„Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2025 14:02 Pétur Rúnar Birgisson varð Íslandsmeistari með Tindastóli 2023 og á silfurverðlaun frá tímabilunum 2016, 2018 og 2022. vísir/diego Pétur Rúnar Birgisson segir að leikmenn Tindastóls séu klárir fyrir einvígið gegn Stjörnunni um Íslandsmeistaratitilinn sem hefst í kvöld. „Mikil tilhlökkun. Það er alltaf gaman þegar maður er að spila á svona stóru sviði. Það er alltaf mikið af áhorfendum, mikið fjaðrafok í kringum og maður veit að við þurfum að mæta vel undirbúnir. Við vitum að við erum að fara að spila við hörkulið og það skiptir máli að eiga fyrsta höggið,“ sagði Pétur Rúnar sem er að fara að spila í sínu fimmta úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn. „Við viljum mæta vel klárir, undirbúa okkur sem best fyrir þá og vera klárir í hvaða aðgerðir þeir ætla að henda í okkur og búnir að stúdera það vel og vandlega. Við viljum henda í fyrsta höggið þannig að við byrjum seríuna af krafti.“ Er eiginlega svona allan veturinn Á Sauðárkróki hverfist lífið að stórum hluta um körfubolta, sérstaklega á þessum tíma árs. „Maður finnur alveg fyrir því þegar maður er að mæta í vinnu og labba út um bæinn að maður er stoppaður hér og þar, úti í búð, og það er verið að ræða hvað er framundan. En það er mestmegnis bara tilhlökkun í öllum bænum og hún verður alltaf meiri og meiri eftir því sem okkur gengur betur. Þetta er samt eiginlega svona yfir allan veturinn,“ sagði Pétur. Stuðningsmenn Tindastóls fjölmenna á leiki liðsins, hvort sem það er á heima- eða útivelli.vísir/diego „Ég þekki ekkert annað. Ég er búinn að vera hérna allan minn feril og ég hef mjög gaman að þessu,“ bætti leikstjórnandinn við. Getur verið erfitt Pétur segir að því fylgi pressa að vera kominn á þennan stað í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. „Það getur verið það. Þetta getur alveg verið erfitt. Eins og síðasta tímabil var; við vorum með lið sem átti að gera helling en svo nær þetta ekki að smella og þér líður alltaf eins og þú sért bregðast fólki sem er ekki góð tilfinning,“ sagði Pétur. Pétur og félagar slógu Keflavík út í átta liða úrslitunum, 3-0, og Álftanes í undanúrslitunum, 3-1. Í úrslitunum bíður Stjarnan.vísir/diego „Það hafa alveg verið svefnlausar nætur í gegnum tíðina en ég myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en í hina áttina, þar sem öllum er drullusama. Ég hef meira gaman að þessu og reyni bara að nálgast fólk fagmannlega og reyni að hlusta ef það hefur einhver góð ráð. Annars loka ég bara eyrunum ef mér finnst þetta vera vitleysa. Pressan getur verið svolítið mikil en ég hef mestmegnis gaman að þessu.“ Kálfinn til vandræða Pétur segir stöðuna á sér vera þokkalega og er klár í úrslitaeinvígið. „Skrokkurinn er í ágætum málum í dag. Kálfinn er með smá leiðindi en ég hef trú á að þetta haldi, hvort sem það eru tíu mínútur í leik eða tuttugu. Ég held ég muni geta spilað það sem þarf,“ sagði Pétur. Halda áfram að spila sinn leik Stjarnan er andstæðingur Tindastóls í úrslitaeinvíginu. Pétur á von á hörkuleikjum gegn Garðbæingum. „Við erum búnir að gera mjög vel að spila okkar leik og reyna að undirbúa okkur sem best fyrir það sem Stjarnan kemur með að borðinu sem er mjög mikið,“ sagði Pétur. Klippa: Viðtal við Pétur Rúnar Birgisson „Við þurfum samt meira að hugsa um okkur og hvernig við munum tækla það að útfæra okkar hluti að þeim, heldur en að vera of mikið að greina þá og sjá hvað þeir eru að gera. Heldur fara yfir það sem við erum búnir að gera vel í vetur og reyna að halda því áfram.“ Allt viðtalið við Pétur má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Fyrsti leikur Tindastóls og Stjörnunnar hefst klukkan 20:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19:30. Bónus-deild karla Tindastóll Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira
„Mikil tilhlökkun. Það er alltaf gaman þegar maður er að spila á svona stóru sviði. Það er alltaf mikið af áhorfendum, mikið fjaðrafok í kringum og maður veit að við þurfum að mæta vel undirbúnir. Við vitum að við erum að fara að spila við hörkulið og það skiptir máli að eiga fyrsta höggið,“ sagði Pétur Rúnar sem er að fara að spila í sínu fimmta úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn. „Við viljum mæta vel klárir, undirbúa okkur sem best fyrir þá og vera klárir í hvaða aðgerðir þeir ætla að henda í okkur og búnir að stúdera það vel og vandlega. Við viljum henda í fyrsta höggið þannig að við byrjum seríuna af krafti.“ Er eiginlega svona allan veturinn Á Sauðárkróki hverfist lífið að stórum hluta um körfubolta, sérstaklega á þessum tíma árs. „Maður finnur alveg fyrir því þegar maður er að mæta í vinnu og labba út um bæinn að maður er stoppaður hér og þar, úti í búð, og það er verið að ræða hvað er framundan. En það er mestmegnis bara tilhlökkun í öllum bænum og hún verður alltaf meiri og meiri eftir því sem okkur gengur betur. Þetta er samt eiginlega svona yfir allan veturinn,“ sagði Pétur. Stuðningsmenn Tindastóls fjölmenna á leiki liðsins, hvort sem það er á heima- eða útivelli.vísir/diego „Ég þekki ekkert annað. Ég er búinn að vera hérna allan minn feril og ég hef mjög gaman að þessu,“ bætti leikstjórnandinn við. Getur verið erfitt Pétur segir að því fylgi pressa að vera kominn á þennan stað í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. „Það getur verið það. Þetta getur alveg verið erfitt. Eins og síðasta tímabil var; við vorum með lið sem átti að gera helling en svo nær þetta ekki að smella og þér líður alltaf eins og þú sért bregðast fólki sem er ekki góð tilfinning,“ sagði Pétur. Pétur og félagar slógu Keflavík út í átta liða úrslitunum, 3-0, og Álftanes í undanúrslitunum, 3-1. Í úrslitunum bíður Stjarnan.vísir/diego „Það hafa alveg verið svefnlausar nætur í gegnum tíðina en ég myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en í hina áttina, þar sem öllum er drullusama. Ég hef meira gaman að þessu og reyni bara að nálgast fólk fagmannlega og reyni að hlusta ef það hefur einhver góð ráð. Annars loka ég bara eyrunum ef mér finnst þetta vera vitleysa. Pressan getur verið svolítið mikil en ég hef mestmegnis gaman að þessu.“ Kálfinn til vandræða Pétur segir stöðuna á sér vera þokkalega og er klár í úrslitaeinvígið. „Skrokkurinn er í ágætum málum í dag. Kálfinn er með smá leiðindi en ég hef trú á að þetta haldi, hvort sem það eru tíu mínútur í leik eða tuttugu. Ég held ég muni geta spilað það sem þarf,“ sagði Pétur. Halda áfram að spila sinn leik Stjarnan er andstæðingur Tindastóls í úrslitaeinvíginu. Pétur á von á hörkuleikjum gegn Garðbæingum. „Við erum búnir að gera mjög vel að spila okkar leik og reyna að undirbúa okkur sem best fyrir það sem Stjarnan kemur með að borðinu sem er mjög mikið,“ sagði Pétur. Klippa: Viðtal við Pétur Rúnar Birgisson „Við þurfum samt meira að hugsa um okkur og hvernig við munum tækla það að útfæra okkar hluti að þeim, heldur en að vera of mikið að greina þá og sjá hvað þeir eru að gera. Heldur fara yfir það sem við erum búnir að gera vel í vetur og reyna að halda því áfram.“ Allt viðtalið við Pétur má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Fyrsti leikur Tindastóls og Stjörnunnar hefst klukkan 20:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19:30.
Bónus-deild karla Tindastóll Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira