Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 12. maí 2025 17:30 Á Alþingi eru mörg stór og mikilvæg mál til umræðu. Eitt þeirra er stórt baráttumál Samfylkingarinnar sem fór mikið fyrir í aðdraganda síðustu kosninga. Staðan á fasteignamarkaði hér á landi er fjarri því að vera góð, skortur hefur verið á húsnæði til búsetu á sama tíma og ferðamannastraumur til landsins hefur verið sem mestur. Ummerki hafa verið á ákveðnum tímum að fjársterkir aðilar hafi hreinlega keypt heilu blokkirnar á undanförnum árum án þess að setja fasteignirnar í „vinnu“, það er að segja að leigja þær út eða selja aftur, heldur ákveðið að láta þær standa tómar og bíða eftir því að markaðsverð á fasteignum hækki. Skýr merki voru um þetta í kjölfar heimsfaraldursins á sama tíma og óvissa var á öðrum mörkuðum. Við Íslendingar höfum séð, sökum óstöðugleika, að það er best þegar við getum fjárfest í steypu enda hefur fasteignaverð til langs tíma hækkað mikið og umfram verðbólgu. Miklar breytingar á fáum árum Í febrúar birti Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) Vegvísi leigumarkaðar. Þar var meðal annars fjallað um skammtímaleigu á íbúðum til ferðamanna, oft kennd við Airbnb, sem er stórtækasta fyrirtækið í miðlun á þeim markaði. Í Vegvísinum kom fram að um níu þúsund leigueiningar hafi verið skráðar hjá Airbnb til skammtímaútleigu til ferðamanna í fyrrasumar. Helmingur þeirra var á höfuðborgarsvæðinu og hinn helmingurinn utan þess. HMS benti á í Vegvísinum að skráningum hefði fjölgað hratt á síðustu árum, en á meðan að kórónuveirufaraldurinn geisaði 2020 til 2022 voru þær á bilinu 4.000 til 6.500. Í greiningu HMS kom fram að tvær af hverjum þremur eignum sem voru í útleigu í gegnum Airbnb síðasta sumar hafi verið í eigu leigusala sem leigðu út fleiri en eina eign. Ein af hverjum þremur var því í eigu þeirra sem voru bara að leigja út eina eign, til dæmis heimilið sitt, í nokkra daga í senn. Frá 2015 hefur hlutdeild stórtækra leigusala, sem eru með fleiri en tíu eignir í útleigu, næstum þrefaldast. Hún var tíu prósent af markaðinum árið 2015 en 28 prósent í desember 2024. Heimili, ekki fjárfestingarvara Það þarf að tryggja að íbúðir fólks verði ekki fjárfestingarvara fjársterkra einstaklinga og fyrirtækja. Það þarf að tryggja að þær íbúðir sem til eru á markaðnum nýtist sem heimili fólks. Það lagafrumvarp sem liggur í meðförum þingsins snýr að því að gera meiri kröfur til þeirra aðila sem leigja út íbúðir til ferðamanna á þann veg að í þeim tilvikum þar sem íbúðir eru notaðar í slíkan rekstur greiði þeir tilheyrandi gjöld. Hugmyndafræði skammtímaleigu er sú að fólk leigi út eigið heimili, lögheimili sitt, til ferðamanna í takmarkaðan tíma og geti þannig haft tekjur af íbúð t.d. yfir sumartímann. Þær breytingar sem verið er að gera takmarka samt sem áður ekki svigrúm til þess að leigja út húsnæði heldur eru gerðar kröfur til þess að einstaklingar og lögaðilar hafi fengið samþykki til að reka gististarfsemi og greiða gjöld og skatta í samræmi við slíkt. Samfélagið þarf að tryggja íbúum landsins húsnæði til búsetu í stað þess að gera íbúðir að fjárfestingum fjársterkra einstaklinga. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Alþingi Húsnæðismál Fasteignamarkaður Airbnb Leigumarkaður Samfylkingin Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun Hvað vil ég? Auður Kolbrá Birgisdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Á Alþingi eru mörg stór og mikilvæg mál til umræðu. Eitt þeirra er stórt baráttumál Samfylkingarinnar sem fór mikið fyrir í aðdraganda síðustu kosninga. Staðan á fasteignamarkaði hér á landi er fjarri því að vera góð, skortur hefur verið á húsnæði til búsetu á sama tíma og ferðamannastraumur til landsins hefur verið sem mestur. Ummerki hafa verið á ákveðnum tímum að fjársterkir aðilar hafi hreinlega keypt heilu blokkirnar á undanförnum árum án þess að setja fasteignirnar í „vinnu“, það er að segja að leigja þær út eða selja aftur, heldur ákveðið að láta þær standa tómar og bíða eftir því að markaðsverð á fasteignum hækki. Skýr merki voru um þetta í kjölfar heimsfaraldursins á sama tíma og óvissa var á öðrum mörkuðum. Við Íslendingar höfum séð, sökum óstöðugleika, að það er best þegar við getum fjárfest í steypu enda hefur fasteignaverð til langs tíma hækkað mikið og umfram verðbólgu. Miklar breytingar á fáum árum Í febrúar birti Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) Vegvísi leigumarkaðar. Þar var meðal annars fjallað um skammtímaleigu á íbúðum til ferðamanna, oft kennd við Airbnb, sem er stórtækasta fyrirtækið í miðlun á þeim markaði. Í Vegvísinum kom fram að um níu þúsund leigueiningar hafi verið skráðar hjá Airbnb til skammtímaútleigu til ferðamanna í fyrrasumar. Helmingur þeirra var á höfuðborgarsvæðinu og hinn helmingurinn utan þess. HMS benti á í Vegvísinum að skráningum hefði fjölgað hratt á síðustu árum, en á meðan að kórónuveirufaraldurinn geisaði 2020 til 2022 voru þær á bilinu 4.000 til 6.500. Í greiningu HMS kom fram að tvær af hverjum þremur eignum sem voru í útleigu í gegnum Airbnb síðasta sumar hafi verið í eigu leigusala sem leigðu út fleiri en eina eign. Ein af hverjum þremur var því í eigu þeirra sem voru bara að leigja út eina eign, til dæmis heimilið sitt, í nokkra daga í senn. Frá 2015 hefur hlutdeild stórtækra leigusala, sem eru með fleiri en tíu eignir í útleigu, næstum þrefaldast. Hún var tíu prósent af markaðinum árið 2015 en 28 prósent í desember 2024. Heimili, ekki fjárfestingarvara Það þarf að tryggja að íbúðir fólks verði ekki fjárfestingarvara fjársterkra einstaklinga og fyrirtækja. Það þarf að tryggja að þær íbúðir sem til eru á markaðnum nýtist sem heimili fólks. Það lagafrumvarp sem liggur í meðförum þingsins snýr að því að gera meiri kröfur til þeirra aðila sem leigja út íbúðir til ferðamanna á þann veg að í þeim tilvikum þar sem íbúðir eru notaðar í slíkan rekstur greiði þeir tilheyrandi gjöld. Hugmyndafræði skammtímaleigu er sú að fólk leigi út eigið heimili, lögheimili sitt, til ferðamanna í takmarkaðan tíma og geti þannig haft tekjur af íbúð t.d. yfir sumartímann. Þær breytingar sem verið er að gera takmarka samt sem áður ekki svigrúm til þess að leigja út húsnæði heldur eru gerðar kröfur til þess að einstaklingar og lögaðilar hafi fengið samþykki til að reka gististarfsemi og greiða gjöld og skatta í samræmi við slíkt. Samfélagið þarf að tryggja íbúum landsins húsnæði til búsetu í stað þess að gera íbúðir að fjárfestingum fjársterkra einstaklinga. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun