Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar 13. maí 2025 08:31 Við lítum flest á nýsköpun sem afl framfara. Nýjar lausnir, betri lífsgæði, snjallari tæki, meiri tækifæri. En við gleymum oft að spyrja okkur hverjum nýsköpunin þjónar, hvers konar framtíð er verið að skapa og fyrir hvern? Við lifum í heimi þar sem „snjöll kerfi“ hjálpa okkur að velja orðin okkar, bíómyndir, vörur og fréttir. Þau ljúka setningunum okkar, stinga upp á því sem við gætum viljað áður en við vitum að við viljum það og móta hljóðlaust, ekki aðeins það sem við sjáum heldur líka hvernig við hugsum, tjáum okkur og skiljum raunveruleikann. Þetta er ný tegund af stjórn. Hún kemur ekki með valdi eða hótunum, hún kemur sem saklaus „tillaga“. En þegar valkostum er stöðugt ýtt í eina átt, þegar tæknin flokkar heiminn hljóðlega fyrir okkur, hver er þá í raun við stjórnvölinn? Þægindi á kostnað sjálfræðis? Við gefum frá okkur athygli okkar, gögn og val, ekki nauðug, heldur af vana. Smám saman höfum við vanist því að vita ekki hvernig þessi tækni virkar eða af hverju hún var hönnuð. Við köllum hana snjalla, en hún er einnig útreiknuð. Hönnuð til að hámarka arðsemi, ekki endilega vellíðan. Hægt væri að líkja þessu við að búa í ósýnilegu völundarhúsi, haldið saman af hvötum sem við pælum sjaldan í. Hvötum eins og auglýsingatekjum, spálíkönum og markmiðum um hraðan vöxt. Því meiri tíma sem við glötum í völundarhúsinu, því betri verða gögnin og því meiri verður hagnaðurinn. Þetta er nýsköpun sem græðir á fólki en þjónar því ekki. Getur nýsköpun þjónað öðru en hagnaði? Vandamálið í þessu tilfelli er ekki nýsköpunin sjálf, heldur gildin sem hún byggir á. Þegar nýsköpun miðar fyrst og fremst að því að mæla, stýra og selja, þá endum við uppi með verkfæri sem mæla okkur, stýra okkur og selja okkur. En við getum stutt við öðruvísi nýsköpun. Eins og tækni sem hjálpar okkur að einbeita okkur, dýpka sambönd, læra betur, bæta geðheilsu og jafnvel styrkja lýðræðið. Nýsköpun með samfélagslegum hvötum getur alið af sér tækni og vettvanga fyrir samvinnu, sköpun, gleði, forvitni og sameiginlega velmegun - ef við hönnun hana með þessi gildi í huga. Fyrsta skrefið er að spyrja okkur, af hverju erum við að nýskapa? Fyrir hvern er það og hverskonar framtíð erum við að skapa? Nýsköpun hvers vegna Þessar spurningar eru í brennidepli á hliðarviðburði Iceland Innovation Week, “Nýsköpun hvers vegna”. Í stað þess að einblína á hvað nýjasta tæknin getur gert, stöldrum við við og spyrjum fyrst, hvers vegna erum við yfir höfuð að þróa hana. Er nýsköpun eitthvað meira en bara snjöll tækni? Við munum skoða hvernig verkfærin sem við þróum móta lýðræði, athygli, sambönd og samfélag. Við munum skoða hvernig sögur um framtíðina móta svo verkfærin sem við smíðum og hvers vegna við þurfum fleiri sögumenn, ekki bara fleiri sprotafyrirtæki. Við erum ekki bara að spyrja hvað er mögulegt. Við erum að spyrja hvað er það sem skiptir máli? Hvaða stefnu viljum við taka? Viðburðurinn “Innovation of Why” fer fram þann 15. maí, kl 15:00 í Wasabí salnum í hafnar.haus. Hægt er að sjá nánari dagskrá á heimasíðu Nýsköpunarvikunnar. Höfundur er stofnmeðlimur Samtaka um mannvæna tækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Nýsköpun Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Við lítum flest á nýsköpun sem afl framfara. Nýjar lausnir, betri lífsgæði, snjallari tæki, meiri tækifæri. En við gleymum oft að spyrja okkur hverjum nýsköpunin þjónar, hvers konar framtíð er verið að skapa og fyrir hvern? Við lifum í heimi þar sem „snjöll kerfi“ hjálpa okkur að velja orðin okkar, bíómyndir, vörur og fréttir. Þau ljúka setningunum okkar, stinga upp á því sem við gætum viljað áður en við vitum að við viljum það og móta hljóðlaust, ekki aðeins það sem við sjáum heldur líka hvernig við hugsum, tjáum okkur og skiljum raunveruleikann. Þetta er ný tegund af stjórn. Hún kemur ekki með valdi eða hótunum, hún kemur sem saklaus „tillaga“. En þegar valkostum er stöðugt ýtt í eina átt, þegar tæknin flokkar heiminn hljóðlega fyrir okkur, hver er þá í raun við stjórnvölinn? Þægindi á kostnað sjálfræðis? Við gefum frá okkur athygli okkar, gögn og val, ekki nauðug, heldur af vana. Smám saman höfum við vanist því að vita ekki hvernig þessi tækni virkar eða af hverju hún var hönnuð. Við köllum hana snjalla, en hún er einnig útreiknuð. Hönnuð til að hámarka arðsemi, ekki endilega vellíðan. Hægt væri að líkja þessu við að búa í ósýnilegu völundarhúsi, haldið saman af hvötum sem við pælum sjaldan í. Hvötum eins og auglýsingatekjum, spálíkönum og markmiðum um hraðan vöxt. Því meiri tíma sem við glötum í völundarhúsinu, því betri verða gögnin og því meiri verður hagnaðurinn. Þetta er nýsköpun sem græðir á fólki en þjónar því ekki. Getur nýsköpun þjónað öðru en hagnaði? Vandamálið í þessu tilfelli er ekki nýsköpunin sjálf, heldur gildin sem hún byggir á. Þegar nýsköpun miðar fyrst og fremst að því að mæla, stýra og selja, þá endum við uppi með verkfæri sem mæla okkur, stýra okkur og selja okkur. En við getum stutt við öðruvísi nýsköpun. Eins og tækni sem hjálpar okkur að einbeita okkur, dýpka sambönd, læra betur, bæta geðheilsu og jafnvel styrkja lýðræðið. Nýsköpun með samfélagslegum hvötum getur alið af sér tækni og vettvanga fyrir samvinnu, sköpun, gleði, forvitni og sameiginlega velmegun - ef við hönnun hana með þessi gildi í huga. Fyrsta skrefið er að spyrja okkur, af hverju erum við að nýskapa? Fyrir hvern er það og hverskonar framtíð erum við að skapa? Nýsköpun hvers vegna Þessar spurningar eru í brennidepli á hliðarviðburði Iceland Innovation Week, “Nýsköpun hvers vegna”. Í stað þess að einblína á hvað nýjasta tæknin getur gert, stöldrum við við og spyrjum fyrst, hvers vegna erum við yfir höfuð að þróa hana. Er nýsköpun eitthvað meira en bara snjöll tækni? Við munum skoða hvernig verkfærin sem við þróum móta lýðræði, athygli, sambönd og samfélag. Við munum skoða hvernig sögur um framtíðina móta svo verkfærin sem við smíðum og hvers vegna við þurfum fleiri sögumenn, ekki bara fleiri sprotafyrirtæki. Við erum ekki bara að spyrja hvað er mögulegt. Við erum að spyrja hvað er það sem skiptir máli? Hvaða stefnu viljum við taka? Viðburðurinn “Innovation of Why” fer fram þann 15. maí, kl 15:00 í Wasabí salnum í hafnar.haus. Hægt er að sjá nánari dagskrá á heimasíðu Nýsköpunarvikunnar. Höfundur er stofnmeðlimur Samtaka um mannvæna tækni.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar