„Ótrúlega mikill heiður“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. maí 2025 10:01 Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur staðið sig frábærlega með Inter á sinni fyrstu leiktíð eftir komuna frá Bayern München. Getty/Mairo Cinquetti Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir var á mánudagskvöldið valin besti markvörður ítölsku seríu A-deildarinnar. Cecilía Rán hefur átt frábært tímabil með Internazionale en hún kom til liðsins á láni frá Bayern München. Frammistaða hennar hefur ekki farið framhjá neinum á Ítalíu sem þessi verðlaun í gærkvöld sýna og sanna. Cecilía fékk á sig 22 mörk í 22 deildarleikjum með Inter en hún varði 81 prósent skotanna sem á hana komu. Hún hélt hreinu í 9 af þessum 22 leikjum. „Það eru mjög sterkir og góðir markmenn í þessari deild þannig að ég var ekkert endilega að búast við að verða valin besti markmaðurinn þannig að þetta er ótrúlega mikill heiður,“ segir Cecilía en kom þetta henni á óvart? „Svona já og nei. Maður veit aldrei með einstaklingsverðlaun því það eru bara einhverjir að velja þau. Mér fannst ég alveg eiga skilið að vinna þetta.“ Samkvæmt ítölskum blaðamanni ætlar Inter að gera allt til að kaupa Cecilíu frá Bayern Munchen og það á 100.000 evrur, eða jafnvirði um 15 milljóna króna, sem yrði metverð fyrir markvörð í ítölsku deildinni. „Eins og staðan er núna er ég í samningsviðræðum og á eitt ár eftir hjá Bayern. Það lið sem ég færi til þarf að kaupa mig. Ég vonast til að geta klárað samningsviðræðurnar í þessari viku til þess að geta bara farið í frí og vitað hvar ég verð á næsta tímabili. Ég get því miður ekkert gefið neitt upp, þetta kemur bara í ljós á næstu dögum. Ég verð að fara eitthvað þar sem ég spila og miðað við samtöl mín við Bayern sé ég ekki fram á það að ég verði markmaður númer eitt hjá þeim.“ Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Sjá meira
Cecilía Rán hefur átt frábært tímabil með Internazionale en hún kom til liðsins á láni frá Bayern München. Frammistaða hennar hefur ekki farið framhjá neinum á Ítalíu sem þessi verðlaun í gærkvöld sýna og sanna. Cecilía fékk á sig 22 mörk í 22 deildarleikjum með Inter en hún varði 81 prósent skotanna sem á hana komu. Hún hélt hreinu í 9 af þessum 22 leikjum. „Það eru mjög sterkir og góðir markmenn í þessari deild þannig að ég var ekkert endilega að búast við að verða valin besti markmaðurinn þannig að þetta er ótrúlega mikill heiður,“ segir Cecilía en kom þetta henni á óvart? „Svona já og nei. Maður veit aldrei með einstaklingsverðlaun því það eru bara einhverjir að velja þau. Mér fannst ég alveg eiga skilið að vinna þetta.“ Samkvæmt ítölskum blaðamanni ætlar Inter að gera allt til að kaupa Cecilíu frá Bayern Munchen og það á 100.000 evrur, eða jafnvirði um 15 milljóna króna, sem yrði metverð fyrir markvörð í ítölsku deildinni. „Eins og staðan er núna er ég í samningsviðræðum og á eitt ár eftir hjá Bayern. Það lið sem ég færi til þarf að kaupa mig. Ég vonast til að geta klárað samningsviðræðurnar í þessari viku til þess að geta bara farið í frí og vitað hvar ég verð á næsta tímabili. Ég get því miður ekkert gefið neitt upp, þetta kemur bara í ljós á næstu dögum. Ég verð að fara eitthvað þar sem ég spila og miðað við samtöl mín við Bayern sé ég ekki fram á það að ég verði markmaður númer eitt hjá þeim.“
Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Sjá meira