Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2025 11:33 Ingunn Sigurpálsdóttir er tekin við starfi forstjóra. Auðna tæknitorg hefur ráðið Ingunni Sigurpálsdóttur í starf framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Hún tekur við starfinu af Einar Mäntylä sem kom að stofnun Auðnu á árinu 2019 og hefur setið í forstjórastól síðan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Auðnu. Ingunn hefur starfað sem markaðs- og fjármálastjóri Auðnu og tók við starfi forstjóra þann 1. maí. Það segir í tilkynningunni að hún muni leiða áframhaldandi uppbyggingu og þróun starfsemi Auðnu, sem gegni lykilhlutverki í íslensku nýsköpunar- og rannsóknarumhverfi með því að aðstoða háskóla- og vísindasamfélagið við að skila uppfinningum og hagnýtanlegum rannsóknarniðurstöðum til samfélagsins í formi lausna, verðmætasköpunar og aukninnar samkeppnishæfni. Ingunn er í tilkynningunni sögð búa yfir víðtækri og fjölbreyttri reynslu af stjórnun, markaðsstarfi og fjármálum úr íslensku atvinnulífi, sem hafi veitt henni dýrmæta innsýn í það hvernig styðja megi við frumkvöðla, efla samstarf og stuðla að árangri í nýsköpunarumhverfi. Ingunn er með grunngráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur sótt frekari þekkingu með sérhæfðum námskeiðum í verkefnastjórnun, stafrænum markaðsmálum og viðburðastjórnun. „Það er bæði mikill heiður og spennandi áskorun að taka við starfi framkvæmdastjóra Auðnu tæknitorgs,“ segir Ingunn. „Félagið hefur á undanförnum árum byggt upp mikilvæga innviði sem styðja við nýsköpun á Íslandi og ég hlakka til að vinna með frábæru teymi og samstarfsaðilum til að efla þetta starf enn frekar.“ Um Auðnu tæknitorg Auðna tæknitorg er kjarnastofnun í íslensku nýsköpunarumhverfi sem stuðlar að því að rannsóknaniðurstöður, hugverk og þekking nýtist atvinnulífinu og samfélaginu. Meðal verkefna Auðnu eru stuðningur við frumkvöðla, sérfræðinga og fyrirtæki, ráðgjöf um hugverkaréttindi og viðskiptaþróun, auk aukinnar tengingar við alþjóðlega fjárfesta og markaði. Vistaskipti Tækni Nýsköpun Háskólar Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Sjá meira
Ingunn hefur starfað sem markaðs- og fjármálastjóri Auðnu og tók við starfi forstjóra þann 1. maí. Það segir í tilkynningunni að hún muni leiða áframhaldandi uppbyggingu og þróun starfsemi Auðnu, sem gegni lykilhlutverki í íslensku nýsköpunar- og rannsóknarumhverfi með því að aðstoða háskóla- og vísindasamfélagið við að skila uppfinningum og hagnýtanlegum rannsóknarniðurstöðum til samfélagsins í formi lausna, verðmætasköpunar og aukninnar samkeppnishæfni. Ingunn er í tilkynningunni sögð búa yfir víðtækri og fjölbreyttri reynslu af stjórnun, markaðsstarfi og fjármálum úr íslensku atvinnulífi, sem hafi veitt henni dýrmæta innsýn í það hvernig styðja megi við frumkvöðla, efla samstarf og stuðla að árangri í nýsköpunarumhverfi. Ingunn er með grunngráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur sótt frekari þekkingu með sérhæfðum námskeiðum í verkefnastjórnun, stafrænum markaðsmálum og viðburðastjórnun. „Það er bæði mikill heiður og spennandi áskorun að taka við starfi framkvæmdastjóra Auðnu tæknitorgs,“ segir Ingunn. „Félagið hefur á undanförnum árum byggt upp mikilvæga innviði sem styðja við nýsköpun á Íslandi og ég hlakka til að vinna með frábæru teymi og samstarfsaðilum til að efla þetta starf enn frekar.“ Um Auðnu tæknitorg Auðna tæknitorg er kjarnastofnun í íslensku nýsköpunarumhverfi sem stuðlar að því að rannsóknaniðurstöður, hugverk og þekking nýtist atvinnulífinu og samfélaginu. Meðal verkefna Auðnu eru stuðningur við frumkvöðla, sérfræðinga og fyrirtæki, ráðgjöf um hugverkaréttindi og viðskiptaþróun, auk aukinnar tengingar við alþjóðlega fjárfesta og markaði.
Vistaskipti Tækni Nýsköpun Háskólar Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Sjá meira