KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. maí 2025 14:50 Úr leik Grindavíkur og Stjörnunnar í úrslitakeppni Bónus-deildar karla. Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, ákvað að gera breytingu á reglum varðandi erlenda leikmenn á stjórnarfundi sambandsins sem fram fór á laugardag. Þetta staðfesti Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, í samtali við Vísi. Á stjórnarfundi KKÍ á laugardag var ákveðið að gera þá breytingu að lið megi vera með fjóra erlenda leikmenn á skýrslu og allir megi vera inn á vellinum. Um er að ræða eitt Kana ígildi en opið fyrir bæði Bosman A og B-leikmenn. Hannes S. Jónsson.VÍSIR/VILHELM „Bosman A eru leikmenn sem koma frá löndum innan EES-svæðisins á meðan Bosman B eru Evrópumenn sem koma frá löndum utan EES, til að mynda Serbía. Þannig geta lið verið með þrjá leikmenn frá Evrópu ásamt einum leikmanni frá Bandaríkjunum. Það má segja að það sé verið að opna þetta meira en áður var,“ sagði Hannes við Vísi. Ákvörðunin var tekin út frá ályktunartillögu sem kom á síðasta þingi KKÍ. „Þar var stjórn KKÍ hvött til þess að skoða málið og reyna að fækka erlendum leikmönnum.“ „Frá og með næsta keppnistímabili mega vera fjórir erlendir leikmenn á skýrslu og átta íslenskir leikmenn. Af þessum fjórum erlendu leikmönnum má einn vera sem fellur ekki undir Bosman A og B skilgreininguna.“ „Það sem maður er að vonast eftir er að það komist samfella í þetta til framtíðar. Við horfðum til annarra landa sem hafa verið að gera þetta. Þessa vegna er verið að horfa í átta uppalda eða átta Íslendinga á skýrslu frekar en að takmarka hversu margir eru inn á vellinum hverju sinni, það væri erfitt í framkvæmd.“ Hannes tók einnig fram að KKÍ hefði horft til annarra landa í svipaðri stöðu. Jafnframt tók hann fram að sömu reglur gildi fyrir allar deildir bæði karla og kvenna. Körfubolti KKÍ Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira
Á stjórnarfundi KKÍ á laugardag var ákveðið að gera þá breytingu að lið megi vera með fjóra erlenda leikmenn á skýrslu og allir megi vera inn á vellinum. Um er að ræða eitt Kana ígildi en opið fyrir bæði Bosman A og B-leikmenn. Hannes S. Jónsson.VÍSIR/VILHELM „Bosman A eru leikmenn sem koma frá löndum innan EES-svæðisins á meðan Bosman B eru Evrópumenn sem koma frá löndum utan EES, til að mynda Serbía. Þannig geta lið verið með þrjá leikmenn frá Evrópu ásamt einum leikmanni frá Bandaríkjunum. Það má segja að það sé verið að opna þetta meira en áður var,“ sagði Hannes við Vísi. Ákvörðunin var tekin út frá ályktunartillögu sem kom á síðasta þingi KKÍ. „Þar var stjórn KKÍ hvött til þess að skoða málið og reyna að fækka erlendum leikmönnum.“ „Frá og með næsta keppnistímabili mega vera fjórir erlendir leikmenn á skýrslu og átta íslenskir leikmenn. Af þessum fjórum erlendu leikmönnum má einn vera sem fellur ekki undir Bosman A og B skilgreininguna.“ „Það sem maður er að vonast eftir er að það komist samfella í þetta til framtíðar. Við horfðum til annarra landa sem hafa verið að gera þetta. Þessa vegna er verið að horfa í átta uppalda eða átta Íslendinga á skýrslu frekar en að takmarka hversu margir eru inn á vellinum hverju sinni, það væri erfitt í framkvæmd.“ Hannes tók einnig fram að KKÍ hefði horft til annarra landa í svipaðri stöðu. Jafnframt tók hann fram að sömu reglur gildi fyrir allar deildir bæði karla og kvenna.
Körfubolti KKÍ Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira