Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2025 09:34 Cooper Flagg er væntanlega á leiðinni til Dallas. Getty/Lance King Umdeildasta lið NBA-deildarinnar í vetur, Dallas Mavericks, hafði heldur betur heppnina með sér í gærkvöld þegar dregið var um valrétt í nýliðavali deildarinnar. Svo mikla að samfélagsmiðlar eru fullir af ásökunum um samsæri. Eftir að hafa átt í miklum erfiðleikum með að sætta sig við þá ákvörðun stjórnenda Dallas að skipta út Luka Doncic til LA Lakers í vetur, þá höfðu stuðningsmenn Dallas ástæðu til að fagna í gærkvöld þegar félagið fékk fyrsta valrétt. Það þýðir að Dallas getur í nýliðavalinu 24.-25. júní tryggt sér hinn eftirsótta Cooper Flagg úr Duke-háskólanum. Dregið var um það hvernig röðun liða yrði í valinu og tekið með í myndina hvar þau enduðu leiktíðina. Því hafði Dallas aðeins 1,8% líkur á að fá fyrsta valrétt og voru tíu lið líklegri til að hreppa hann. Svona varð hins vegar niðurstaðan: The full 2025 NBA draft Lottery results ⭐Where did your team land? pic.twitter.com/UjRZDQYF3I— NBA on ESPN (@ESPNNBA) May 12, 2025 Samkvæmt ESPN er það met að lið hoppi upp um tíu sæti í lottóinu og hreppi fyrsta valrétt. Sú niðurstaða hefur kallað á ýmis viðbrögð á samfélagsmiðlum en flest þeirra snúast um að hér hljóti hreinlega að vera um fyrirfram ákveðna niðurstöðu að ræða. “Trade Luka to our biggest market and we’ll get you Flagg” pic.twitter.com/nJpM7jPTBO— NBA University (@NBA_University) May 12, 2025 Ratings were down, so the NBA gave Luka to the Lakers, and then gave the #1 pick in the NBA Draft to Dallas as compensation. Disgusting corruption. And you can’t even argue it. The odds are too low of all of this lining up the way it has. Completely rigged.— Mitch (@MitchCK_) May 12, 2025 Luka Doncic’s IG story. 😭😭😭 pic.twitter.com/5OgcF8me30— NBACentel (@TheNBACentel) May 12, 2025 I'm not a big conspiracy theorist but it seems awfully convenient that the Mavericks traded Luka to the NBA's biggest market and then got Cooper Flagg in return months later, despite having just a 1.8% chance to land the number one pick.— Joe Pompliano (@JoePompliano) May 12, 2025 MAVS WIN THE NO. 1 PICK IN THE 2025 NBA DRAFT 🔥COOPER FLAGG, AD & KYRIE 🔜? 🤯🍿 pic.twitter.com/JO8PtAwtkx— Bleacher Report (@BleacherReport) May 12, 2025 „Ég er svo ánægður fyrir hönd stuðningsmanna Mavericks,“ sagði Rick Welts, framkvæmdastjóri Dallas Mavericks. „Ég kom bara til Dallas 1. janúar. Þann 1. febrúar sprengdum við internetið [með því að skipta Doncic út]. Ég er bara heillaður af þeim djúpu tilfinningum og tengslum sem að stuðningsmenn hafa við liðið. Það sem gerðist í dag – ég gæti ekki hugsað mér betri dag fyrir Mavs stuðningsmenn. Þetta verður alveg einstakt,“ sagði Welts og viðurkenndi að ferilskráin hjá fyrrnefndum Cooper Flagg talaði sínu máli. Flagg hefur verið talinn líklegastur til að verða valinn fyrstur frá því í ágúst 2023, þegar hann tilkynnti að hann hygðist útskrifast ári fyrr úr menntaskóla og fara í háskóla 17 ára. Þrátt fyrir allar væntingarnar sem til hans voru gerðar hefur honum samt tekist að fara fram úr þeim á háskólaárunum, samkvæmt ESPN, og skorað 19,2 stig að meðaltali í leik, tekið 7,5 fráköst og gefið 4,2 stoðsendingar, og farið með lið Duke Blue Devils í Final Four. NBA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjá meira
Eftir að hafa átt í miklum erfiðleikum með að sætta sig við þá ákvörðun stjórnenda Dallas að skipta út Luka Doncic til LA Lakers í vetur, þá höfðu stuðningsmenn Dallas ástæðu til að fagna í gærkvöld þegar félagið fékk fyrsta valrétt. Það þýðir að Dallas getur í nýliðavalinu 24.-25. júní tryggt sér hinn eftirsótta Cooper Flagg úr Duke-háskólanum. Dregið var um það hvernig röðun liða yrði í valinu og tekið með í myndina hvar þau enduðu leiktíðina. Því hafði Dallas aðeins 1,8% líkur á að fá fyrsta valrétt og voru tíu lið líklegri til að hreppa hann. Svona varð hins vegar niðurstaðan: The full 2025 NBA draft Lottery results ⭐Where did your team land? pic.twitter.com/UjRZDQYF3I— NBA on ESPN (@ESPNNBA) May 12, 2025 Samkvæmt ESPN er það met að lið hoppi upp um tíu sæti í lottóinu og hreppi fyrsta valrétt. Sú niðurstaða hefur kallað á ýmis viðbrögð á samfélagsmiðlum en flest þeirra snúast um að hér hljóti hreinlega að vera um fyrirfram ákveðna niðurstöðu að ræða. “Trade Luka to our biggest market and we’ll get you Flagg” pic.twitter.com/nJpM7jPTBO— NBA University (@NBA_University) May 12, 2025 Ratings were down, so the NBA gave Luka to the Lakers, and then gave the #1 pick in the NBA Draft to Dallas as compensation. Disgusting corruption. And you can’t even argue it. The odds are too low of all of this lining up the way it has. Completely rigged.— Mitch (@MitchCK_) May 12, 2025 Luka Doncic’s IG story. 😭😭😭 pic.twitter.com/5OgcF8me30— NBACentel (@TheNBACentel) May 12, 2025 I'm not a big conspiracy theorist but it seems awfully convenient that the Mavericks traded Luka to the NBA's biggest market and then got Cooper Flagg in return months later, despite having just a 1.8% chance to land the number one pick.— Joe Pompliano (@JoePompliano) May 12, 2025 MAVS WIN THE NO. 1 PICK IN THE 2025 NBA DRAFT 🔥COOPER FLAGG, AD & KYRIE 🔜? 🤯🍿 pic.twitter.com/JO8PtAwtkx— Bleacher Report (@BleacherReport) May 12, 2025 „Ég er svo ánægður fyrir hönd stuðningsmanna Mavericks,“ sagði Rick Welts, framkvæmdastjóri Dallas Mavericks. „Ég kom bara til Dallas 1. janúar. Þann 1. febrúar sprengdum við internetið [með því að skipta Doncic út]. Ég er bara heillaður af þeim djúpu tilfinningum og tengslum sem að stuðningsmenn hafa við liðið. Það sem gerðist í dag – ég gæti ekki hugsað mér betri dag fyrir Mavs stuðningsmenn. Þetta verður alveg einstakt,“ sagði Welts og viðurkenndi að ferilskráin hjá fyrrnefndum Cooper Flagg talaði sínu máli. Flagg hefur verið talinn líklegastur til að verða valinn fyrstur frá því í ágúst 2023, þegar hann tilkynnti að hann hygðist útskrifast ári fyrr úr menntaskóla og fara í háskóla 17 ára. Þrátt fyrir allar væntingarnar sem til hans voru gerðar hefur honum samt tekist að fara fram úr þeim á háskólaárunum, samkvæmt ESPN, og skorað 19,2 stig að meðaltali í leik, tekið 7,5 fráköst og gefið 4,2 stoðsendingar, og farið með lið Duke Blue Devils í Final Four.
NBA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjá meira