Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Sindri Sverrisson skrifar 8. maí 2025 16:30 Eins og sjá má var verið að sprengja helling af flugeldum við hótel Tottenham í nótt. Eflaust pirrandi fyrir Dejan Kulusevski og félaga. Samsett/Twitter/Getty Óprúttnir stuðningsmenn norska liðsins Bodö/Glimt reyndu að færa sínu liði aðstoð með því að halda vöku fyrir leikmönnum Tottenham á hóteli þeirra í Noregi í nótt, með því að sprengja flugelda. Það var klukkan 2:27 í nótt sem að lögreglan í Bodö fékk tilkynningu um að verið væri að sprengja flugelda við hótel Tottenham-liðsins, Scandic Havet. „Flugeldasýninguna“ má sjá hér að neðan en Bodö Ultras, stuðningsmannahópur Bodö/Glimt, birti myndskeið á samfélagsmiðlum og taggaði Tottenham í færslunni. 😴😴😴 @SpursOfficial 02:37 pic.twitter.com/RGFu1QOq6G— Ultras Bodø (@ultrasbodo) May 8, 2025 „Sökudólgarnir sáust hlaupa af vettvangi. Þegar lögreglan kom á staðinn fundust nokkrar flugeldatertur,“ sagði fulltrúi lögreglunnar, May Wenche Hansen, við NRK. Ekki var búið að kveikja í öllum tertunum og gerði lögreglan þær upptækar. Seinni leikur Bodö/Glimt og Tottenham, í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta, hefst klukkan 19 í kvöld á Stöð 2 Sport 2. Á sama tíma er seinni leikur Manchester United og Athletic Bilbao á Vodafone Sport. Tottenham vann Bodö/Glimt 3-1 í Lundúnum, þar sem Ulrik Saltnes minnkaði muninn á 83. mínútu eftir mörk frá Brennan Johnson, James Maddison og Dominic Solanke. Einvígið er því enn opið og stuðningsmenn Bodö/Glimt meðvitaðir um möguleikana á að komast í sjálfan úrslitaleik keppninnar, því á gervigrasinu í Bodö hafa Lazio, Olympiacos, Twente og fleiri lið þurft að sætta sig við tap í vetur. Það gæti hjálpað ef leikmenn Tottenham fengu minni svefn en ella vegna flugeldanna í nótt. Stuðningsmenn Bodö hafa notað sömu aðferðir áður því þeir sprengdu líka flugelda til að vekja leikmenn Ajax í febrúar i fyrra. Ajax hafði þó betur í því einvígi, eftir framlengdan leik. Evrópudeild UEFA Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Það var klukkan 2:27 í nótt sem að lögreglan í Bodö fékk tilkynningu um að verið væri að sprengja flugelda við hótel Tottenham-liðsins, Scandic Havet. „Flugeldasýninguna“ má sjá hér að neðan en Bodö Ultras, stuðningsmannahópur Bodö/Glimt, birti myndskeið á samfélagsmiðlum og taggaði Tottenham í færslunni. 😴😴😴 @SpursOfficial 02:37 pic.twitter.com/RGFu1QOq6G— Ultras Bodø (@ultrasbodo) May 8, 2025 „Sökudólgarnir sáust hlaupa af vettvangi. Þegar lögreglan kom á staðinn fundust nokkrar flugeldatertur,“ sagði fulltrúi lögreglunnar, May Wenche Hansen, við NRK. Ekki var búið að kveikja í öllum tertunum og gerði lögreglan þær upptækar. Seinni leikur Bodö/Glimt og Tottenham, í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta, hefst klukkan 19 í kvöld á Stöð 2 Sport 2. Á sama tíma er seinni leikur Manchester United og Athletic Bilbao á Vodafone Sport. Tottenham vann Bodö/Glimt 3-1 í Lundúnum, þar sem Ulrik Saltnes minnkaði muninn á 83. mínútu eftir mörk frá Brennan Johnson, James Maddison og Dominic Solanke. Einvígið er því enn opið og stuðningsmenn Bodö/Glimt meðvitaðir um möguleikana á að komast í sjálfan úrslitaleik keppninnar, því á gervigrasinu í Bodö hafa Lazio, Olympiacos, Twente og fleiri lið þurft að sætta sig við tap í vetur. Það gæti hjálpað ef leikmenn Tottenham fengu minni svefn en ella vegna flugeldanna í nótt. Stuðningsmenn Bodö hafa notað sömu aðferðir áður því þeir sprengdu líka flugelda til að vekja leikmenn Ajax í febrúar i fyrra. Ajax hafði þó betur í því einvígi, eftir framlengdan leik.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn