nýjustu tölum frá Fiskistofu hefur hún afgreitt 779 leyfi. Í fyrra tóku sjómenn á 756 bátum þátt í strandveiðunum. Ríkisstjórnin hefur heitið strandveiðimönnum 48 veiðidögum eða tólf veiðidögum í hverjum mánuði til og með ágúst. Dagurinn í dag markar upphaf veiðanna. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segir daginn í dag stóran í huga strandveiðimanna. „Þeir brosa allan hringinn kallarnir núna, og svo eru náttúrulega fullt af konum komnar í þetta líka þannig að þetta er mikill og stór dagur. Við fáum 48 daga í sumar og allir ánægðir með það.“ Hin síðustu ár hafi konum fjölgað sem ástundi strandveiðar. „Þær láta vel af því þær sem eru búnar að fara nokkur skipti, að þetta gangi bara ljómandi vel þannig að ég býst við því að þær fari að hasla sér völl þarna eins og á fleiri sviðum.“ Örn rekur fjölgun umsókna um leyfi aðallega til tveggja þátta, þótt rómantíkin á sjónum sé vissulega mikið aðdráttarafl. „Það er svona orðið þrengra um pláss hjá stærri útgerðinni því sjómenn sem hafði verið sagt upp þar eða skertir að einhverju leyti að þeir leita í strandveiðarnar. Nú síðan voru grásleppuveiðarnar kvótasettar og kvótinn var svo lítill hjá mörgum þessara aðila og sumir fengu ekki neitt og þeir hafa leitað í strandveiðarnar sem geta þá svarað þessari skertu afkomu hjá þeim.“ Það mátti nema mikla tilhlökkun í Erni. „Þetta er mjög skemmtilegt að sjá núna hvernig lífið færist yfir þessar hafnir, þær fyllast af bátum, menn fullir eldmóðs og spjalla saman og hjálpa hvorum öðrum. Þetta er alveg hreint mjög mikið svoleiðis,“ Já, er þetta alveg samfélag? „Þetta er samfélag, það er víst ábyggilegt, það er það. Þarna hittast menn sem hafa kannski aldrei sést áður og það tekst með þeim vinátta og helst jafnvel út ævina ein sog ég hef orðið var við.“ Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Byggðamál Alþingi Strandveiðar Tengdar fréttir Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Óheftar 48 daga strandveiðar í sumar gætu þýtt að heildarafli veiðanna fari fimmtán- til tuttugu þúsund tonnum fram úr því aflamagni sem ætlað er til veiðanna. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir liggja ljóst fyrir að gera þurfi einhverjar breytingar og horfa til þess að setja frekari girðingar til að tryggja sjálfbærni veiðanna. 29. apríl 2025 12:18 Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að skýrslur hafi leitt í ljós að strandveiðikerfið hafi ekki verið brú fyrir nýliðun inn í aflamarkskerfið eins og vonast hafði verið til. Hann segir það augljósa staðreynd að ef strandveiðar væru ábatasamasta leiðin við að stunda veiðar væru allar hafnir fullar af trillum. Kannanir hafi þó sýnt að Íslendingar vilji að gætt sé jafnræðis milli sjónarmiða um hagræði og byggðasjónarmiða. 18. febrúar 2025 19:31 Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Sérstök umræða um strandveiðar og tekjur hins opinbera af sjávarútvegi verður haldin í dag á Alþingi. 18. febrúar 2025 07:49 Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti sína fyrstu stefnuræðu á Alþingi í kvöld. Í ræðunni sagði hún fulla einingu í ríkisstjórn um þau málefni sem fram komi í þingmálaskrá og kynnti næstu skref stjórnarinnar. Hún sagði þjóðina í senn vera heppna með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir, og mega vera stolta af Ingu Sæland, samráðherra hennar í ríkisstjórn. 10. febrúar 2025 20:52 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Fiskistofu bárust hátt í níu hundruð umsóknir um veiðileyfi til strandveiða nú fyrir sumarið sem er mikil fjölgun frá því í fyrra en samkvæmt nýjustu tölum frá Fiskistofu hefur hún afgreitt 779 leyfi. Í fyrra tóku sjómenn á 756 bátum þátt í strandveiðunum. Ríkisstjórnin hefur heitið strandveiðimönnum 48 veiðidögum eða tólf veiðidögum í hverjum mánuði til og með ágúst. Dagurinn í dag markar upphaf veiðanna. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segir daginn í dag stóran í huga strandveiðimanna. „Þeir brosa allan hringinn kallarnir núna, og svo eru náttúrulega fullt af konum komnar í þetta líka þannig að þetta er mikill og stór dagur. Við fáum 48 daga í sumar og allir ánægðir með það.“ Hin síðustu ár hafi konum fjölgað sem ástundi strandveiðar. „Þær láta vel af því þær sem eru búnar að fara nokkur skipti, að þetta gangi bara ljómandi vel þannig að ég býst við því að þær fari að hasla sér völl þarna eins og á fleiri sviðum.“ Örn rekur fjölgun umsókna um leyfi aðallega til tveggja þátta, þótt rómantíkin á sjónum sé vissulega mikið aðdráttarafl. „Það er svona orðið þrengra um pláss hjá stærri útgerðinni því sjómenn sem hafði verið sagt upp þar eða skertir að einhverju leyti að þeir leita í strandveiðarnar. Nú síðan voru grásleppuveiðarnar kvótasettar og kvótinn var svo lítill hjá mörgum þessara aðila og sumir fengu ekki neitt og þeir hafa leitað í strandveiðarnar sem geta þá svarað þessari skertu afkomu hjá þeim.“ Það mátti nema mikla tilhlökkun í Erni. „Þetta er mjög skemmtilegt að sjá núna hvernig lífið færist yfir þessar hafnir, þær fyllast af bátum, menn fullir eldmóðs og spjalla saman og hjálpa hvorum öðrum. Þetta er alveg hreint mjög mikið svoleiðis,“ Já, er þetta alveg samfélag? „Þetta er samfélag, það er víst ábyggilegt, það er það. Þarna hittast menn sem hafa kannski aldrei sést áður og það tekst með þeim vinátta og helst jafnvel út ævina ein sog ég hef orðið var við.“
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Byggðamál Alþingi Strandveiðar Tengdar fréttir Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Óheftar 48 daga strandveiðar í sumar gætu þýtt að heildarafli veiðanna fari fimmtán- til tuttugu þúsund tonnum fram úr því aflamagni sem ætlað er til veiðanna. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir liggja ljóst fyrir að gera þurfi einhverjar breytingar og horfa til þess að setja frekari girðingar til að tryggja sjálfbærni veiðanna. 29. apríl 2025 12:18 Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að skýrslur hafi leitt í ljós að strandveiðikerfið hafi ekki verið brú fyrir nýliðun inn í aflamarkskerfið eins og vonast hafði verið til. Hann segir það augljósa staðreynd að ef strandveiðar væru ábatasamasta leiðin við að stunda veiðar væru allar hafnir fullar af trillum. Kannanir hafi þó sýnt að Íslendingar vilji að gætt sé jafnræðis milli sjónarmiða um hagræði og byggðasjónarmiða. 18. febrúar 2025 19:31 Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Sérstök umræða um strandveiðar og tekjur hins opinbera af sjávarútvegi verður haldin í dag á Alþingi. 18. febrúar 2025 07:49 Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti sína fyrstu stefnuræðu á Alþingi í kvöld. Í ræðunni sagði hún fulla einingu í ríkisstjórn um þau málefni sem fram komi í þingmálaskrá og kynnti næstu skref stjórnarinnar. Hún sagði þjóðina í senn vera heppna með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir, og mega vera stolta af Ingu Sæland, samráðherra hennar í ríkisstjórn. 10. febrúar 2025 20:52 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Óheftar 48 daga strandveiðar í sumar gætu þýtt að heildarafli veiðanna fari fimmtán- til tuttugu þúsund tonnum fram úr því aflamagni sem ætlað er til veiðanna. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir liggja ljóst fyrir að gera þurfi einhverjar breytingar og horfa til þess að setja frekari girðingar til að tryggja sjálfbærni veiðanna. 29. apríl 2025 12:18
Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að skýrslur hafi leitt í ljós að strandveiðikerfið hafi ekki verið brú fyrir nýliðun inn í aflamarkskerfið eins og vonast hafði verið til. Hann segir það augljósa staðreynd að ef strandveiðar væru ábatasamasta leiðin við að stunda veiðar væru allar hafnir fullar af trillum. Kannanir hafi þó sýnt að Íslendingar vilji að gætt sé jafnræðis milli sjónarmiða um hagræði og byggðasjónarmiða. 18. febrúar 2025 19:31
Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Sérstök umræða um strandveiðar og tekjur hins opinbera af sjávarútvegi verður haldin í dag á Alþingi. 18. febrúar 2025 07:49
Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti sína fyrstu stefnuræðu á Alþingi í kvöld. Í ræðunni sagði hún fulla einingu í ríkisstjórn um þau málefni sem fram komi í þingmálaskrá og kynnti næstu skref stjórnarinnar. Hún sagði þjóðina í senn vera heppna með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir, og mega vera stolta af Ingu Sæland, samráðherra hennar í ríkisstjórn. 10. febrúar 2025 20:52