Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Jón Þór Stefánsson skrifar 9. maí 2025 17:01 Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Tveir erlendir karlmenn, Daniel Ryfa og Lukasz Dokudowicz, hafa hvor um sig verið dæmdir í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stórfellt fíkniefnabrot, en þeir höfðu í vörslum sínum tæplega 6,6 kíló af amfetamíni og tæp 900 grömm af kókaíni. Lögreglan fylgdist með mönnunum um nokkurra daga skeið í nóvember síðastliðnum, en efnin fundust við húsleit í íbúð sem mennirnir dvöldu í við Bríetartún í Reykjavík þann 13. nóvember. Nánar tiltekið lagði lögreglan hald á hvít fíkniefni sem voru í tveimur vatnsbölum í stofu íbúðarinnar. Einnig lagði hún hald á hvítan innkaupapoka sem innihélt átta einingar af vakúmpökkuðum fíkniefnum. Við hlið pokans var lítil svört ferðataska, en í henni fannst annar hvítur innkaupapoki sem innihélt sjö smærri vakúmpakkaðar fíkniefnaeiningar. Þar að auki voru leifar af hvítum fíkniefnum á glerdiski í bakaraofni í eldhúsi. Einnig fannst talsvert af verkfærum, líkt og sérstakir nitril-hanskar, vakúmpokar og vakúmpökkunarvél, sem samkvæmt lögreglu bar með sér að notuð hefðu verið til að vinna með fíkniefni. Svo fannst svartur ruslapoki sem var nánast fullur af klipptum vakúmpökkum sem innihéldu leyfar fíkniefna. Þá fannst reiðufé, alls 2,5 milljónir króna í náttborðsskúffu í svefnherbergi í íbúðinni, en það var á meðal þess sem dómurinn ákvað að gera upptækt. Mennirnir tveir neituðu sök, en annar þeirra sagði þó fyrir dóm að hann hefði verið fenginn til að kaupa ýmsan búnað og skilja eftir í íbúðinni. Hann vildi þó meina að hlutverk hans hefði ekki náð lengra en það. Þeir sögðust báðir ekki hafa haft neina vitneskju um fíkniefni. Í dómnum segir að um litla íbúð sé að ræða. Af ljósmyndum af dæma hefði það ekki getað dulist neinum sem fóru í hana að þarna væru fíkniefni. Þar af leiðandi er það mat dómsins að framburður mannanna væri ótrúverðugur. „Er útilokað annað en að ákærðu hafi orðið efnanna varir,“ segir í dómnum. Líkt og áður segir hlutu þeir báðir fjögurra ára fangelsisdóma. Þá er þeim gert að greiða samtals um 11,7 milljónir króna. Fíkniefnabrot Dómsmál Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Lögreglan fylgdist með mönnunum um nokkurra daga skeið í nóvember síðastliðnum, en efnin fundust við húsleit í íbúð sem mennirnir dvöldu í við Bríetartún í Reykjavík þann 13. nóvember. Nánar tiltekið lagði lögreglan hald á hvít fíkniefni sem voru í tveimur vatnsbölum í stofu íbúðarinnar. Einnig lagði hún hald á hvítan innkaupapoka sem innihélt átta einingar af vakúmpökkuðum fíkniefnum. Við hlið pokans var lítil svört ferðataska, en í henni fannst annar hvítur innkaupapoki sem innihélt sjö smærri vakúmpakkaðar fíkniefnaeiningar. Þar að auki voru leifar af hvítum fíkniefnum á glerdiski í bakaraofni í eldhúsi. Einnig fannst talsvert af verkfærum, líkt og sérstakir nitril-hanskar, vakúmpokar og vakúmpökkunarvél, sem samkvæmt lögreglu bar með sér að notuð hefðu verið til að vinna með fíkniefni. Svo fannst svartur ruslapoki sem var nánast fullur af klipptum vakúmpökkum sem innihéldu leyfar fíkniefna. Þá fannst reiðufé, alls 2,5 milljónir króna í náttborðsskúffu í svefnherbergi í íbúðinni, en það var á meðal þess sem dómurinn ákvað að gera upptækt. Mennirnir tveir neituðu sök, en annar þeirra sagði þó fyrir dóm að hann hefði verið fenginn til að kaupa ýmsan búnað og skilja eftir í íbúðinni. Hann vildi þó meina að hlutverk hans hefði ekki náð lengra en það. Þeir sögðust báðir ekki hafa haft neina vitneskju um fíkniefni. Í dómnum segir að um litla íbúð sé að ræða. Af ljósmyndum af dæma hefði það ekki getað dulist neinum sem fóru í hana að þarna væru fíkniefni. Þar af leiðandi er það mat dómsins að framburður mannanna væri ótrúverðugur. „Er útilokað annað en að ákærðu hafi orðið efnanna varir,“ segir í dómnum. Líkt og áður segir hlutu þeir báðir fjögurra ára fangelsisdóma. Þá er þeim gert að greiða samtals um 11,7 milljónir króna.
Fíkniefnabrot Dómsmál Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent