Moskítóflugur muni koma til Íslands Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. maí 2025 22:08 Gísli Már Gíslason líffræðingur. Moskítófluga til hægri. Vísir/Getty Gísli Már Gíslason fyrrverandi prófessor í líffræði segir að moskítóflugur sem hafast við í Skandinavíu og á Bretlandseyjum geti vel lifað á Íslandi, en þær hafi bara ekki borist hingað til lands enn sem komið er. Hann segir að flugurnar laðist að líkamslykt, sérstaklega lyktinni sem kemur af fótum. Gísli Már var til viðtals um moskítóflugur og önnur fljúgandi kvikyndi sem bíta í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að engar moskítóflugur séu til á Íslandi en hún sé þó bara ein af undirættbálkum mýflugna. Í þeim ættbálki séu fjölmargar ættir. Geta bitið í gegnum buxur og jakka Gísli segir að á Grænlandi séu moskítóflugur sem geta bitið alveg í gegnum buxur og jakka. „Þær eru búnar að vera þar síðan í lok ísaldar. Þær hafa aðlagast að því að bíta aðallega sauðnaut og hreindýr, stór dýr ... þær eru með lengri rana,“ segir hann. Hann telur að grænlenska moskítóflugan myndi þola illa umhleypingar á Íslandi, því hér þiðni vötn um miðjan vetur og frjósi aftur. „Í Grænlandi er þetta stöðugra, ef það þiðnar er það búið svo kemur sumarið. Þá þroskast lirfurnar á tiltölulega skömmum tíma og púpa sig og svo flýgur fullorðna flugan upp og leitar að spendýri til að sjúga úr,“ segir hann. Moskító muni koma til Íslands Gísli á von á því að moskítóflugur muni koma til Íslands í fyrirsjáanlegri framtíð. „Í nágrannalöndunum okkar eru yfir 40 tegundir af moskítóflugum sem bíta. Maður sér það með þeim loftslagsbreytingum sem núna eiga sér stað ... tegundir sem hafa verið bundnar við heit lönd við heita beltið hafa verið að færa sig norðar.“ Tígrismoskítóflugan sem margir hræðast hafi meðal annars verið að stinga sér niður í Frakklandi og Ítalíu. „Þannig að það á örugglega eftir það eru örugglega til tegundir í skandinavíu og bretlandseyjum sem geta vel lifað hérna, þær hafa bara ekki borist hingað til.“ Sumt mannfólk framleiði skordýrafælandi efni Gísli segir að nokkrar gerðir séu til af skordýrafælandi efnum. „Eitt það kraftmesta er kallað DEET, og var upprunalega framleitt af bandaríska hernum við lok stríðsins ... Sumt fólk framleiðir efni sem líkist þessu, þau eru ekki bitin ... Það ræðst af erfðafræðinni, þetta eru lífræn efni, lífefnafræðileg efni sem eru framleidd, þetta erfist,“ segir Gísli. Erfitt sé að komast að því hvort líkaminn framleiði þessi efni. „Moskítóflugur laðast að koltvísýringi, moskítóflugur laðast að líkamslyktinni, sérstaklega lyktinni sem kemur af fótum, svona táfýlu. Og fólk er oft bitið í neðri hluta í leggina og fæturna ef það er berfætt.“ „Meira að segja ef þú getur fengið illa lyktandi ost þá setjast moskítóflugur og reyna bíta hann.“ Skordýr Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Gísli Már var til viðtals um moskítóflugur og önnur fljúgandi kvikyndi sem bíta í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að engar moskítóflugur séu til á Íslandi en hún sé þó bara ein af undirættbálkum mýflugna. Í þeim ættbálki séu fjölmargar ættir. Geta bitið í gegnum buxur og jakka Gísli segir að á Grænlandi séu moskítóflugur sem geta bitið alveg í gegnum buxur og jakka. „Þær eru búnar að vera þar síðan í lok ísaldar. Þær hafa aðlagast að því að bíta aðallega sauðnaut og hreindýr, stór dýr ... þær eru með lengri rana,“ segir hann. Hann telur að grænlenska moskítóflugan myndi þola illa umhleypingar á Íslandi, því hér þiðni vötn um miðjan vetur og frjósi aftur. „Í Grænlandi er þetta stöðugra, ef það þiðnar er það búið svo kemur sumarið. Þá þroskast lirfurnar á tiltölulega skömmum tíma og púpa sig og svo flýgur fullorðna flugan upp og leitar að spendýri til að sjúga úr,“ segir hann. Moskító muni koma til Íslands Gísli á von á því að moskítóflugur muni koma til Íslands í fyrirsjáanlegri framtíð. „Í nágrannalöndunum okkar eru yfir 40 tegundir af moskítóflugum sem bíta. Maður sér það með þeim loftslagsbreytingum sem núna eiga sér stað ... tegundir sem hafa verið bundnar við heit lönd við heita beltið hafa verið að færa sig norðar.“ Tígrismoskítóflugan sem margir hræðast hafi meðal annars verið að stinga sér niður í Frakklandi og Ítalíu. „Þannig að það á örugglega eftir það eru örugglega til tegundir í skandinavíu og bretlandseyjum sem geta vel lifað hérna, þær hafa bara ekki borist hingað til.“ Sumt mannfólk framleiði skordýrafælandi efni Gísli segir að nokkrar gerðir séu til af skordýrafælandi efnum. „Eitt það kraftmesta er kallað DEET, og var upprunalega framleitt af bandaríska hernum við lok stríðsins ... Sumt fólk framleiðir efni sem líkist þessu, þau eru ekki bitin ... Það ræðst af erfðafræðinni, þetta eru lífræn efni, lífefnafræðileg efni sem eru framleidd, þetta erfist,“ segir Gísli. Erfitt sé að komast að því hvort líkaminn framleiði þessi efni. „Moskítóflugur laðast að koltvísýringi, moskítóflugur laðast að líkamslyktinni, sérstaklega lyktinni sem kemur af fótum, svona táfýlu. Og fólk er oft bitið í neðri hluta í leggina og fæturna ef það er berfætt.“ „Meira að segja ef þú getur fengið illa lyktandi ost þá setjast moskítóflugur og reyna bíta hann.“
Skordýr Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira