Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 8. maí 2025 08:00 Síðustu daga hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins rætt frumvarp atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda af yfirvegun, málefnalegri gagnrýni og á grunni þeirra gilda sem flokkurinn stendur fyrir. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að reynt sé að gera okkur upp meiningar. Það þekkjum við vel. Sjálfstæðisflokkurinn er í sífellu skilgreindur af öðrum. Oft sem endurómur af orðinu á götunni, og ekki í takt við raunveruleikann. En sá sem les málflutning okkar, eða hlustar á hann í þingsal, sér að þessi afstaða byggir á skýrum og stöðugum grunni. Hún sprettur ekki af þrýstingi eða sérhagsmunum, heldur af grunngildum Sjálfstæðisstefnunnar. Við trúum því að skattlagning eigi að vera sanngjörn og fyrirsjáanleg. Að stjórnsýsla eigi að vera vönduð og málsmeðferð gagnsæ. Við trúum því að atvinnulífið sé ekki andstæðingur, heldur burðarás samfélagsins. Og við trúum því að þeir sem skapa verðmæti, byggja upp og halda samfélaginu gangandi eigi skilið traust og stöðugleika, ekki pólitískt áhlaup. Við höfum gagnrýnt þetta frumvarp bæði vegna þess hvernig að málinu hefur verið staðið og ekki síður vegna þess hvað felst í því efnislega. Þessar breytingar stefna að því að umbylta kerfi sem hefur skapað verðmæti, störf og byggð vítt og breitt um landið. Það er ekki aðeins óvíst að breytingarnar skili yfir höfuð auknum tekjum til ríkissjóðs – það er hætta á að þær grafi undan þeirri verðmætasköpun sem hefur gert okkur kleift að byggja velferðarsamfélagið sem við öll njótum góðs af. Þessi umræða afhjúpar líka grundvallarmun á hægrimönnum og vinstrimönnum. Þegar vinstrimenn komast til valda snúast fyrstu spurningarnar um það hvernig hægt sé að hækka skatta. Hvernig hægt sé að leggja auknar álögur á grunnatvinnugreinar og fjölskyldur í landinu. Við hægrimenn spyrjum að öðru: Hvernig tryggjum við jafnvægi milli skattheimtu og verðmætasköpunar svo að samfélagið allt njóti góðs? Þannig stækkar kakan, okkur öllum til hagsbóta. Það er líka þekkt stef að vinstrimenn hafi alltaf átt auðvelt með að finna ný nöfn á skatta. Það hentar málflutningi þeirra vel að skattar hafi þúsund nöfn. En sama hvað menn kalla þetta – skattar eru skattar, og þegar álögur eru hækkaðar á eina atvinnugrein bitnar það ekki aðeins á þeim sem starfa í henni heldur á samfélaginu öllu. Við skulum líka hafa það alveg á hreinu: sjávarútvegurinn er ein af lykilstoðum þjóðarbúsins. Hann hefur byggt upp samfélög um land allt, skapað störf, fært þjóðinni gjaldeyri og staðið undir gríðarlegum tekjum ríkis og sveitarfélaga. Það er ekkert óeðlilegt við það að Sjálfstæðisflokkurinn taki til varna þegar ráðist er að grunnstoð sem þessari. Það myndum við gera alveg sama hver atvinnugreinin væri – hvort sem um væri að ræða ferðaþjónustu, orku- eða álframleiðslu eða aðra burðarása þjóðarbúsins. Við höfum áður sagt að Sjálfstæðisflokkurinn er tilbúinn í samtal um breytingar á veiðigjaldakerfinu. En þá þarf það samtal að byggjast á fagmennsku, raungögnum og góðum undirbúningi. Það þarf að virða fólk, fyrirtæki og byggðir sem lifa af atvinnugreininni sem um ræðir. Núverandi vegferð ríkisstjórnarinnar gerir það ekki og er ekki til þess fallin að koma á sátt um málið. Ég skil vel að þessi umræða veki sterkar tilfinningar. En við verðum að halda okkur við staðreyndir og rök. Við verðum að byggja á trausti, ekki popúlisma. Á stefnu, ekki frösum. Sjálfstæðisflokkurinn stendur með fólki sem vill skapa, byggja og horfa til framtíðar. Það höfum við alltaf gert og við ætlum að halda því áfram. Ekki vegna þess að það er vinsælt, heldur vegna þess að það er rétt. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu daga hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins rætt frumvarp atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda af yfirvegun, málefnalegri gagnrýni og á grunni þeirra gilda sem flokkurinn stendur fyrir. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að reynt sé að gera okkur upp meiningar. Það þekkjum við vel. Sjálfstæðisflokkurinn er í sífellu skilgreindur af öðrum. Oft sem endurómur af orðinu á götunni, og ekki í takt við raunveruleikann. En sá sem les málflutning okkar, eða hlustar á hann í þingsal, sér að þessi afstaða byggir á skýrum og stöðugum grunni. Hún sprettur ekki af þrýstingi eða sérhagsmunum, heldur af grunngildum Sjálfstæðisstefnunnar. Við trúum því að skattlagning eigi að vera sanngjörn og fyrirsjáanleg. Að stjórnsýsla eigi að vera vönduð og málsmeðferð gagnsæ. Við trúum því að atvinnulífið sé ekki andstæðingur, heldur burðarás samfélagsins. Og við trúum því að þeir sem skapa verðmæti, byggja upp og halda samfélaginu gangandi eigi skilið traust og stöðugleika, ekki pólitískt áhlaup. Við höfum gagnrýnt þetta frumvarp bæði vegna þess hvernig að málinu hefur verið staðið og ekki síður vegna þess hvað felst í því efnislega. Þessar breytingar stefna að því að umbylta kerfi sem hefur skapað verðmæti, störf og byggð vítt og breitt um landið. Það er ekki aðeins óvíst að breytingarnar skili yfir höfuð auknum tekjum til ríkissjóðs – það er hætta á að þær grafi undan þeirri verðmætasköpun sem hefur gert okkur kleift að byggja velferðarsamfélagið sem við öll njótum góðs af. Þessi umræða afhjúpar líka grundvallarmun á hægrimönnum og vinstrimönnum. Þegar vinstrimenn komast til valda snúast fyrstu spurningarnar um það hvernig hægt sé að hækka skatta. Hvernig hægt sé að leggja auknar álögur á grunnatvinnugreinar og fjölskyldur í landinu. Við hægrimenn spyrjum að öðru: Hvernig tryggjum við jafnvægi milli skattheimtu og verðmætasköpunar svo að samfélagið allt njóti góðs? Þannig stækkar kakan, okkur öllum til hagsbóta. Það er líka þekkt stef að vinstrimenn hafi alltaf átt auðvelt með að finna ný nöfn á skatta. Það hentar málflutningi þeirra vel að skattar hafi þúsund nöfn. En sama hvað menn kalla þetta – skattar eru skattar, og þegar álögur eru hækkaðar á eina atvinnugrein bitnar það ekki aðeins á þeim sem starfa í henni heldur á samfélaginu öllu. Við skulum líka hafa það alveg á hreinu: sjávarútvegurinn er ein af lykilstoðum þjóðarbúsins. Hann hefur byggt upp samfélög um land allt, skapað störf, fært þjóðinni gjaldeyri og staðið undir gríðarlegum tekjum ríkis og sveitarfélaga. Það er ekkert óeðlilegt við það að Sjálfstæðisflokkurinn taki til varna þegar ráðist er að grunnstoð sem þessari. Það myndum við gera alveg sama hver atvinnugreinin væri – hvort sem um væri að ræða ferðaþjónustu, orku- eða álframleiðslu eða aðra burðarása þjóðarbúsins. Við höfum áður sagt að Sjálfstæðisflokkurinn er tilbúinn í samtal um breytingar á veiðigjaldakerfinu. En þá þarf það samtal að byggjast á fagmennsku, raungögnum og góðum undirbúningi. Það þarf að virða fólk, fyrirtæki og byggðir sem lifa af atvinnugreininni sem um ræðir. Núverandi vegferð ríkisstjórnarinnar gerir það ekki og er ekki til þess fallin að koma á sátt um málið. Ég skil vel að þessi umræða veki sterkar tilfinningar. En við verðum að halda okkur við staðreyndir og rök. Við verðum að byggja á trausti, ekki popúlisma. Á stefnu, ekki frösum. Sjálfstæðisflokkurinn stendur með fólki sem vill skapa, byggja og horfa til framtíðar. Það höfum við alltaf gert og við ætlum að halda því áfram. Ekki vegna þess að það er vinsælt, heldur vegna þess að það er rétt. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar