Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar 13. maí 2025 08:31 Við lítum flest á nýsköpun sem afl framfara. Nýjar lausnir, betri lífsgæði, snjallari tæki, meiri tækifæri. En við gleymum oft að spyrja okkur hverjum nýsköpunin þjónar, hvers konar framtíð er verið að skapa og fyrir hvern? Við lifum í heimi þar sem „snjöll kerfi“ hjálpa okkur að velja orðin okkar, bíómyndir, vörur og fréttir. Þau ljúka setningunum okkar, stinga upp á því sem við gætum viljað áður en við vitum að við viljum það og móta hljóðlaust, ekki aðeins það sem við sjáum heldur líka hvernig við hugsum, tjáum okkur og skiljum raunveruleikann. Þetta er ný tegund af stjórn. Hún kemur ekki með valdi eða hótunum, hún kemur sem saklaus „tillaga“. En þegar valkostum er stöðugt ýtt í eina átt, þegar tæknin flokkar heiminn hljóðlega fyrir okkur, hver er þá í raun við stjórnvölinn? Þægindi á kostnað sjálfræðis? Við gefum frá okkur athygli okkar, gögn og val, ekki nauðug, heldur af vana. Smám saman höfum við vanist því að vita ekki hvernig þessi tækni virkar eða af hverju hún var hönnuð. Við köllum hana snjalla, en hún er einnig útreiknuð. Hönnuð til að hámarka arðsemi, ekki endilega vellíðan. Hægt væri að líkja þessu við að búa í ósýnilegu völundarhúsi, haldið saman af hvötum sem við pælum sjaldan í. Hvötum eins og auglýsingatekjum, spálíkönum og markmiðum um hraðan vöxt. Því meiri tíma sem við glötum í völundarhúsinu, því betri verða gögnin og því meiri verður hagnaðurinn. Þetta er nýsköpun sem græðir á fólki en þjónar því ekki. Getur nýsköpun þjónað öðru en hagnaði? Vandamálið í þessu tilfelli er ekki nýsköpunin sjálf, heldur gildin sem hún byggir á. Þegar nýsköpun miðar fyrst og fremst að því að mæla, stýra og selja, þá endum við uppi með verkfæri sem mæla okkur, stýra okkur og selja okkur. En við getum stutt við öðruvísi nýsköpun. Eins og tækni sem hjálpar okkur að einbeita okkur, dýpka sambönd, læra betur, bæta geðheilsu og jafnvel styrkja lýðræðið. Nýsköpun með samfélagslegum hvötum getur alið af sér tækni og vettvanga fyrir samvinnu, sköpun, gleði, forvitni og sameiginlega velmegun - ef við hönnun hana með þessi gildi í huga. Fyrsta skrefið er að spyrja okkur, af hverju erum við að nýskapa? Fyrir hvern er það og hverskonar framtíð erum við að skapa? Nýsköpun hvers vegna Þessar spurningar eru í brennidepli á hliðarviðburði Iceland Innovation Week, “Nýsköpun hvers vegna”. Í stað þess að einblína á hvað nýjasta tæknin getur gert, stöldrum við við og spyrjum fyrst, hvers vegna erum við yfir höfuð að þróa hana. Er nýsköpun eitthvað meira en bara snjöll tækni? Við munum skoða hvernig verkfærin sem við þróum móta lýðræði, athygli, sambönd og samfélag. Við munum skoða hvernig sögur um framtíðina móta svo verkfærin sem við smíðum og hvers vegna við þurfum fleiri sögumenn, ekki bara fleiri sprotafyrirtæki. Við erum ekki bara að spyrja hvað er mögulegt. Við erum að spyrja hvað er það sem skiptir máli? Hvaða stefnu viljum við taka? Viðburðurinn “Innovation of Why” fer fram þann 15. maí, kl 15:00 í Wasabí salnum í hafnar.haus. Hægt er að sjá nánari dagskrá á heimasíðu Nýsköpunarvikunnar. Höfundur er stofnmeðlimur Samtaka um mannvæna tækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Nýsköpun Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Við lítum flest á nýsköpun sem afl framfara. Nýjar lausnir, betri lífsgæði, snjallari tæki, meiri tækifæri. En við gleymum oft að spyrja okkur hverjum nýsköpunin þjónar, hvers konar framtíð er verið að skapa og fyrir hvern? Við lifum í heimi þar sem „snjöll kerfi“ hjálpa okkur að velja orðin okkar, bíómyndir, vörur og fréttir. Þau ljúka setningunum okkar, stinga upp á því sem við gætum viljað áður en við vitum að við viljum það og móta hljóðlaust, ekki aðeins það sem við sjáum heldur líka hvernig við hugsum, tjáum okkur og skiljum raunveruleikann. Þetta er ný tegund af stjórn. Hún kemur ekki með valdi eða hótunum, hún kemur sem saklaus „tillaga“. En þegar valkostum er stöðugt ýtt í eina átt, þegar tæknin flokkar heiminn hljóðlega fyrir okkur, hver er þá í raun við stjórnvölinn? Þægindi á kostnað sjálfræðis? Við gefum frá okkur athygli okkar, gögn og val, ekki nauðug, heldur af vana. Smám saman höfum við vanist því að vita ekki hvernig þessi tækni virkar eða af hverju hún var hönnuð. Við köllum hana snjalla, en hún er einnig útreiknuð. Hönnuð til að hámarka arðsemi, ekki endilega vellíðan. Hægt væri að líkja þessu við að búa í ósýnilegu völundarhúsi, haldið saman af hvötum sem við pælum sjaldan í. Hvötum eins og auglýsingatekjum, spálíkönum og markmiðum um hraðan vöxt. Því meiri tíma sem við glötum í völundarhúsinu, því betri verða gögnin og því meiri verður hagnaðurinn. Þetta er nýsköpun sem græðir á fólki en þjónar því ekki. Getur nýsköpun þjónað öðru en hagnaði? Vandamálið í þessu tilfelli er ekki nýsköpunin sjálf, heldur gildin sem hún byggir á. Þegar nýsköpun miðar fyrst og fremst að því að mæla, stýra og selja, þá endum við uppi með verkfæri sem mæla okkur, stýra okkur og selja okkur. En við getum stutt við öðruvísi nýsköpun. Eins og tækni sem hjálpar okkur að einbeita okkur, dýpka sambönd, læra betur, bæta geðheilsu og jafnvel styrkja lýðræðið. Nýsköpun með samfélagslegum hvötum getur alið af sér tækni og vettvanga fyrir samvinnu, sköpun, gleði, forvitni og sameiginlega velmegun - ef við hönnun hana með þessi gildi í huga. Fyrsta skrefið er að spyrja okkur, af hverju erum við að nýskapa? Fyrir hvern er það og hverskonar framtíð erum við að skapa? Nýsköpun hvers vegna Þessar spurningar eru í brennidepli á hliðarviðburði Iceland Innovation Week, “Nýsköpun hvers vegna”. Í stað þess að einblína á hvað nýjasta tæknin getur gert, stöldrum við við og spyrjum fyrst, hvers vegna erum við yfir höfuð að þróa hana. Er nýsköpun eitthvað meira en bara snjöll tækni? Við munum skoða hvernig verkfærin sem við þróum móta lýðræði, athygli, sambönd og samfélag. Við munum skoða hvernig sögur um framtíðina móta svo verkfærin sem við smíðum og hvers vegna við þurfum fleiri sögumenn, ekki bara fleiri sprotafyrirtæki. Við erum ekki bara að spyrja hvað er mögulegt. Við erum að spyrja hvað er það sem skiptir máli? Hvaða stefnu viljum við taka? Viðburðurinn “Innovation of Why” fer fram þann 15. maí, kl 15:00 í Wasabí salnum í hafnar.haus. Hægt er að sjá nánari dagskrá á heimasíðu Nýsköpunarvikunnar. Höfundur er stofnmeðlimur Samtaka um mannvæna tækni.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun