Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar 12. maí 2025 08:01 Kirkjugarðar Reykjavíkur (KGRP) er óhagnaðardrifin sjálfseignarstofnun sem hefur rekið bálstofu í Fossvogi frá árinu 1948. Frá upphafi hefur þjónustan verið gjaldfrjáls fólki sem búsett er á Íslandi óháð trú eða lífsskoðun. Í stjórn kirkjugarðanna eru fólk frá öllum söfnuðum og lífsskoðunarfélögum sem hafa 1.500 safnaðarmeðlimi eða fleiri. Í ár er gert ráð fyrir að bálfarir verði um 1.260 talsins og fer þeim fjölgandi ár frá ári. Hlutfall þeirra sem kjósa bálför á Íslandi stefnir nú í um 50% á landsvísu en voru um 44% árið 2022. Á höfuðborgarsvæðinu er hlutfallið enn hærra eða um 60%. Rekstur bálstofu má því óhætt kalla mikilvægan innvið í íslensku samfélagi. Ný bálstofa langt komin í Gufunesi Eins og allir þekkja er núverandi bálstofa komin til ára sinna og þrátt fyrir töluvert viðhald og endurbætur standa ofnar ekki undir þeim kröfum sem gerðar eru til rekstur bálstofu í dag. Undanfarin 25 ár hafa Kirkjugarðar Reykjavíkur ítrekað bent á brýna þörf fyrir endurnýjun bálstofu. Nærri tveir áratugir hafa liðið síðan ný bálstofa var teiknuð og lóð undirbúin á Hallsholti í Gufuneskirkjugarði en þegar bankahrunið varð árið 2008 voru öll áform sett á bið. Í Gufunesinu liggja því fyrir teikningar að bálstofu, samþykkt deiliskipulag auk þess sem jarðvegspúði og raflagnir er klárar. Þá er búið að reisa öll sameiginleg rými, aðstöðu fyrir starfsfólk, snyrtingar, skrifstofu, vegi, bílastæði o.fl. Aðeins þarf að reisa hús yfir ofna og líkhús í tengslum við bálstofuna. Sú bálstofa verður búin fullkomnasta mengunarvarnarbúnaði sem völ er á og verður hægt að klára byggingu hennar á hratt, vel og á hagkvæman hátt. Tryggja þarf fjármögnun Kirkjugarðar Reykjavíkur munu ekki geta klárað byggingu nýrrar bálstofu nema að rekstur og fjárfesting séu tryggð með einhverjum hætti eða að afstaða dómsmálaráðuneytisins liggi fyrir. Kirkjugarðar Reykjavíkur fá um 72 milljónir í tekjur á ári frá hinu opinbera fyrir rekstur og viðhald bálstofu. Það stendur hvorki undir föstum kostnaði, fjármagnskostnaði né endurbótum. Miðað við 1250 bálfarir á ári er greiðsla fyrir hverja bálför nú um 57.000 krónur sem er um helmingur þess sem tíðkast fyrir sambærilega þjónustu í Noregi og á Bretlandi, þar sem greitt er um 110.000 – 175.000 krónur fyrir hverja bálför. Fái Kirkjugarðar Reykjavíkur sem nemur sambærilegu gjaldi og tíðkast þar er hægt að ráðast tafarlaust í að klára bálstofuna í Gufunesi. Höfundur er framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starfsemi bálstofunnar í Öskjuhlið Reykjavík Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Kirkjugarðar Reykjavíkur (KGRP) er óhagnaðardrifin sjálfseignarstofnun sem hefur rekið bálstofu í Fossvogi frá árinu 1948. Frá upphafi hefur þjónustan verið gjaldfrjáls fólki sem búsett er á Íslandi óháð trú eða lífsskoðun. Í stjórn kirkjugarðanna eru fólk frá öllum söfnuðum og lífsskoðunarfélögum sem hafa 1.500 safnaðarmeðlimi eða fleiri. Í ár er gert ráð fyrir að bálfarir verði um 1.260 talsins og fer þeim fjölgandi ár frá ári. Hlutfall þeirra sem kjósa bálför á Íslandi stefnir nú í um 50% á landsvísu en voru um 44% árið 2022. Á höfuðborgarsvæðinu er hlutfallið enn hærra eða um 60%. Rekstur bálstofu má því óhætt kalla mikilvægan innvið í íslensku samfélagi. Ný bálstofa langt komin í Gufunesi Eins og allir þekkja er núverandi bálstofa komin til ára sinna og þrátt fyrir töluvert viðhald og endurbætur standa ofnar ekki undir þeim kröfum sem gerðar eru til rekstur bálstofu í dag. Undanfarin 25 ár hafa Kirkjugarðar Reykjavíkur ítrekað bent á brýna þörf fyrir endurnýjun bálstofu. Nærri tveir áratugir hafa liðið síðan ný bálstofa var teiknuð og lóð undirbúin á Hallsholti í Gufuneskirkjugarði en þegar bankahrunið varð árið 2008 voru öll áform sett á bið. Í Gufunesinu liggja því fyrir teikningar að bálstofu, samþykkt deiliskipulag auk þess sem jarðvegspúði og raflagnir er klárar. Þá er búið að reisa öll sameiginleg rými, aðstöðu fyrir starfsfólk, snyrtingar, skrifstofu, vegi, bílastæði o.fl. Aðeins þarf að reisa hús yfir ofna og líkhús í tengslum við bálstofuna. Sú bálstofa verður búin fullkomnasta mengunarvarnarbúnaði sem völ er á og verður hægt að klára byggingu hennar á hratt, vel og á hagkvæman hátt. Tryggja þarf fjármögnun Kirkjugarðar Reykjavíkur munu ekki geta klárað byggingu nýrrar bálstofu nema að rekstur og fjárfesting séu tryggð með einhverjum hætti eða að afstaða dómsmálaráðuneytisins liggi fyrir. Kirkjugarðar Reykjavíkur fá um 72 milljónir í tekjur á ári frá hinu opinbera fyrir rekstur og viðhald bálstofu. Það stendur hvorki undir föstum kostnaði, fjármagnskostnaði né endurbótum. Miðað við 1250 bálfarir á ári er greiðsla fyrir hverja bálför nú um 57.000 krónur sem er um helmingur þess sem tíðkast fyrir sambærilega þjónustu í Noregi og á Bretlandi, þar sem greitt er um 110.000 – 175.000 krónur fyrir hverja bálför. Fái Kirkjugarðar Reykjavíkur sem nemur sambærilegu gjaldi og tíðkast þar er hægt að ráðast tafarlaust í að klára bálstofuna í Gufunesi. Höfundur er framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkur.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun