„Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. maí 2025 18:55 Jón Óttar Ólafsson eigandi rannsóknarfyrirtækisins PPP sem hefur verið lagt niður. Vísir/Ívar Fyrrverandi eigandi PPP segir að hann hafi haft aðgang að öllum gögnum hjá sérstökum saksóknara og lögreglu meðan hann vann fyrir þrotabú og slitastjórnir. Hann sakar héraðssaksóknara um að hafa lekið gögnum PPP til RÚV til að skaða hann. Saksóknarinn hafnar þessu. Lögreglan á Suðurlandi, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og nefnd um störf lögreglu hafa ákveðið að rannsaka og eða athuga gagnaþjófnað frá embætti sérstaks saksóknara sem tengd hafa verið fyrirtækinu PPP á árunum 2009-2011. Greint hefur verið frá því máli í í Kastljósi og Kveik á RÚV á undanförnum vikum. Jón Óttar Ólafsson fyrrum eigandi PPP, en fyrirtækið hætti starfsemi árið 2012, segist gjarnan vilja upplýsa rannsakendur um hvað gerðist í málinu á sínum tíma. „Að sjálfsögðu vil ég upplýsa rannsakendur um það sem gerðist,“ segir Jón Óttar. Hann starfaði hjá sérstökum saksóknara frá 2009-2011. Hann segist svo hafa ákveðið í lok árs 2011 að stofna rannsóknarfyrirtækið PPP ásamt Guðmundi Hauki Gunnarssyni sem var líka rannsakandi hjá sérstökum saksóknara á þeim tíma. „Við stofnum PPP haustið 2011 með vitund og vilja, Ólafs Þórs, Hólmsteins og Gríms Grímssonar og allra hjá sérstökum saksóknara. Við förum í fimmtíu prósent starf 1. desember 2011. Þá er komin upp sérstök staða því við erum fimmtíu prósent starfi sem einkarannsakarar og fimmtíu prósent sem lögreglumenn,“ segir Jón Óttar. Höfðu aðgang að öllum gögnum sérstaks saksóknara Hann segir að þeir félagar hafi svo hætt alveg sem launamenn hjá sérstökum saksóknara þann 1. janúar 2012 en verið áfram í verktakavinnu fyrir embættið í janúar og febrúar það ár ásamt því að vinna fyrir þrotabú Milestone og Glitnis. „Við vorum náttúrulega að nota gögn frá sérstökum saksóknara til að vinna í málum fyrir hann og á sama tíma vorum við náttúrulega að vinna fyrir Milestone skiptastjórann,“ segir hann. Jón Óttar telur að sérstakur saksóknari hafi verið meðvitaður um að þeir félagar hafi haft aðgang að öllum gögnum hans og lögreglu á þessum tíma og notað þau í bæði störfin. „Við vorum með öll gögnin. Þetta var ekkert leyndarmál. Tölvurnar voru tengdar við alla netþjóna lögreglunnar. Við vorum að nota tölvur PPP til að vinna fyrir hann og færðum þá gögnin yfir til okkar og notuðum svo í vinnu fyrir skiptastjóra Milestone. Það fór ekki fram hjá neinum,“ segir Jón Óttar. Telur að Ólafur hafi lekið gögnum til að skaða sig Jón Óttar telur að tvær grímur hafi byrjað að renna á sérstakan saksóknara varðandi allt ferlið , hann hafi í kjölfarið ákveðið að kæra þá félaga til ríkissaksóknara í maí 2012 fyrir að stela gögnunum sem hafi svo fellt málið niður 2013. Jón Óttar telur Ólafur Þór Hauksson sem gegndi embættinu á sínum tíma hafi ákveðið að koma gögnum PPP til RÚV til að koma höggi á sig vegna Namibíumálsins. Ólafur Þór Hauksson sem sinnti embættinu á sínum tíma hafnar því alfarið í samtali við fréttastofu. Jón Óttar viðurkennir hins vegar að vinnulag PPP hafi ekki verið eðlilegt en telur að þeir félagar hafi ekki brotið lög. „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega,“ segir Jón Óttar. Viðtalið við Jón Óttar í heild er hér að ofan. Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Lögreglan Dómstólar Alþingi Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og nefnd um störf lögreglu hafa ákveðið að rannsaka og eða athuga gagnaþjófnað frá embætti sérstaks saksóknara sem tengd hafa verið fyrirtækinu PPP á árunum 2009-2011. Greint hefur verið frá því máli í í Kastljósi og Kveik á RÚV á undanförnum vikum. Jón Óttar Ólafsson fyrrum eigandi PPP, en fyrirtækið hætti starfsemi árið 2012, segist gjarnan vilja upplýsa rannsakendur um hvað gerðist í málinu á sínum tíma. „Að sjálfsögðu vil ég upplýsa rannsakendur um það sem gerðist,“ segir Jón Óttar. Hann starfaði hjá sérstökum saksóknara frá 2009-2011. Hann segist svo hafa ákveðið í lok árs 2011 að stofna rannsóknarfyrirtækið PPP ásamt Guðmundi Hauki Gunnarssyni sem var líka rannsakandi hjá sérstökum saksóknara á þeim tíma. „Við stofnum PPP haustið 2011 með vitund og vilja, Ólafs Þórs, Hólmsteins og Gríms Grímssonar og allra hjá sérstökum saksóknara. Við förum í fimmtíu prósent starf 1. desember 2011. Þá er komin upp sérstök staða því við erum fimmtíu prósent starfi sem einkarannsakarar og fimmtíu prósent sem lögreglumenn,“ segir Jón Óttar. Höfðu aðgang að öllum gögnum sérstaks saksóknara Hann segir að þeir félagar hafi svo hætt alveg sem launamenn hjá sérstökum saksóknara þann 1. janúar 2012 en verið áfram í verktakavinnu fyrir embættið í janúar og febrúar það ár ásamt því að vinna fyrir þrotabú Milestone og Glitnis. „Við vorum náttúrulega að nota gögn frá sérstökum saksóknara til að vinna í málum fyrir hann og á sama tíma vorum við náttúrulega að vinna fyrir Milestone skiptastjórann,“ segir hann. Jón Óttar telur að sérstakur saksóknari hafi verið meðvitaður um að þeir félagar hafi haft aðgang að öllum gögnum hans og lögreglu á þessum tíma og notað þau í bæði störfin. „Við vorum með öll gögnin. Þetta var ekkert leyndarmál. Tölvurnar voru tengdar við alla netþjóna lögreglunnar. Við vorum að nota tölvur PPP til að vinna fyrir hann og færðum þá gögnin yfir til okkar og notuðum svo í vinnu fyrir skiptastjóra Milestone. Það fór ekki fram hjá neinum,“ segir Jón Óttar. Telur að Ólafur hafi lekið gögnum til að skaða sig Jón Óttar telur að tvær grímur hafi byrjað að renna á sérstakan saksóknara varðandi allt ferlið , hann hafi í kjölfarið ákveðið að kæra þá félaga til ríkissaksóknara í maí 2012 fyrir að stela gögnunum sem hafi svo fellt málið niður 2013. Jón Óttar telur Ólafur Þór Hauksson sem gegndi embættinu á sínum tíma hafi ákveðið að koma gögnum PPP til RÚV til að koma höggi á sig vegna Namibíumálsins. Ólafur Þór Hauksson sem sinnti embættinu á sínum tíma hafnar því alfarið í samtali við fréttastofu. Jón Óttar viðurkennir hins vegar að vinnulag PPP hafi ekki verið eðlilegt en telur að þeir félagar hafi ekki brotið lög. „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega,“ segir Jón Óttar. Viðtalið við Jón Óttar í heild er hér að ofan.
Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Lögreglan Dómstólar Alþingi Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira