Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar 9. maí 2025 07:29 Veiðigjaldafrumvarpið sem rætt var á Alþingi í vikunni vekur upp áhyggjur eins og það er í núverandi mynd – sérstaklega þegar litið er til þeirra byggða sem mest reiða sig á sjávarútveg. Þetta mun hafa mikil áhrif á byggðir í mínu kjördæmi í Norðvestur þar sem litlar og meðalstórar útgerðir og fiskvinnslur og fyrirtæki tengd þeim eru burðarás atvinnulífsins og standa undir helmingi eða meira af útsvarstekjum margra sveitarfélaga. Sveitarstjórar, fyrirtæki og íbúar hafa ítrekað lýst áhyggjum af þeim auknu álögum sem breytingarnar boða en í umsögnum til samráðsgáttar hafa sveitarfélög í Norðvestur sagt skýrt að tímamörk samráðs hafi verið of stutt og áhrif gjaldsins verði íþyngjandi. Þótt vissar breytingar hafi nú verið gerðar á frumvarpinu, og einhverjum afsláttarákvæðum bætt við, tel ég að enn sé óljóst hvort þau dugi og það sama á við um sveitarstjórnarfulltrúa í mínu kjördæmi. Þeir hafa fagnað hækkun frítekjumarks en gagnrýna – eins og við Sjálfstæðismenn – skort á greiningum um hvort þetta muni í raun og veru plástra sárið sem þessi skattahækkun mun skilja eftir sig. Svo er það þetta orð; frítekjumark. Ég, sem ferkantaður lyfjafræðingur, get ekki notað þetta orð enda er það ekkert annað en orðskrípi. Það gefur í skyn einhvers konar skjól eða vernd en í raun er það bara afsláttur á gjaldi og dregur athyglina frá kjarna málsins í þessari umræðu. Ég fagna því að frá fyrsta uppkasti hafi verið gerðar breytingar til að mæta áhyggjum sjávarsveitarfélaganna en allt þarf þetta að vera fyrirsjáanlegt og byggt á raunverulegri greiningu á áhrifum. Fyrirtækin í Norðvesturkjördæmi hafa unnið hörðum höndum að verðmætasköpun og nýsköpun, t.d. í vinnslu á laxi og öðrum sjávarafurðum. Ef við ráðist verður gegn þeim með illa ígrundaðri skattahækkun missum við ekki aðeins tekjur – heldur traust, framtíð og búsetu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og 1. þingmaður Norðvesturkjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Adolfsson Sjálfstæðisflokkurinn Sjávarútvegur Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Veiðigjaldafrumvarpið sem rætt var á Alþingi í vikunni vekur upp áhyggjur eins og það er í núverandi mynd – sérstaklega þegar litið er til þeirra byggða sem mest reiða sig á sjávarútveg. Þetta mun hafa mikil áhrif á byggðir í mínu kjördæmi í Norðvestur þar sem litlar og meðalstórar útgerðir og fiskvinnslur og fyrirtæki tengd þeim eru burðarás atvinnulífsins og standa undir helmingi eða meira af útsvarstekjum margra sveitarfélaga. Sveitarstjórar, fyrirtæki og íbúar hafa ítrekað lýst áhyggjum af þeim auknu álögum sem breytingarnar boða en í umsögnum til samráðsgáttar hafa sveitarfélög í Norðvestur sagt skýrt að tímamörk samráðs hafi verið of stutt og áhrif gjaldsins verði íþyngjandi. Þótt vissar breytingar hafi nú verið gerðar á frumvarpinu, og einhverjum afsláttarákvæðum bætt við, tel ég að enn sé óljóst hvort þau dugi og það sama á við um sveitarstjórnarfulltrúa í mínu kjördæmi. Þeir hafa fagnað hækkun frítekjumarks en gagnrýna – eins og við Sjálfstæðismenn – skort á greiningum um hvort þetta muni í raun og veru plástra sárið sem þessi skattahækkun mun skilja eftir sig. Svo er það þetta orð; frítekjumark. Ég, sem ferkantaður lyfjafræðingur, get ekki notað þetta orð enda er það ekkert annað en orðskrípi. Það gefur í skyn einhvers konar skjól eða vernd en í raun er það bara afsláttur á gjaldi og dregur athyglina frá kjarna málsins í þessari umræðu. Ég fagna því að frá fyrsta uppkasti hafi verið gerðar breytingar til að mæta áhyggjum sjávarsveitarfélaganna en allt þarf þetta að vera fyrirsjáanlegt og byggt á raunverulegri greiningu á áhrifum. Fyrirtækin í Norðvesturkjördæmi hafa unnið hörðum höndum að verðmætasköpun og nýsköpun, t.d. í vinnslu á laxi og öðrum sjávarafurðum. Ef við ráðist verður gegn þeim með illa ígrundaðri skattahækkun missum við ekki aðeins tekjur – heldur traust, framtíð og búsetu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og 1. þingmaður Norðvesturkjördæmis.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar