Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Helena Lind Ólafsdóttir skrifar 8. maí 2025 19:54 Sandra María Jessen skoraði langþráð mörk í kvöld. vísir/Hulda Margrét Sandra María Jessen, markadrottning síðasta sumars, skoraði þrjú fyrstu mörkin sín í Bestu deildinni í sumar þegar Þór/KA konur sóttu þrjú stig í Fjarðabyggðarhöllina á Reyðarfirði. Þór/KA komst í 3-0 í fyrri hálfleiknum og vann leikinn á endanum 5-2. Þór/KA var búið að tapa tveimur leikjum í röð og Sandra María hafði ekki skorað í fjórum fyrstu leikjunum. FHL tók á móti liði Þórs/KA í Fjarðabyggðahöllinni á Reyðarfirði í kvöld í fimmtu umferð bestu deildar kvenna. Leikurinn byrjaði vel hjá gestunum en voru þær komnar í góða forustu á sextándu mínútu eftir tvö mörk á tveimur mínútum. Sandra María skoraði það fyrra en hún Sonja Björg átti það seinna. Á fertugustu mínútu voru þær svo komnar með þrjú mörk gegn engu heimamanna eftir glæsilegt skot Karenar Maríu sem endaði í slánni og rétt inn fyrir línuna. Heimamenn treystu á langar sendingar á sína sóknarmenn og skilaði það góðum skotum en engum mörkum fyrr en rétt í lok fyrri hálfleiks þegar þær minnkuðu muninn eftir gott skot frá Hrafnhildi Eik á fertugustu og fimmtu mínútu. Skotið hennar kom frá löngu færi beint upp í hægra horn í mark Þórs/KA. Seinni hálfleikurinn fór af stað af mikilli hörku. Þjálfari FHL fær gult spjald á fyrstu mínútu hálfleiksins fyrir að mótmæla. Á fyrstu 10 mínútum seinni hálfleiks fengu Þór/KA fjögur marktækifæri en þrjú af þeim enduðu yfir eða framhjá marki FHL. Hiti fór hægt að færast í leikmenn beggja liða en náðu KA sér í tvö gul spjöld á tveim mínútum. Sandra María skoraði sitt annað mark á sextugustu mínútu eftir glæsilega sókn upp hægri kantinn. Náðu gestirnir í sitt þriðja gula spjald þegar Hulda stöðvaði Aidu á hlaupum. Bríet Jóhannsdóttir fékk rautt spjald þegar hún missti Björgu frá sér rétt fyrir utan teig og togar hana niður. FHL fékk að auki víti en það er umdeilt hvort hún hafi verið fyrir innan eða utan teiginn þegar hún fór niður. Aida tók þetta víti af miklu öryggi og minnkaði muninn þegar tólf mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, Mikill kraftur kom í leikmenn beggja liða þegar farið var að nálgast leikslok. Sandra María svaraði marki heimamanna með því að skora sitt þriðja mark á átttugustu og fimmtu mínútu eftir góða stoðsendingu frá Huldu. Sandra er þar af leiðandi komin með þrennu í þessum leik. Töluvert var um hefndarbrot, leikmenn voru orðnir pirraðir og fylgdu hart eftir í návígum. Síðasta spjald leiksins kom þegar Alexia Marin togaði í treyju andstæðings. Þór/KA endaði þennan leik með fimm mörkum gegn tveimur og fara því sáttar heim með þrjú stig. Atvik Leiksins Leikurinn fór af stað af hörku og endaði af hörku. Rauða spjaldið sem Bríet fékk var sennilega það umdeildasta. Var Björg fyrir innan teyginn og átti þetta að vera víti eða ekki? Trúlega rangur dómur með vítið. Menn voru á báðum áttum en endaði það með víti og marki frá Aidu. Stjörnur og skúrkar Sandra átti virkilega góðan leik og náði þremur af þessum fimm mörkum Þórs/KA. Hún var á fullu allan tíman og átti þar að auki fullt af skotum sem enduðu framhjá. Pirringur var í báðum liðum og spurning er hvað triggerar það. Erfitt var að ná tökum á leiknum og bæði liðin spiluðu af fullri hörku allan tímann. Dómararnir Gunnar Oddur Hafliðason bar flautuna í dag og honum til aðstoðar voru þeir Borislav Ljubisic og Dragoljub Nikoletic. Í þessum leik þurftu dómarar leiksins að taka margar óvinsælar ákvarðanir. Erfitt var að hemja leikmenn og mörg brot áttu sér stað. Eini dómurinn sem var hins vegar talinn rangur var vítið sem FHL fengu en allt virtist vera undir góðri stjórn hjá þeim í öðru. Stemning og umgjörð Mikil stemning var í stúkunni en hefði mátt vera fleiri áhorfendur. Fámennt en góðmennt var þar af leiðandi hópurinn í dag. Sjoppan var opin og hamborgararnir vinsælu voru auðvitað á staðnum. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA.Vísir/Vilhelm Jóhann Kristinn: Tómatsósuáhrif hjá Söndru Maríu Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, var ánægður með að enda tveggja taphrinu í kvöld. „Bara gleði og ánægja að hafa unnið leikinn. Ég va mjög ánægður með mitt lið og mikil orka í þessum leik. Þetta var mjög erfiður leikur. Ég held að allir sem voru hér að horfa hafi séð rosalega orku í 90 mínútur og við náðum aldrei neinni ró í leikinn þannig séð en samt fyrirfram settum við það að við vorum komin hérna til þess að berjast fyrir þessum stigum því við hörfum misstigið okkur tvisvar í undanförnum leikjum,“ sagði Jóhann. „Við vitum að heimastelpur í FHL eru að berjast fyrir sínum fyrstu stigum þannig við vissum að þetta yrði svolítill leikur. Það var ekki endilega okkur efst í huga að hann yrði fallegur og rólegur og yfirvegaður. Við komum bara hingað til þess að berjast fyrir þessum þremur stigum sem við fengum og ég er mjög ánægður,“ sagði Jóhann. „Rauða spjaldið. Ég veit það ekki ég verð bara að kíkja á þetta aftur. Ég er svona… ég var langt í burtu en hef ekkert eðlilega góða sjón miðað við aldur og fyrri störf en ég er alveg handviss um að hún var fyrir utan teig og allt það en nú veit ég ekkert lengur hvernig þetta virkar með rautt spjald.. Ef þetta var rautt spjald, víti, mark… bann og einum færri í næsta leik þá er það komið í þrefalda eða fjórfalda refsingu. Ég held þær ætluðu að reyna að minnka það eitthvað en svona án þess að hafa skoðað þetta aftur þá held ég að þetta sé algjört kjaftæði,“ sagði Jóhann. Sandra María Jessen skoraði þrennu í kvöld en þetta voru fyrstu mörk hennar á tímabilinu. „Tómatsósuáhrifin voru hjá Söndru greinilega. Það bara þegar lokið fór af þá bara frussaðist. Ég meina Sandra veit það það er alveg frábært að hún skoraði þrjú. Hún hefði örugglega getað gert þrjú í viðbót í dag. Ég er ánægður með hana. Ég er ánægður með liðið að hafa skapað svona mörg færi á móti hörku kröftugu og öflugu liði FHL og ég veit það styttist gríðarlega í að þau nái í sín fyrstu stig í þessari deild,“ sagði Jóhann. Björgvin Karl: Mjög svekkjandi Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari FHL, var svekktur með tapið í kvöld. „Svekkjandi að tapa 5-2 og fá á okkur fimm mörk. Það er mjög svekkjandi. Fannst við geta varist betur í þessum mörkum sem við fengum á okkur og get ég sett alveg stórar athugasemdir við tvö þeirra,“ sagði Björgvin Karl. „Þegar leikmaður er kominn einn í gegn og tekinn niður þá er það benjulega rautt en það var margt sem ég sá athugavert við þennan leik sem ég vill skoða betur,“ sagði Björgvin. Sandra María Jessen.vísir/Diego Sandra María: Mjög gott að ná inn fyrstu mörkunum Sandra María Jessen skoraði sín fyrstu mörk í Bestu deildinni í kvöld og þá setti hún þrennu. „Það er alltaf mjög gott að komast á blað og ekki síst þar sem það eru alveg búnar nokkrar umferðir á tímabilinu. Það var mjög gott að ná inn fyrstu mörkunum en svo skiptir það ekkert máli hverjir setja boltann inn,“ sagði Sandra. „Ég er bara ánægð að ná í þrjú stig og fara glaðar heim. Mér fannst við koma með mjög gott hugarfar í þennan leik og mjög mótívar í þennan leik, mikil stemning. Við vorum ekki einu sinni komnar út af vellinum þegar við vorum farnar að syngja Hesta Jóa á ganginum og hafa gaman,“ sagði Sandra. „Ég held að þetta hafi verið bara svona liðssigur og unnum með hugarfarinu. Við vorum mjög vel stemmdar og gáfumst aldrei upp. Það voru margar tilfinningar í þessum leik, hægðir og lægðir, en við kláruðum þetta bara og það var það sem skiptir máli,“ sagði Sandra. Besta deild kvenna FHL Þór Akureyri KA
Sandra María Jessen, markadrottning síðasta sumars, skoraði þrjú fyrstu mörkin sín í Bestu deildinni í sumar þegar Þór/KA konur sóttu þrjú stig í Fjarðabyggðarhöllina á Reyðarfirði. Þór/KA komst í 3-0 í fyrri hálfleiknum og vann leikinn á endanum 5-2. Þór/KA var búið að tapa tveimur leikjum í röð og Sandra María hafði ekki skorað í fjórum fyrstu leikjunum. FHL tók á móti liði Þórs/KA í Fjarðabyggðahöllinni á Reyðarfirði í kvöld í fimmtu umferð bestu deildar kvenna. Leikurinn byrjaði vel hjá gestunum en voru þær komnar í góða forustu á sextándu mínútu eftir tvö mörk á tveimur mínútum. Sandra María skoraði það fyrra en hún Sonja Björg átti það seinna. Á fertugustu mínútu voru þær svo komnar með þrjú mörk gegn engu heimamanna eftir glæsilegt skot Karenar Maríu sem endaði í slánni og rétt inn fyrir línuna. Heimamenn treystu á langar sendingar á sína sóknarmenn og skilaði það góðum skotum en engum mörkum fyrr en rétt í lok fyrri hálfleiks þegar þær minnkuðu muninn eftir gott skot frá Hrafnhildi Eik á fertugustu og fimmtu mínútu. Skotið hennar kom frá löngu færi beint upp í hægra horn í mark Þórs/KA. Seinni hálfleikurinn fór af stað af mikilli hörku. Þjálfari FHL fær gult spjald á fyrstu mínútu hálfleiksins fyrir að mótmæla. Á fyrstu 10 mínútum seinni hálfleiks fengu Þór/KA fjögur marktækifæri en þrjú af þeim enduðu yfir eða framhjá marki FHL. Hiti fór hægt að færast í leikmenn beggja liða en náðu KA sér í tvö gul spjöld á tveim mínútum. Sandra María skoraði sitt annað mark á sextugustu mínútu eftir glæsilega sókn upp hægri kantinn. Náðu gestirnir í sitt þriðja gula spjald þegar Hulda stöðvaði Aidu á hlaupum. Bríet Jóhannsdóttir fékk rautt spjald þegar hún missti Björgu frá sér rétt fyrir utan teig og togar hana niður. FHL fékk að auki víti en það er umdeilt hvort hún hafi verið fyrir innan eða utan teiginn þegar hún fór niður. Aida tók þetta víti af miklu öryggi og minnkaði muninn þegar tólf mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, Mikill kraftur kom í leikmenn beggja liða þegar farið var að nálgast leikslok. Sandra María svaraði marki heimamanna með því að skora sitt þriðja mark á átttugustu og fimmtu mínútu eftir góða stoðsendingu frá Huldu. Sandra er þar af leiðandi komin með þrennu í þessum leik. Töluvert var um hefndarbrot, leikmenn voru orðnir pirraðir og fylgdu hart eftir í návígum. Síðasta spjald leiksins kom þegar Alexia Marin togaði í treyju andstæðings. Þór/KA endaði þennan leik með fimm mörkum gegn tveimur og fara því sáttar heim með þrjú stig. Atvik Leiksins Leikurinn fór af stað af hörku og endaði af hörku. Rauða spjaldið sem Bríet fékk var sennilega það umdeildasta. Var Björg fyrir innan teyginn og átti þetta að vera víti eða ekki? Trúlega rangur dómur með vítið. Menn voru á báðum áttum en endaði það með víti og marki frá Aidu. Stjörnur og skúrkar Sandra átti virkilega góðan leik og náði þremur af þessum fimm mörkum Þórs/KA. Hún var á fullu allan tíman og átti þar að auki fullt af skotum sem enduðu framhjá. Pirringur var í báðum liðum og spurning er hvað triggerar það. Erfitt var að ná tökum á leiknum og bæði liðin spiluðu af fullri hörku allan tímann. Dómararnir Gunnar Oddur Hafliðason bar flautuna í dag og honum til aðstoðar voru þeir Borislav Ljubisic og Dragoljub Nikoletic. Í þessum leik þurftu dómarar leiksins að taka margar óvinsælar ákvarðanir. Erfitt var að hemja leikmenn og mörg brot áttu sér stað. Eini dómurinn sem var hins vegar talinn rangur var vítið sem FHL fengu en allt virtist vera undir góðri stjórn hjá þeim í öðru. Stemning og umgjörð Mikil stemning var í stúkunni en hefði mátt vera fleiri áhorfendur. Fámennt en góðmennt var þar af leiðandi hópurinn í dag. Sjoppan var opin og hamborgararnir vinsælu voru auðvitað á staðnum. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA.Vísir/Vilhelm Jóhann Kristinn: Tómatsósuáhrif hjá Söndru Maríu Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, var ánægður með að enda tveggja taphrinu í kvöld. „Bara gleði og ánægja að hafa unnið leikinn. Ég va mjög ánægður með mitt lið og mikil orka í þessum leik. Þetta var mjög erfiður leikur. Ég held að allir sem voru hér að horfa hafi séð rosalega orku í 90 mínútur og við náðum aldrei neinni ró í leikinn þannig séð en samt fyrirfram settum við það að við vorum komin hérna til þess að berjast fyrir þessum stigum því við hörfum misstigið okkur tvisvar í undanförnum leikjum,“ sagði Jóhann. „Við vitum að heimastelpur í FHL eru að berjast fyrir sínum fyrstu stigum þannig við vissum að þetta yrði svolítill leikur. Það var ekki endilega okkur efst í huga að hann yrði fallegur og rólegur og yfirvegaður. Við komum bara hingað til þess að berjast fyrir þessum þremur stigum sem við fengum og ég er mjög ánægður,“ sagði Jóhann. „Rauða spjaldið. Ég veit það ekki ég verð bara að kíkja á þetta aftur. Ég er svona… ég var langt í burtu en hef ekkert eðlilega góða sjón miðað við aldur og fyrri störf en ég er alveg handviss um að hún var fyrir utan teig og allt það en nú veit ég ekkert lengur hvernig þetta virkar með rautt spjald.. Ef þetta var rautt spjald, víti, mark… bann og einum færri í næsta leik þá er það komið í þrefalda eða fjórfalda refsingu. Ég held þær ætluðu að reyna að minnka það eitthvað en svona án þess að hafa skoðað þetta aftur þá held ég að þetta sé algjört kjaftæði,“ sagði Jóhann. Sandra María Jessen skoraði þrennu í kvöld en þetta voru fyrstu mörk hennar á tímabilinu. „Tómatsósuáhrifin voru hjá Söndru greinilega. Það bara þegar lokið fór af þá bara frussaðist. Ég meina Sandra veit það það er alveg frábært að hún skoraði þrjú. Hún hefði örugglega getað gert þrjú í viðbót í dag. Ég er ánægður með hana. Ég er ánægður með liðið að hafa skapað svona mörg færi á móti hörku kröftugu og öflugu liði FHL og ég veit það styttist gríðarlega í að þau nái í sín fyrstu stig í þessari deild,“ sagði Jóhann. Björgvin Karl: Mjög svekkjandi Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari FHL, var svekktur með tapið í kvöld. „Svekkjandi að tapa 5-2 og fá á okkur fimm mörk. Það er mjög svekkjandi. Fannst við geta varist betur í þessum mörkum sem við fengum á okkur og get ég sett alveg stórar athugasemdir við tvö þeirra,“ sagði Björgvin Karl. „Þegar leikmaður er kominn einn í gegn og tekinn niður þá er það benjulega rautt en það var margt sem ég sá athugavert við þennan leik sem ég vill skoða betur,“ sagði Björgvin. Sandra María Jessen.vísir/Diego Sandra María: Mjög gott að ná inn fyrstu mörkunum Sandra María Jessen skoraði sín fyrstu mörk í Bestu deildinni í kvöld og þá setti hún þrennu. „Það er alltaf mjög gott að komast á blað og ekki síst þar sem það eru alveg búnar nokkrar umferðir á tímabilinu. Það var mjög gott að ná inn fyrstu mörkunum en svo skiptir það ekkert máli hverjir setja boltann inn,“ sagði Sandra. „Ég er bara ánægð að ná í þrjú stig og fara glaðar heim. Mér fannst við koma með mjög gott hugarfar í þennan leik og mjög mótívar í þennan leik, mikil stemning. Við vorum ekki einu sinni komnar út af vellinum þegar við vorum farnar að syngja Hesta Jóa á ganginum og hafa gaman,“ sagði Sandra. „Ég held að þetta hafi verið bara svona liðssigur og unnum með hugarfarinu. Við vorum mjög vel stemmdar og gáfumst aldrei upp. Það voru margar tilfinningar í þessum leik, hægðir og lægðir, en við kláruðum þetta bara og það var það sem skiptir máli,“ sagði Sandra.