Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2025 23:07 Dimitrios Agravanis varð sér til skammar með framkomu sinni í Garðabæ í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Dimitrios Agravanis átti skelfilega innkomu hjá Tindastól í kvöld í úrslitaeinvíginu á móti Stjörnunni sem endaði á því að hann var rekinn út úr húsi. Grikkinn fór endanlega með leikinn fyrir Stólana með framkomu sinni í seinni hálfleik og svo fór að Stólunum var slátrað í leiknum. Stjarnan jafnaði þar með einvígið í 1-1 og Agravanis verður væntanlega í leikbanni í þriðja leiknum í Síkinu. „Þetta skemmir ekki bara fyrir honum, því þetta skemmir fyrir öllu liðinu. Einbeitingin fer út í buskann hjá liðinu eins og við sáum trekk í trekk,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur Bónus Körfuboltakvölds, eftir leikinn. Í körfubolta þá er þetta veikleikamerki „Hann hélt bara áfram að haga sér svona þegar hann labbaði út af. Í körfubolta þá er þetta veikleikamerki en þeir vildu meina að það hafi hallað á þá í dómgæslunni,“ sagði Teitur. „Ég kenni í brjósti um Benna að eiga við svona menn, Þetta agaleysi smitaði út frá sér út um allt og eyðilagði allt ‚chemistry' fannst mér hjá Tindastól. Þetta var einn á einn sóknarleikur,“ sagði Teitur. Hermann Hauksson, sérfræðingur Bónus Körfuboltakvölds, var líka allt annað en hrifinn af framkomu gríska reynsluboltans í Garðabænum. Tifandi tímasprengja „Ég er hræddastur við það fyrir hönd Tindastóls að eitt lið geti brotnað svona svakalega. Þá er ég ekki endilega að tala um þennan eina sem var hent út úr húsi,“ sagði Hermann Hauksson. „Ég sagði fyrir leik að þeir væru sterkari án hans. Þeir gefðu verið það örugglega hér í kvöld. Ég held að Stjarnan vilji frekar að hann fari ekki í bann af því að hann er svo mikil tifandi tímasprengja. Það er svo auðvelt að taka hann úr sambandi,“ sagði Hermann. „Ástæðan fyrir því að hann er að spila hérna heima er að ég veit að lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu. Hann var ekki valinn í gríska landsliðið af því að menn vilja ekki spila með honum,“ sagði Hermann. „Hann er með sögu og hann er erfiður. Hann sýndi það svo sannarlega í kvöld,“ sagði Hermann. Vonast Benni eftir banni? Teitur Örlygsson hrósaði frammistöðu Benedikts Guðmundssonar í viðtali eftir leikinn. „Þetta var rétt sem Benni sagði. Leikurinn fór gjörsamlega þarna. Svo fannst mér skína í gegn eins og Benni nánast voni að hann verði dæmdur í eins leiks leikbann því þá þarf hann ekki að eiga við hann,“ sagði Teitur. Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
Stjarnan jafnaði þar með einvígið í 1-1 og Agravanis verður væntanlega í leikbanni í þriðja leiknum í Síkinu. „Þetta skemmir ekki bara fyrir honum, því þetta skemmir fyrir öllu liðinu. Einbeitingin fer út í buskann hjá liðinu eins og við sáum trekk í trekk,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur Bónus Körfuboltakvölds, eftir leikinn. Í körfubolta þá er þetta veikleikamerki „Hann hélt bara áfram að haga sér svona þegar hann labbaði út af. Í körfubolta þá er þetta veikleikamerki en þeir vildu meina að það hafi hallað á þá í dómgæslunni,“ sagði Teitur. „Ég kenni í brjósti um Benna að eiga við svona menn, Þetta agaleysi smitaði út frá sér út um allt og eyðilagði allt ‚chemistry' fannst mér hjá Tindastól. Þetta var einn á einn sóknarleikur,“ sagði Teitur. Hermann Hauksson, sérfræðingur Bónus Körfuboltakvölds, var líka allt annað en hrifinn af framkomu gríska reynsluboltans í Garðabænum. Tifandi tímasprengja „Ég er hræddastur við það fyrir hönd Tindastóls að eitt lið geti brotnað svona svakalega. Þá er ég ekki endilega að tala um þennan eina sem var hent út úr húsi,“ sagði Hermann Hauksson. „Ég sagði fyrir leik að þeir væru sterkari án hans. Þeir gefðu verið það örugglega hér í kvöld. Ég held að Stjarnan vilji frekar að hann fari ekki í bann af því að hann er svo mikil tifandi tímasprengja. Það er svo auðvelt að taka hann úr sambandi,“ sagði Hermann. „Ástæðan fyrir því að hann er að spila hérna heima er að ég veit að lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu. Hann var ekki valinn í gríska landsliðið af því að menn vilja ekki spila með honum,“ sagði Hermann. „Hann er með sögu og hann er erfiður. Hann sýndi það svo sannarlega í kvöld,“ sagði Hermann. Vonast Benni eftir banni? Teitur Örlygsson hrósaði frammistöðu Benedikts Guðmundssonar í viðtali eftir leikinn. „Þetta var rétt sem Benni sagði. Leikurinn fór gjörsamlega þarna. Svo fannst mér skína í gegn eins og Benni nánast voni að hann verði dæmdur í eins leiks leikbann því þá þarf hann ekki að eiga við hann,“ sagði Teitur.
Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira