Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. maí 2025 22:25 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er á fundi leiðtoga í Norður-Atlantshafi um öryggis- og varnarmál. Mette Frederiksen Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir mikilvægt að Norður-Atlantshafsþjóðirnar sýni sterka forystu. Allir sem horfi á sjónvarp horfi upp á breytta heimsmynd. Mikilvægt sé að viðhalda og bæta samstarf Íslands og Færeyja. Kristrún ræddi við blaðamann færeyska ríkisútvarpsins í Þórshöfn í dag þar sem hún er stödd á fundi um öryggis- og varnarmál á norðurslóðum. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Jens-Frederik Nielsen, formaður grænlensku landstjórnarinnar og Aksel Johannesen lögmaður Færeyja sitja fundinn og Jonas Gahr Störe forsætisráðherra Noregs tekur þátt í gegnum fjarfundarbúnað. Hún segir mikilvægt að Norðuratlantshafsþjóðir séu í stanslausum samskiptum og séu undirbúnir fyrir þær hættur sem kunna að steðja að þeim. „Ég held að það hafi margt breyst í alþjóðastjórnmálunum. Ég held að allir sem horfi á sjónvarp sjái það glöggt. Mér finnst það mjög mikilvægt að við tölum saman í hverjum mánuði, á hverjum degi, í hverri viku,“ segir hún. Kristrún segir fundinn haldinn til að sýna umheiminum að Íslendingar, Færeyingar og Grænlendingar séu að fylgjast með og séu við stjórnvölinn. Öryggis- og varnarmál eigi erindi við þessar þjóðir og þau þurfi að ræða, því „ef við gerum það ekki, gera það stórveldin.“ „Ættum við að vera á einhvern hátt áhyggjufull?“ spyr blaðamaðurinn færeyski hana þá. „Áhyggjufullur er kannski ekki rétta orðið en við þurfum að sýna umheiminum að við séum að fylgjast með og að það sé ekkert um okkur án okkar. Við þurfum að sýna, eins og ég hef sagt, forystu í nærumhverfi okkar,“ segir Kristrún. Um hvað? „Um varnarmál en ég er líka hér í Færeyjum til að hitta góða vini. Það hefur ríkt góð vinátta á milli Færeyja og Íslands í langan tíma. Við þurfum að þróa viðskiptasamband okkar, vináttu okkar og samskipti á sviði menningar,“ segir Kristrún. Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Færeyjar Grænland Danmörk Noregur Utanríkismál Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Kristrún ræddi við blaðamann færeyska ríkisútvarpsins í Þórshöfn í dag þar sem hún er stödd á fundi um öryggis- og varnarmál á norðurslóðum. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Jens-Frederik Nielsen, formaður grænlensku landstjórnarinnar og Aksel Johannesen lögmaður Færeyja sitja fundinn og Jonas Gahr Störe forsætisráðherra Noregs tekur þátt í gegnum fjarfundarbúnað. Hún segir mikilvægt að Norðuratlantshafsþjóðir séu í stanslausum samskiptum og séu undirbúnir fyrir þær hættur sem kunna að steðja að þeim. „Ég held að það hafi margt breyst í alþjóðastjórnmálunum. Ég held að allir sem horfi á sjónvarp sjái það glöggt. Mér finnst það mjög mikilvægt að við tölum saman í hverjum mánuði, á hverjum degi, í hverri viku,“ segir hún. Kristrún segir fundinn haldinn til að sýna umheiminum að Íslendingar, Færeyingar og Grænlendingar séu að fylgjast með og séu við stjórnvölinn. Öryggis- og varnarmál eigi erindi við þessar þjóðir og þau þurfi að ræða, því „ef við gerum það ekki, gera það stórveldin.“ „Ættum við að vera á einhvern hátt áhyggjufull?“ spyr blaðamaðurinn færeyski hana þá. „Áhyggjufullur er kannski ekki rétta orðið en við þurfum að sýna umheiminum að við séum að fylgjast með og að það sé ekkert um okkur án okkar. Við þurfum að sýna, eins og ég hef sagt, forystu í nærumhverfi okkar,“ segir Kristrún. Um hvað? „Um varnarmál en ég er líka hér í Færeyjum til að hitta góða vini. Það hefur ríkt góð vinátta á milli Færeyja og Íslands í langan tíma. Við þurfum að þróa viðskiptasamband okkar, vináttu okkar og samskipti á sviði menningar,“ segir Kristrún.
Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Færeyjar Grænland Danmörk Noregur Utanríkismál Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira