„Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2025 14:02 Pétur Rúnar Birgisson varð Íslandsmeistari með Tindastóli 2023 og á silfurverðlaun frá tímabilunum 2016, 2018 og 2022. vísir/diego Pétur Rúnar Birgisson segir að leikmenn Tindastóls séu klárir fyrir einvígið gegn Stjörnunni um Íslandsmeistaratitilinn sem hefst í kvöld. „Mikil tilhlökkun. Það er alltaf gaman þegar maður er að spila á svona stóru sviði. Það er alltaf mikið af áhorfendum, mikið fjaðrafok í kringum og maður veit að við þurfum að mæta vel undirbúnir. Við vitum að við erum að fara að spila við hörkulið og það skiptir máli að eiga fyrsta höggið,“ sagði Pétur Rúnar sem er að fara að spila í sínu fimmta úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn. „Við viljum mæta vel klárir, undirbúa okkur sem best fyrir þá og vera klárir í hvaða aðgerðir þeir ætla að henda í okkur og búnir að stúdera það vel og vandlega. Við viljum henda í fyrsta höggið þannig að við byrjum seríuna af krafti.“ Er eiginlega svona allan veturinn Á Sauðárkróki hverfist lífið að stórum hluta um körfubolta, sérstaklega á þessum tíma árs. „Maður finnur alveg fyrir því þegar maður er að mæta í vinnu og labba út um bæinn að maður er stoppaður hér og þar, úti í búð, og það er verið að ræða hvað er framundan. En það er mestmegnis bara tilhlökkun í öllum bænum og hún verður alltaf meiri og meiri eftir því sem okkur gengur betur. Þetta er samt eiginlega svona yfir allan veturinn,“ sagði Pétur. Stuðningsmenn Tindastóls fjölmenna á leiki liðsins, hvort sem það er á heima- eða útivelli.vísir/diego „Ég þekki ekkert annað. Ég er búinn að vera hérna allan minn feril og ég hef mjög gaman að þessu,“ bætti leikstjórnandinn við. Getur verið erfitt Pétur segir að því fylgi pressa að vera kominn á þennan stað í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. „Það getur verið það. Þetta getur alveg verið erfitt. Eins og síðasta tímabil var; við vorum með lið sem átti að gera helling en svo nær þetta ekki að smella og þér líður alltaf eins og þú sért bregðast fólki sem er ekki góð tilfinning,“ sagði Pétur. Pétur og félagar slógu Keflavík út í átta liða úrslitunum, 3-0, og Álftanes í undanúrslitunum, 3-1. Í úrslitunum bíður Stjarnan.vísir/diego „Það hafa alveg verið svefnlausar nætur í gegnum tíðina en ég myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en í hina áttina, þar sem öllum er drullusama. Ég hef meira gaman að þessu og reyni bara að nálgast fólk fagmannlega og reyni að hlusta ef það hefur einhver góð ráð. Annars loka ég bara eyrunum ef mér finnst þetta vera vitleysa. Pressan getur verið svolítið mikil en ég hef mestmegnis gaman að þessu.“ Kálfinn til vandræða Pétur segir stöðuna á sér vera þokkalega og er klár í úrslitaeinvígið. „Skrokkurinn er í ágætum málum í dag. Kálfinn er með smá leiðindi en ég hef trú á að þetta haldi, hvort sem það eru tíu mínútur í leik eða tuttugu. Ég held ég muni geta spilað það sem þarf,“ sagði Pétur. Halda áfram að spila sinn leik Stjarnan er andstæðingur Tindastóls í úrslitaeinvíginu. Pétur á von á hörkuleikjum gegn Garðbæingum. „Við erum búnir að gera mjög vel að spila okkar leik og reyna að undirbúa okkur sem best fyrir það sem Stjarnan kemur með að borðinu sem er mjög mikið,“ sagði Pétur. Klippa: Viðtal við Pétur Rúnar Birgisson „Við þurfum samt meira að hugsa um okkur og hvernig við munum tækla það að útfæra okkar hluti að þeim, heldur en að vera of mikið að greina þá og sjá hvað þeir eru að gera. Heldur fara yfir það sem við erum búnir að gera vel í vetur og reyna að halda því áfram.“ Allt viðtalið við Pétur má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Fyrsti leikur Tindastóls og Stjörnunnar hefst klukkan 20:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19:30. Bónus-deild karla Tindastóll Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
„Mikil tilhlökkun. Það er alltaf gaman þegar maður er að spila á svona stóru sviði. Það er alltaf mikið af áhorfendum, mikið fjaðrafok í kringum og maður veit að við þurfum að mæta vel undirbúnir. Við vitum að við erum að fara að spila við hörkulið og það skiptir máli að eiga fyrsta höggið,“ sagði Pétur Rúnar sem er að fara að spila í sínu fimmta úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn. „Við viljum mæta vel klárir, undirbúa okkur sem best fyrir þá og vera klárir í hvaða aðgerðir þeir ætla að henda í okkur og búnir að stúdera það vel og vandlega. Við viljum henda í fyrsta höggið þannig að við byrjum seríuna af krafti.“ Er eiginlega svona allan veturinn Á Sauðárkróki hverfist lífið að stórum hluta um körfubolta, sérstaklega á þessum tíma árs. „Maður finnur alveg fyrir því þegar maður er að mæta í vinnu og labba út um bæinn að maður er stoppaður hér og þar, úti í búð, og það er verið að ræða hvað er framundan. En það er mestmegnis bara tilhlökkun í öllum bænum og hún verður alltaf meiri og meiri eftir því sem okkur gengur betur. Þetta er samt eiginlega svona yfir allan veturinn,“ sagði Pétur. Stuðningsmenn Tindastóls fjölmenna á leiki liðsins, hvort sem það er á heima- eða útivelli.vísir/diego „Ég þekki ekkert annað. Ég er búinn að vera hérna allan minn feril og ég hef mjög gaman að þessu,“ bætti leikstjórnandinn við. Getur verið erfitt Pétur segir að því fylgi pressa að vera kominn á þennan stað í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. „Það getur verið það. Þetta getur alveg verið erfitt. Eins og síðasta tímabil var; við vorum með lið sem átti að gera helling en svo nær þetta ekki að smella og þér líður alltaf eins og þú sért bregðast fólki sem er ekki góð tilfinning,“ sagði Pétur. Pétur og félagar slógu Keflavík út í átta liða úrslitunum, 3-0, og Álftanes í undanúrslitunum, 3-1. Í úrslitunum bíður Stjarnan.vísir/diego „Það hafa alveg verið svefnlausar nætur í gegnum tíðina en ég myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en í hina áttina, þar sem öllum er drullusama. Ég hef meira gaman að þessu og reyni bara að nálgast fólk fagmannlega og reyni að hlusta ef það hefur einhver góð ráð. Annars loka ég bara eyrunum ef mér finnst þetta vera vitleysa. Pressan getur verið svolítið mikil en ég hef mestmegnis gaman að þessu.“ Kálfinn til vandræða Pétur segir stöðuna á sér vera þokkalega og er klár í úrslitaeinvígið. „Skrokkurinn er í ágætum málum í dag. Kálfinn er með smá leiðindi en ég hef trú á að þetta haldi, hvort sem það eru tíu mínútur í leik eða tuttugu. Ég held ég muni geta spilað það sem þarf,“ sagði Pétur. Halda áfram að spila sinn leik Stjarnan er andstæðingur Tindastóls í úrslitaeinvíginu. Pétur á von á hörkuleikjum gegn Garðbæingum. „Við erum búnir að gera mjög vel að spila okkar leik og reyna að undirbúa okkur sem best fyrir það sem Stjarnan kemur með að borðinu sem er mjög mikið,“ sagði Pétur. Klippa: Viðtal við Pétur Rúnar Birgisson „Við þurfum samt meira að hugsa um okkur og hvernig við munum tækla það að útfæra okkar hluti að þeim, heldur en að vera of mikið að greina þá og sjá hvað þeir eru að gera. Heldur fara yfir það sem við erum búnir að gera vel í vetur og reyna að halda því áfram.“ Allt viðtalið við Pétur má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Fyrsti leikur Tindastóls og Stjörnunnar hefst klukkan 20:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19:30.
Bónus-deild karla Tindastóll Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira