Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Sindri Sverrisson skrifar 7. maí 2025 07:32 Indiana Pacers fögnuðu hádramatískum endurkomusigri gegn Cleveland Cavaliers í gærkvöld. Getty/Jason Miller Indiana Pacers eru komnir í 2-0 í einvíginu við Cleveland Cavaliers sem enduðu á toppi austurdeildar NBA-deildarinnar, eftir þriggja stiga sigurkörfu Tyrese Haliburton. Golden State Warriors misstu Stephen Curry meiddan af velli í sigri á Minnesota Timberwolves. Hinn 37 ára Curry meiddist í læri í fyrri hálfleik, í 99-88 sigri Warriors í gær. Hann virtist í fyrstu ætla að reyna að halda áfram en bað svo um að fara af velli. „Við gerum klárlega ekki ráð fyrir að hann verði til taks í leik tvö en við vitum það ekki enn. Þegar um meiðsli í læri er að ræða þá er erfitt að ímynda sér að hann spili,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Warriors. Stephen Curry was diagnosed with a “hamstring strain” This is worst case scenario in a playoff series Typical timeline of healing is Grade I: 7-10 days Grade II: 3-6 weeks pic.twitter.com/fSY4ElyyaM— Dr. Evan Jeffries, DPT (@GameInjuryDoc) May 7, 2025 „Ég talaði við hann í hálfleik, hann er algjörlega niðurbrotinn. Strákarnir fylltu í skarðið og spiluðu frábæran leik en við finnum allir til með Steph. Þetta er hins vegar hluti af leiknum. Menn meiðast og við höldum áfram,“ sagði Kerr. Buddy Hield, Jimmy Butler og Draymond Green sáu um að skora stigin í fjarveru Curry og gerðu samtals 62 stig. Tuttugu stigum undir en unnu í blálokin Cleveland Cavaliers unnu deildarkeppnina austanmegin en eru komnir í erfiða stöðu eftir sigurþrist Haliburton í gær, í leik sem endaði 120-119. TYRESE HALIBURTON WINS GAME 2 FOR THE PACERS 😱🤯WHAT. A. WILD. PLAY. pic.twitter.com/rFsjZmtrBz— NBA (@NBA) May 7, 2025 Pacers voru undir í gegnum allan leikinn eða þar til í fjórða leikhluta sem þeir unnu með fimmtán stiga mun, 36-21. Cavaliers höfðu um tíma náð tuttugu stiga forskoti en það hvarf allt saman á endanum. Aaron Nesmith og Myles Turner voru stigahæstir Pacers með 23 stig hvor en Haliburton skoraði 20. NBA Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Hinn 37 ára Curry meiddist í læri í fyrri hálfleik, í 99-88 sigri Warriors í gær. Hann virtist í fyrstu ætla að reyna að halda áfram en bað svo um að fara af velli. „Við gerum klárlega ekki ráð fyrir að hann verði til taks í leik tvö en við vitum það ekki enn. Þegar um meiðsli í læri er að ræða þá er erfitt að ímynda sér að hann spili,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Warriors. Stephen Curry was diagnosed with a “hamstring strain” This is worst case scenario in a playoff series Typical timeline of healing is Grade I: 7-10 days Grade II: 3-6 weeks pic.twitter.com/fSY4ElyyaM— Dr. Evan Jeffries, DPT (@GameInjuryDoc) May 7, 2025 „Ég talaði við hann í hálfleik, hann er algjörlega niðurbrotinn. Strákarnir fylltu í skarðið og spiluðu frábæran leik en við finnum allir til með Steph. Þetta er hins vegar hluti af leiknum. Menn meiðast og við höldum áfram,“ sagði Kerr. Buddy Hield, Jimmy Butler og Draymond Green sáu um að skora stigin í fjarveru Curry og gerðu samtals 62 stig. Tuttugu stigum undir en unnu í blálokin Cleveland Cavaliers unnu deildarkeppnina austanmegin en eru komnir í erfiða stöðu eftir sigurþrist Haliburton í gær, í leik sem endaði 120-119. TYRESE HALIBURTON WINS GAME 2 FOR THE PACERS 😱🤯WHAT. A. WILD. PLAY. pic.twitter.com/rFsjZmtrBz— NBA (@NBA) May 7, 2025 Pacers voru undir í gegnum allan leikinn eða þar til í fjórða leikhluta sem þeir unnu með fimmtán stiga mun, 36-21. Cavaliers höfðu um tíma náð tuttugu stiga forskoti en það hvarf allt saman á endanum. Aaron Nesmith og Myles Turner voru stigahæstir Pacers með 23 stig hvor en Haliburton skoraði 20.
NBA Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira