Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2025 08:32 Jalen Brunson og félagar í New York Knicks eru komnir í 2-0 í einvíginu gegn Boston Celtics og næstu tveir leikir eru á þeirra heimavelli, Madison Square Garden. getty/Maddie Meyer Öllum að óvörum er New York Knicks komið í 2-0 í einvíginu gegn meisturum Boston Celtics í undanúrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Vestanmegin sýndi Oklahoma City Thunder styrk sinn gegn Denver Nuggets. Annan leikinn í röð lenti Knicks tuttugu stigum undir á móti Celtics en kom til baka og landaði sigri. Jalen Brunson setti niður tvö vítaskot þegar 12,7 sekúndur voru eftir og kom Knicks í 90-91. Celtics fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn en Mikal Bridges stal boltanum af Jayson Tatum. Hann stal boltanum einnig undir blálokin á fyrsta leiknum. BRUNSON HITS TWO FREE THROWS.BRIDGES TAKES THE BALL AWAY.KNICKS TAKE 2-0 SERIES LEAD. pic.twitter.com/NbyRwQri9O— NBA (@NBA) May 8, 2025 Bridges var heldur betur mikilvægur á ögurstundu en hann skoraði öll fjórtán stigin sín í 4. leikhluta. Josh Hart var stigahæstur hjá Knicks með 23 stig. Karl-Anthony Towns skoraði 21 stig og tók sautján fráköst og Brunson skilaði sautján stigum. Jaylen Brown og Derrick White skoruðu tuttugu stig hvor fyrir Celtics. Sóknarleikur meistaranna hrökk í baklás í 4. leikhluta en liðið skoraði ekki körfu í rúmar átta mínútur og klikkaði á þrettán skotum í röð. Celtics vann alla fjóra leikina gegn Knicks í deildarkeppninni en er nú heldur betur komið með bakið upp við vegg eftir tvö töp á heimavelli í fyrstu tveimur leikjum einvígisins. Met hjá Þrumunni Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum gegn Nuggets svaraði OKC heldur betur fyrir sig í öðrum leiknum í nótt og vann hann með 43 stigum, 149-106. Staðan í einvígi liðanna er því 1-1. OKC hefur aldrei skorað fleiri stig í leik í úrslitakeppninni í sögu félagsins. Thunder setti einnig met í sögu úrslitakeppninnar með því að skora 87 stig í fyrri hálfleik. Á meðan skoraði Nuggets 56 stig. Átta leikmenn Thunder skoruðu tíu stig eða meira í leiknum. Shai Gilgeous-Alexander var stigahæstur með 34 stig auk þess sem hann gaf átta stoðsendingar. Gilgeous-Alexander hitti úr ellefu af þrettán skotum sínum utan af velli og kláraði öll ellefu vítin sín. SGA, THUNDER SCORE FRANCHISE-PLAYOFF RECORD 149 POINTS!⚡️ 34 PTS⚡️ 8 AST⚡️ 11-13 FGM (84.6%)⚡️ +51 while on court⚡️ OKC ties series 1-1 pic.twitter.com/IDzHjXi4yU— NBA (@NBA) May 8, 2025 Fátt var um fína drætti hjá Denver. Russell Westbrook skoraði nítján stig en Nikola Jokic var nokkuð rólegur með sautján stig, átta fráköst og sex stoðsendingar og fékk sína sjöttu villu í 3. leikhluta. NBA Mest lesið „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira
Annan leikinn í röð lenti Knicks tuttugu stigum undir á móti Celtics en kom til baka og landaði sigri. Jalen Brunson setti niður tvö vítaskot þegar 12,7 sekúndur voru eftir og kom Knicks í 90-91. Celtics fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn en Mikal Bridges stal boltanum af Jayson Tatum. Hann stal boltanum einnig undir blálokin á fyrsta leiknum. BRUNSON HITS TWO FREE THROWS.BRIDGES TAKES THE BALL AWAY.KNICKS TAKE 2-0 SERIES LEAD. pic.twitter.com/NbyRwQri9O— NBA (@NBA) May 8, 2025 Bridges var heldur betur mikilvægur á ögurstundu en hann skoraði öll fjórtán stigin sín í 4. leikhluta. Josh Hart var stigahæstur hjá Knicks með 23 stig. Karl-Anthony Towns skoraði 21 stig og tók sautján fráköst og Brunson skilaði sautján stigum. Jaylen Brown og Derrick White skoruðu tuttugu stig hvor fyrir Celtics. Sóknarleikur meistaranna hrökk í baklás í 4. leikhluta en liðið skoraði ekki körfu í rúmar átta mínútur og klikkaði á þrettán skotum í röð. Celtics vann alla fjóra leikina gegn Knicks í deildarkeppninni en er nú heldur betur komið með bakið upp við vegg eftir tvö töp á heimavelli í fyrstu tveimur leikjum einvígisins. Met hjá Þrumunni Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum gegn Nuggets svaraði OKC heldur betur fyrir sig í öðrum leiknum í nótt og vann hann með 43 stigum, 149-106. Staðan í einvígi liðanna er því 1-1. OKC hefur aldrei skorað fleiri stig í leik í úrslitakeppninni í sögu félagsins. Thunder setti einnig met í sögu úrslitakeppninnar með því að skora 87 stig í fyrri hálfleik. Á meðan skoraði Nuggets 56 stig. Átta leikmenn Thunder skoruðu tíu stig eða meira í leiknum. Shai Gilgeous-Alexander var stigahæstur með 34 stig auk þess sem hann gaf átta stoðsendingar. Gilgeous-Alexander hitti úr ellefu af þrettán skotum sínum utan af velli og kláraði öll ellefu vítin sín. SGA, THUNDER SCORE FRANCHISE-PLAYOFF RECORD 149 POINTS!⚡️ 34 PTS⚡️ 8 AST⚡️ 11-13 FGM (84.6%)⚡️ +51 while on court⚡️ OKC ties series 1-1 pic.twitter.com/IDzHjXi4yU— NBA (@NBA) May 8, 2025 Fátt var um fína drætti hjá Denver. Russell Westbrook skoraði nítján stig en Nikola Jokic var nokkuð rólegur með sautján stig, átta fráköst og sex stoðsendingar og fékk sína sjöttu villu í 3. leikhluta.
NBA Mest lesið „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira