„Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 13. maí 2025 20:35 Margrét Kristín Pálsdóttir hefur tekið við embætti Úlfars Lúðvíkssonar. Vísir/Samsett Margrét Kristín Pálsdóttir hefur verið skipuð tímabundið í embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum eftir að Úlfar Lúðvíksson baðst lausnar. Hún segir embættið víðamikið og áskoranirnar margar en er jafnframt þakklát fyrir traustið. „Þetta leggst bara ágætlega vel í mig. Þetta ber svolítið bratt að og ég er auðvitað líka þakklát að hafa fengið þetta traust til að leiða þetta stóra og mikilvæga embætti þó það sé í stuttan tíma,“ segir Margrét Kristín Pálsdóttir í samtali við fréttastofu. Fyrr í dag var greint frá því að Úlfar Lúðvíksson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, baðst lausnar úr embætti eftir að Þorbjörg Sigríðar Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti honum að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. „Það eru breyttar forsendur og það eru auðvitað pólitískar áherslur í auknu vægi í áherslu okkar á stjórn landamæra. Ég get endurtekið við þig það sem ég sagði við Úlfar að þetta hefur ekkert með hans störf að gera heldur breyttar áherslur og aukin stærð og þungi embættisins,“ sagði Þorbjörg í samtali við fréttastofu. Margréti Kristínu var boðin staðan í hádeginu í dag. „Strax í fyrramálið mun ég hitta framkvæmdastjórn og síðan mun ég reyna hitta sem flesta starfsmenn.“ Margrét er lögfræðimenntuð og var skipuð í stöðu aðstoðarlögreglustjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í maí árið 2024. Hún hefur áður starfað á Suðurnesjunum sem aðstoðarlögreglustjóri. „Ég hef alltaf sagt að embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum er auðvitað mjög umfangsmikið og fjölmargar áskoranir sem eru þar. Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek henni bara vel,“ segir Margrét. „Ég mun taka stöðuna á morgun á fólkinu en þetta er auðvitað tímabundin staða sem ég tek að mér þangað til það verður auglýst eftir nýjum lögreglustjóra. Ég hef töluverða reynslu af bæði störfum lögreglu og málefnum landamæra þannig það var kannski nærtækt að hafa samband við mig á þessu augnabliki.“ Setning Margrétar er til 1. október svo hún gerir ráð fyrir að nýr lögreglustjóri verði skipaður fyrir þann tíma. Að hennar sögn ætlar hún ekki í áherslubreytingar innan embættisins heldur sé einungis um tímabundna stöðu að ræða. „Ég held að hlutverk mitt sé að sinna þessu almenna starfi lögreglustjóra og annast daglega starfsemi embættisins. Svo kemur það í ljós hvort að það verði einhverjar breytingar gerðar en ég sé það ekki fyrir mér á þessu tímabili en það verður að koma í ljós.“ Í viðtali við dómsmálaráðherra sagði hún að töluverðar breytingar séu fyrirhugaðar á embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Breytingarnar séu í samræmi við áherslur nýrrar ríkisstjórnar um aukin þunga í landamærapólitík. Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistaskipti Reykjanesbær Grindavík Suðurnesjabær Vogar Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Sjá meira
„Þetta leggst bara ágætlega vel í mig. Þetta ber svolítið bratt að og ég er auðvitað líka þakklát að hafa fengið þetta traust til að leiða þetta stóra og mikilvæga embætti þó það sé í stuttan tíma,“ segir Margrét Kristín Pálsdóttir í samtali við fréttastofu. Fyrr í dag var greint frá því að Úlfar Lúðvíksson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, baðst lausnar úr embætti eftir að Þorbjörg Sigríðar Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti honum að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. „Það eru breyttar forsendur og það eru auðvitað pólitískar áherslur í auknu vægi í áherslu okkar á stjórn landamæra. Ég get endurtekið við þig það sem ég sagði við Úlfar að þetta hefur ekkert með hans störf að gera heldur breyttar áherslur og aukin stærð og þungi embættisins,“ sagði Þorbjörg í samtali við fréttastofu. Margréti Kristínu var boðin staðan í hádeginu í dag. „Strax í fyrramálið mun ég hitta framkvæmdastjórn og síðan mun ég reyna hitta sem flesta starfsmenn.“ Margrét er lögfræðimenntuð og var skipuð í stöðu aðstoðarlögreglustjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í maí árið 2024. Hún hefur áður starfað á Suðurnesjunum sem aðstoðarlögreglustjóri. „Ég hef alltaf sagt að embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum er auðvitað mjög umfangsmikið og fjölmargar áskoranir sem eru þar. Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek henni bara vel,“ segir Margrét. „Ég mun taka stöðuna á morgun á fólkinu en þetta er auðvitað tímabundin staða sem ég tek að mér þangað til það verður auglýst eftir nýjum lögreglustjóra. Ég hef töluverða reynslu af bæði störfum lögreglu og málefnum landamæra þannig það var kannski nærtækt að hafa samband við mig á þessu augnabliki.“ Setning Margrétar er til 1. október svo hún gerir ráð fyrir að nýr lögreglustjóri verði skipaður fyrir þann tíma. Að hennar sögn ætlar hún ekki í áherslubreytingar innan embættisins heldur sé einungis um tímabundna stöðu að ræða. „Ég held að hlutverk mitt sé að sinna þessu almenna starfi lögreglustjóra og annast daglega starfsemi embættisins. Svo kemur það í ljós hvort að það verði einhverjar breytingar gerðar en ég sé það ekki fyrir mér á þessu tímabili en það verður að koma í ljós.“ Í viðtali við dómsmálaráðherra sagði hún að töluverðar breytingar séu fyrirhugaðar á embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Breytingarnar séu í samræmi við áherslur nýrrar ríkisstjórnar um aukin þunga í landamærapólitík.
Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistaskipti Reykjanesbær Grindavík Suðurnesjabær Vogar Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Sjá meira