Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2025 20:02 Íslensk getspá og Íslenskar getraunir bjóða upp á úrval af lottó- og getraunaleikjum. Það eru þó margir sem stunda veðmál um íslenskar íþróttir á erlendum síðum. Vísir/Vilhelm Veðmál eru orðin stór hluti af íþróttum og íþróttaáhorfi í dag. Fjögur sambönd innan íslenskra íþrótta skipuleggja umræður um þessa hlið íþróttanna. ÍSÍ, UMFÍ, ÍBR og KSÍ bjóða til málþings á morgun þar sem umfjöllunarefnið eru veðmál, íþróttir og samfélagið. Spurt er hvert stefnum við í þessum málum. Knattspyrnusambandið segir frá þessu áhugaverða málþingi á heimasíðu sinni og þar verður reynt að svara mjög krefjandi og áhugaverðum spurningum. Erlendar veðmálasíður verða sífellt fyrirferðarmeiri á Íslandi. Er það jákvætt eða neikvætt? Hver eru áhrifin? Á íþróttahreyfinguna? Á samfélagið? Við setjum hlutina í samhengi og kynnum mikilvægar upplýsingar. Þarna verður fjallað um markaðssetningu og veðmál, spilavanda og spilafíkn, hagræðingu úrslita og veðmálafræðslu fyrir leikmenn. Þá verður almennt litið yfir veðmálavæðingu íþrótta sem er alltaf að aukast. Körfuboltamaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson, sem lagði skóna á hilluna á dögunum, mun líka koma með sjónarhorn íþróttamannsins á þessi mál. Málþingið er sérstaklega ætlað íþróttahreyfingunni á Íslandi. Samböndin hvetja starfsfólk íþróttafélaga, stjórnarfólk, þjálfara, leikmenn, dómara, sjálfboðaliða og aðra áhugasama til að mæta og kynna sér þetta mikilvæga mál. Fundarstjóri inn er Kristjana Arnarsdóttir, sem er nýr verkefnastjóri kynningarmála hjá ÍSÍ. Hér fyrir neðan má sjá dagskrá málþingsins. Dagskrá málþingsins: Daníel Þór Ólason, prófessor við Háskóla Íslands Veðmálavæðing íþrótta: Aðeins smá krydd í tilveruna eða hvað? - Bolli Steinn Huginsson, ráðgjafi í samskipta- og markaðsmálum Ég lagði bara 20 inn en á 50! – Markaðssetning og veðmál - Sveinbjörn Snorri Grétarsson, forstöðumaður greiðslukortaviðskipta Íslandsbanka Veðmál, börn og greiðslukort - Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir, sálfræðingur Spilavandi og spilafíkn: Einkenni, afleiðingar og áhættuþættir - Einar Njálsson, markaðsstjóri Íslenskra getrauna Ábyrg spilun - Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Anti-Doping Iceland Hagræðing úrslita - Hlutverk Anti-Doping Iceland í fræðslu og forvörnum - Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF Veðmálafræðsla fyrir leikmenn - Hörður Axel Vilhjálmsson, körfuboltamaður Frá sjónarhóli íþróttamanns - Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR Lokaorð ÍSÍ KSÍ Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira
ÍSÍ, UMFÍ, ÍBR og KSÍ bjóða til málþings á morgun þar sem umfjöllunarefnið eru veðmál, íþróttir og samfélagið. Spurt er hvert stefnum við í þessum málum. Knattspyrnusambandið segir frá þessu áhugaverða málþingi á heimasíðu sinni og þar verður reynt að svara mjög krefjandi og áhugaverðum spurningum. Erlendar veðmálasíður verða sífellt fyrirferðarmeiri á Íslandi. Er það jákvætt eða neikvætt? Hver eru áhrifin? Á íþróttahreyfinguna? Á samfélagið? Við setjum hlutina í samhengi og kynnum mikilvægar upplýsingar. Þarna verður fjallað um markaðssetningu og veðmál, spilavanda og spilafíkn, hagræðingu úrslita og veðmálafræðslu fyrir leikmenn. Þá verður almennt litið yfir veðmálavæðingu íþrótta sem er alltaf að aukast. Körfuboltamaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson, sem lagði skóna á hilluna á dögunum, mun líka koma með sjónarhorn íþróttamannsins á þessi mál. Málþingið er sérstaklega ætlað íþróttahreyfingunni á Íslandi. Samböndin hvetja starfsfólk íþróttafélaga, stjórnarfólk, þjálfara, leikmenn, dómara, sjálfboðaliða og aðra áhugasama til að mæta og kynna sér þetta mikilvæga mál. Fundarstjóri inn er Kristjana Arnarsdóttir, sem er nýr verkefnastjóri kynningarmála hjá ÍSÍ. Hér fyrir neðan má sjá dagskrá málþingsins. Dagskrá málþingsins: Daníel Þór Ólason, prófessor við Háskóla Íslands Veðmálavæðing íþrótta: Aðeins smá krydd í tilveruna eða hvað? - Bolli Steinn Huginsson, ráðgjafi í samskipta- og markaðsmálum Ég lagði bara 20 inn en á 50! – Markaðssetning og veðmál - Sveinbjörn Snorri Grétarsson, forstöðumaður greiðslukortaviðskipta Íslandsbanka Veðmál, börn og greiðslukort - Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir, sálfræðingur Spilavandi og spilafíkn: Einkenni, afleiðingar og áhættuþættir - Einar Njálsson, markaðsstjóri Íslenskra getrauna Ábyrg spilun - Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Anti-Doping Iceland Hagræðing úrslita - Hlutverk Anti-Doping Iceland í fræðslu og forvörnum - Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF Veðmálafræðsla fyrir leikmenn - Hörður Axel Vilhjálmsson, körfuboltamaður Frá sjónarhóli íþróttamanns - Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR Lokaorð
Dagskrá málþingsins: Daníel Þór Ólason, prófessor við Háskóla Íslands Veðmálavæðing íþrótta: Aðeins smá krydd í tilveruna eða hvað? - Bolli Steinn Huginsson, ráðgjafi í samskipta- og markaðsmálum Ég lagði bara 20 inn en á 50! – Markaðssetning og veðmál - Sveinbjörn Snorri Grétarsson, forstöðumaður greiðslukortaviðskipta Íslandsbanka Veðmál, börn og greiðslukort - Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir, sálfræðingur Spilavandi og spilafíkn: Einkenni, afleiðingar og áhættuþættir - Einar Njálsson, markaðsstjóri Íslenskra getrauna Ábyrg spilun - Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Anti-Doping Iceland Hagræðing úrslita - Hlutverk Anti-Doping Iceland í fræðslu og forvörnum - Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF Veðmálafræðsla fyrir leikmenn - Hörður Axel Vilhjálmsson, körfuboltamaður Frá sjónarhóli íþróttamanns - Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR Lokaorð
ÍSÍ KSÍ Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira