Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Aron Guðmundsson skrifar 10. maí 2025 07:32 Mari Järsk er á meðal keppenda í bakgarðshlaupinu Bakgarður 101 sem hefst í Öskjuhlíð núna klukkan níu Vísir/Sigurjón Hlaupadrottningin Mari Järsk ætlar að kanna þolmörk líkama síns enn og aftur í bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð sem hefst núna klukkan níu. Hún verður þó einnig með annan hatt á meðan á hlaupinu stendur. Mari er líklegast þekktasta andlit bakgarðshlaupa senunnar hér á landi, þessi orkubolti leggur ávallt allt í sölurnar og hún verður á meðal þeirra um tvö hundruð hlaupara sem hefja Bakgarð 101 í Öskjuhlíðinni klukkan níu. „Ég er búin að vera ógeðslega góð. Ég tek þessa ákvörðun með mjög stuttum fyrirvara og hef því ekkert fengið að stilla mig inn á stressið og undirbúningurinn hefur verið lítill. Það er rosa þægilegt,“ segir Mari í samtali við íþróttadeild. Mari hljóp 50 hringi í bakgarðshlaupinu í Elliðaárdal í október í fyrra og þá með rifinn liðþófa en hver er staðan á henni núna? „Staðan er örugglega verri en hún var þar sem ég hef ekki gert neitt í mínum málum. Ég og maðurinn minn erum búin að vera reyna eignast barn síðasta hálfa árið og það átti bara að vera planið þangað til það myndi gerast. Undirbúningurinn hjá mér fyrir þetta hlaup er lítill sem enginn þannig séð. Ég keyrði aðeins á þetta núna síðasta mánuðinn fyrir hlaup og það hjálpar meiðslunum ekkert en andlega er ég fáránlega vel stödd og ætla bara að níðast á þessum líkama og sjá einu sinni enn hvað hann getur.“ Mari hefur ekki sett sér markmið fyrir komandi hlaup en hún á ekki von á því að núverandi Íslandsmet, sem stendur í 62 hringum og var sett af Þorleifi Þorleifssyni í fyrra, verði slegið. Algjör draumur að gera þetta Hlaupið er sérstakt fyrir Mari því hún er ekki aðeins einn af keppendum þess, heldur líka þjálfari. Því í þjálfun hefur hún fundið ástríðu sinni farveg. „Ég hef alltaf verið hrædd við höfnun og efast um að einhver myndi mæta á æfingar en svo hefur þetta gengið svo ógeðslega vel. Ekkert út frá einhverri brjálæðislegri mætingu heldur er bara einhver ótrúlega fallegur kjarni sem vill bara ná árangri og það er held ég svo ógeðslega fallegt. Ég er frekar harðkjarna þjálfari, ekki svona mússímús þjálfari, og þetta er bara svo sturlað. Það eru örugglega svona fimmtán stelpur sem voru að redda sér miða í bakgarðshlaupið á síðustu stundu og ætla að vera með. Það sýnir mér allt sem segja þarf. Þær eru bara komnar til að vera og það er svo fallegt. Ég bjóst ekki við að mér myndi einu sinni finnast þetta gaman en ég er á þeim stað núna að vilja bráðum bara vinna að fullu við þetta því það er algjör draumur að gera þetta.“ Bakgarðshlaup Tengdar fréttir „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Bakgarðshlauparinn Kristinn Gunnar Kristinsson segist fyrst og fremst keppa fyrir sjálfan sig. Garpur Ingason Elísabetarson tók hús á Kristni og kannaði stöðuna á honum fyrir Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð um helgina. 9. maí 2025 14:15 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar Segir Napoli ekki nógu gott fyrir sextán liða úrslit „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Dagskráin: Meistaradeildin og Njarðvík fær Keflavík í heimsókn EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu „Núna er allt betra“ Fjórði sigur Haukakvenna í röð Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira
Mari er líklegast þekktasta andlit bakgarðshlaupa senunnar hér á landi, þessi orkubolti leggur ávallt allt í sölurnar og hún verður á meðal þeirra um tvö hundruð hlaupara sem hefja Bakgarð 101 í Öskjuhlíðinni klukkan níu. „Ég er búin að vera ógeðslega góð. Ég tek þessa ákvörðun með mjög stuttum fyrirvara og hef því ekkert fengið að stilla mig inn á stressið og undirbúningurinn hefur verið lítill. Það er rosa þægilegt,“ segir Mari í samtali við íþróttadeild. Mari hljóp 50 hringi í bakgarðshlaupinu í Elliðaárdal í október í fyrra og þá með rifinn liðþófa en hver er staðan á henni núna? „Staðan er örugglega verri en hún var þar sem ég hef ekki gert neitt í mínum málum. Ég og maðurinn minn erum búin að vera reyna eignast barn síðasta hálfa árið og það átti bara að vera planið þangað til það myndi gerast. Undirbúningurinn hjá mér fyrir þetta hlaup er lítill sem enginn þannig séð. Ég keyrði aðeins á þetta núna síðasta mánuðinn fyrir hlaup og það hjálpar meiðslunum ekkert en andlega er ég fáránlega vel stödd og ætla bara að níðast á þessum líkama og sjá einu sinni enn hvað hann getur.“ Mari hefur ekki sett sér markmið fyrir komandi hlaup en hún á ekki von á því að núverandi Íslandsmet, sem stendur í 62 hringum og var sett af Þorleifi Þorleifssyni í fyrra, verði slegið. Algjör draumur að gera þetta Hlaupið er sérstakt fyrir Mari því hún er ekki aðeins einn af keppendum þess, heldur líka þjálfari. Því í þjálfun hefur hún fundið ástríðu sinni farveg. „Ég hef alltaf verið hrædd við höfnun og efast um að einhver myndi mæta á æfingar en svo hefur þetta gengið svo ógeðslega vel. Ekkert út frá einhverri brjálæðislegri mætingu heldur er bara einhver ótrúlega fallegur kjarni sem vill bara ná árangri og það er held ég svo ógeðslega fallegt. Ég er frekar harðkjarna þjálfari, ekki svona mússímús þjálfari, og þetta er bara svo sturlað. Það eru örugglega svona fimmtán stelpur sem voru að redda sér miða í bakgarðshlaupið á síðustu stundu og ætla að vera með. Það sýnir mér allt sem segja þarf. Þær eru bara komnar til að vera og það er svo fallegt. Ég bjóst ekki við að mér myndi einu sinni finnast þetta gaman en ég er á þeim stað núna að vilja bráðum bara vinna að fullu við þetta því það er algjör draumur að gera þetta.“
Bakgarðshlaup Tengdar fréttir „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Bakgarðshlauparinn Kristinn Gunnar Kristinsson segist fyrst og fremst keppa fyrir sjálfan sig. Garpur Ingason Elísabetarson tók hús á Kristni og kannaði stöðuna á honum fyrir Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð um helgina. 9. maí 2025 14:15 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar Segir Napoli ekki nógu gott fyrir sextán liða úrslit „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Dagskráin: Meistaradeildin og Njarðvík fær Keflavík í heimsókn EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu „Núna er allt betra“ Fjórði sigur Haukakvenna í röð Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira
„Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Bakgarðshlauparinn Kristinn Gunnar Kristinsson segist fyrst og fremst keppa fyrir sjálfan sig. Garpur Ingason Elísabetarson tók hús á Kristni og kannaði stöðuna á honum fyrir Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð um helgina. 9. maí 2025 14:15