Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar 6. maí 2025 15:33 Frá 9. til 13. júní 2025 mun Frakkland í samstarfi við Kosta Ríka halda þriðju hafráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (UNOC3) í Nice. Á þessari mikilvægu ráðstefnu munu um 100 þjóðhöfðingjar og ríkisstjórnir koma saman, ásamt tugþúsundum vísindamanna, fræðimanna, fólki úr atvinnulífinu, aktívista og almennra borgara frá öllum heimshornum. Markmið Frakklands með þessari ráðstefnu er skýrt: að vernda hafið með áþreifanlegum aðgerðum. Hafið er okkar sameiginlega auðlind. Það nærir og verndar þjóðir okkar. Það vekur okkur til drauma og ferðalaga. Það veitir okkur sjálfbæra orku, viðskipti, auðlindir og óendanlega vísindalega þekkingu. Þriðjungur mannkyns reiðir sig á hafið um lífsviðurværi sitt, en þrátt fyrir það er það í hættu. Hafið er svæði sem er enn að mestu óþekkt og skortir alþjóðlega stjórnsýslu og fjármögnun sem nauðsynleg er til að varðveita það. Tölurnar eru áhyggjuefni: meira en átta milljónir tonna af plasti enda í hafinu árlega, samkvæmt rannsókn sem birt var í vísindaritinu Science. Auk þess þjáist meira en þriðjungur fiskistofna af ofveiði, á meðan súrnun sjávar, hækkandi sjávarborð og eyðilegging hafkerfa eykst, sem bein afleiðing loftslagsbreytinga. Við verðum að bregðast við núna. Meira en nokkru sinni fyrr verðum við að tryggja að fjölþjóðlegar aðgerðir séu í samræmi við þær áskoranir sem felast í að vernda hafið. Tíu árum eftir COP21 og Parísarsamkomulagið, sem setti bindandi alþjóðlegan ramma til að takmarka loftslagsbreytingar, er þriðja hafráðstefna Sameinuðu þjóðanna sögulegt tækifæri. „Nicesamningarnir um hafið“ geta myndað alþjóðlegan sáttmála um varðveislu og sjálfbæra nýtingu hafsins, í fullu samræmi við sjálfbær þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt voru árið 2015. Til að ná þessu markmiði þurfa viðræður í Nice að vera virkar og verkmiðaðar með það að markmiði að bæta stjórnsýslu, auka fjármögnun og auka þekkingu á hafinu. Þegar kemur að stjórnsýslu er samningurinn undir hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna um verndun og sjálfbæra nýtingu líffræðilegrar fjölbreytni í hafinu utan lögsögu ríkja (BBNJ-samningurinn) grundvallaratriði. Úthöfin, sem tekur yfir 60% af hafinu, er nú eina svæðið sem lýtur ekki alþjóðalögum. Skortur á eftirliti og sameiginlegum reglum veldur raunverulegu félagslegu og umhverfislegu hruni, með mikilli olíu- og plastmengun, ólöglegum og óreglulegum veiðiaðferðum og veiði á vernduðum spendýrum. Til að loka þessu lagalega tómarúmi þurfum við að tryggja að BBNJ-samningurinn verði staðfestur af 60 löndum svo hann geti tekið gildi. Verndun hafsins krefst bæði opinberrar sem og einkafjármögnunar og stuðnings við sjálfbært blátt hagkerfi. Til að geta haldið áfram að njóta þeirra stórkostlegu efnahagslegu tækifæra sem hafið býður upp á, þurfum við að tryggja að sjávarauðlindir geti endurnýjast. Í Nice verða kynntar nokkrar skuldbindingar fyrir alþjóðlega viðskipti, siglingar, ferðaþjónustu og fjárfestingar. Hafið hefur nært Ísland í gegnum aldirnar og lagt sitt af mörkum til nýlegrar velmegunar landsins. Ísland, sem hefur undirritað BBNJ-samninginn, er þjóð sem hefur sterka skuldbindingu til verndar hafinu og auðlindum þess og berst gegn plastmengun og ólöglegum veiðum. Fyrir Ísland er verndun hafsins einnig lykilatriði í þróun sjálfbærs blás hagkerfis. Samningurinn mun einnig stuðla að fæðuöryggi í heiminum með svokölluðum „bláum mat“, þar sem nýsköpun og vísindi eru virkjuð til að styðja við ábyrga nýtingu auðlinda sjávar — eins og sést hér á Íslandi í starfsemi Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði sem stuðlar að sjálfbærri og arðbærri stjórn fiskistofna. Að lokum, hvernig getum við verndað eitthvað sem við þekkjum ekki – eða þekkjum ekki nægilega vel? Við þurfum að auka þekkingu okkar á hafinu og dreifa henni betur. Í dag getum við kortlagt yfirborð tunglsins eða Mars, en dýptir hafsins – sem þekja 70% af yfirborði jarðar – eru enn óþekktar. Við verðum því í sameiningu að nýta vísindi, nýsköpun og menntun til að skilja hafið betur og til almennrar vitundarvakningar. Í ljósi sífellt hraðari loftslagsbreytinga og ofnýtingar sjávarauðlinda er hafið einstakt mál. Það snertir alla. Í samhengi þar sem fjölþjóðahyggja er áskorun, megum við ekki gleyma sameiginlegri ábyrgð okkar. Hafið er alheimstenging, sem er grundvallaratriði fyrir framtíð okkar. Sameiginlega getum við gert þriðju hafráðstefnu Sameinuðu þjóðanna að mikilvægum vendipunkti fyrir þjóðir okkar, komandi kynslóðir og plánetu okkar. Höfundur er sendiherra Frakklands á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafið Frakkland Vísindi Umhverfismál Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Frá 9. til 13. júní 2025 mun Frakkland í samstarfi við Kosta Ríka halda þriðju hafráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (UNOC3) í Nice. Á þessari mikilvægu ráðstefnu munu um 100 þjóðhöfðingjar og ríkisstjórnir koma saman, ásamt tugþúsundum vísindamanna, fræðimanna, fólki úr atvinnulífinu, aktívista og almennra borgara frá öllum heimshornum. Markmið Frakklands með þessari ráðstefnu er skýrt: að vernda hafið með áþreifanlegum aðgerðum. Hafið er okkar sameiginlega auðlind. Það nærir og verndar þjóðir okkar. Það vekur okkur til drauma og ferðalaga. Það veitir okkur sjálfbæra orku, viðskipti, auðlindir og óendanlega vísindalega þekkingu. Þriðjungur mannkyns reiðir sig á hafið um lífsviðurværi sitt, en þrátt fyrir það er það í hættu. Hafið er svæði sem er enn að mestu óþekkt og skortir alþjóðlega stjórnsýslu og fjármögnun sem nauðsynleg er til að varðveita það. Tölurnar eru áhyggjuefni: meira en átta milljónir tonna af plasti enda í hafinu árlega, samkvæmt rannsókn sem birt var í vísindaritinu Science. Auk þess þjáist meira en þriðjungur fiskistofna af ofveiði, á meðan súrnun sjávar, hækkandi sjávarborð og eyðilegging hafkerfa eykst, sem bein afleiðing loftslagsbreytinga. Við verðum að bregðast við núna. Meira en nokkru sinni fyrr verðum við að tryggja að fjölþjóðlegar aðgerðir séu í samræmi við þær áskoranir sem felast í að vernda hafið. Tíu árum eftir COP21 og Parísarsamkomulagið, sem setti bindandi alþjóðlegan ramma til að takmarka loftslagsbreytingar, er þriðja hafráðstefna Sameinuðu þjóðanna sögulegt tækifæri. „Nicesamningarnir um hafið“ geta myndað alþjóðlegan sáttmála um varðveislu og sjálfbæra nýtingu hafsins, í fullu samræmi við sjálfbær þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt voru árið 2015. Til að ná þessu markmiði þurfa viðræður í Nice að vera virkar og verkmiðaðar með það að markmiði að bæta stjórnsýslu, auka fjármögnun og auka þekkingu á hafinu. Þegar kemur að stjórnsýslu er samningurinn undir hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna um verndun og sjálfbæra nýtingu líffræðilegrar fjölbreytni í hafinu utan lögsögu ríkja (BBNJ-samningurinn) grundvallaratriði. Úthöfin, sem tekur yfir 60% af hafinu, er nú eina svæðið sem lýtur ekki alþjóðalögum. Skortur á eftirliti og sameiginlegum reglum veldur raunverulegu félagslegu og umhverfislegu hruni, með mikilli olíu- og plastmengun, ólöglegum og óreglulegum veiðiaðferðum og veiði á vernduðum spendýrum. Til að loka þessu lagalega tómarúmi þurfum við að tryggja að BBNJ-samningurinn verði staðfestur af 60 löndum svo hann geti tekið gildi. Verndun hafsins krefst bæði opinberrar sem og einkafjármögnunar og stuðnings við sjálfbært blátt hagkerfi. Til að geta haldið áfram að njóta þeirra stórkostlegu efnahagslegu tækifæra sem hafið býður upp á, þurfum við að tryggja að sjávarauðlindir geti endurnýjast. Í Nice verða kynntar nokkrar skuldbindingar fyrir alþjóðlega viðskipti, siglingar, ferðaþjónustu og fjárfestingar. Hafið hefur nært Ísland í gegnum aldirnar og lagt sitt af mörkum til nýlegrar velmegunar landsins. Ísland, sem hefur undirritað BBNJ-samninginn, er þjóð sem hefur sterka skuldbindingu til verndar hafinu og auðlindum þess og berst gegn plastmengun og ólöglegum veiðum. Fyrir Ísland er verndun hafsins einnig lykilatriði í þróun sjálfbærs blás hagkerfis. Samningurinn mun einnig stuðla að fæðuöryggi í heiminum með svokölluðum „bláum mat“, þar sem nýsköpun og vísindi eru virkjuð til að styðja við ábyrga nýtingu auðlinda sjávar — eins og sést hér á Íslandi í starfsemi Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði sem stuðlar að sjálfbærri og arðbærri stjórn fiskistofna. Að lokum, hvernig getum við verndað eitthvað sem við þekkjum ekki – eða þekkjum ekki nægilega vel? Við þurfum að auka þekkingu okkar á hafinu og dreifa henni betur. Í dag getum við kortlagt yfirborð tunglsins eða Mars, en dýptir hafsins – sem þekja 70% af yfirborði jarðar – eru enn óþekktar. Við verðum því í sameiningu að nýta vísindi, nýsköpun og menntun til að skilja hafið betur og til almennrar vitundarvakningar. Í ljósi sífellt hraðari loftslagsbreytinga og ofnýtingar sjávarauðlinda er hafið einstakt mál. Það snertir alla. Í samhengi þar sem fjölþjóðahyggja er áskorun, megum við ekki gleyma sameiginlegri ábyrgð okkar. Hafið er alheimstenging, sem er grundvallaratriði fyrir framtíð okkar. Sameiginlega getum við gert þriðju hafráðstefnu Sameinuðu þjóðanna að mikilvægum vendipunkti fyrir þjóðir okkar, komandi kynslóðir og plánetu okkar. Höfundur er sendiherra Frakklands á Íslandi.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun