Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2025 15:45 Giannis Antetokounmpo og félagar í Milwaukee Bucks féllu úr leik fyrir Indiana Pacers, 4-1, í 1. umferð úrslitakeppninnar. getty/Justin Casterline Gamla körfuboltagoðið Charles Barkley vill að Giannis Antetokounmpo haldi kyrru fyrir hjá Milwaukee Bucks og klári ferilinn hjá félaginu í stað þess að eltast við meistaratitla annars staðar. Giannis hefur leikið með Milwaukee allan sinn feril í NBA og varð meistari með liðinu 2021. Síðustu ár hefur ekki gengið jafn vel hjá liðinu og það féll úr leik fyrir Indiana Pacers, 4-1, í 1. umferð úrslitakeppninnar á þessu tímabili. Í kjölfarið hefur mikið verið rætt og ritað um framtíð Giannis og hvort hann ætli að halda tryggð við Milwaukee eða róa á önnur og mögulega fengsælli mið. Barkley vill að hann ljúki ferlinum hjá Milwaukee. „Ég verð pirraður á fólki í sjónvarpi. Það segir að það sé kominn tími fyrir Giannis að yfirgefa Milwaukee. Bíddu, þau sögðu þetta aldrei um mig eða Patrick Ewing. Allt í einu þurfa leikmenn að vinna titil í dag,“ sagði Barkley í Inside the NBA á TNT. „Þegar ég var í Philly man ég ekki eftir gaurum segja: Þið eruð að sóa bestu árum Charles Barkley. Ég held áfram að spila því það er starfið mitt. Ég vildi vera hjá Philly allan ferilinn. Reggie Miller, ég dáist að honum. Dirk Nowitzki, ég dáist að honum. Þetta viðhorf um frábæra leikmenn, hvort sem þeir hafa unnið titil eða þeir eru ekki að vinna, að þeir verði að fara. Hann þarf ekki að fara. Ég myndi vilja sjá hann verja öllum ferlinum í Milwaukee. Þeir hafa unnið titil og ég vona að þeir vinni aftur hans vegna en ég hata þessa skoðun að hann verði að fara ef þeir vinna ekki.“ "He don't have to move. I would love to see him spend his entire career in Milwaukee" 🗣️Chuck has thoughts on the narrative shifts involving ring culture and team loyalty pic.twitter.com/RymC4zd0uc— NBA on TNT (@NBAonTNT) May 14, 2025 Giannis er leikja-, stiga-, frákasta- og stoðsendingahæsti leikmaður í sögu Milwaukee. Hann var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins 2021 þar sem Milwaukee sigraði Phoenix Suns, 4-2. NBA Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Giannis hefur leikið með Milwaukee allan sinn feril í NBA og varð meistari með liðinu 2021. Síðustu ár hefur ekki gengið jafn vel hjá liðinu og það féll úr leik fyrir Indiana Pacers, 4-1, í 1. umferð úrslitakeppninnar á þessu tímabili. Í kjölfarið hefur mikið verið rætt og ritað um framtíð Giannis og hvort hann ætli að halda tryggð við Milwaukee eða róa á önnur og mögulega fengsælli mið. Barkley vill að hann ljúki ferlinum hjá Milwaukee. „Ég verð pirraður á fólki í sjónvarpi. Það segir að það sé kominn tími fyrir Giannis að yfirgefa Milwaukee. Bíddu, þau sögðu þetta aldrei um mig eða Patrick Ewing. Allt í einu þurfa leikmenn að vinna titil í dag,“ sagði Barkley í Inside the NBA á TNT. „Þegar ég var í Philly man ég ekki eftir gaurum segja: Þið eruð að sóa bestu árum Charles Barkley. Ég held áfram að spila því það er starfið mitt. Ég vildi vera hjá Philly allan ferilinn. Reggie Miller, ég dáist að honum. Dirk Nowitzki, ég dáist að honum. Þetta viðhorf um frábæra leikmenn, hvort sem þeir hafa unnið titil eða þeir eru ekki að vinna, að þeir verði að fara. Hann þarf ekki að fara. Ég myndi vilja sjá hann verja öllum ferlinum í Milwaukee. Þeir hafa unnið titil og ég vona að þeir vinni aftur hans vegna en ég hata þessa skoðun að hann verði að fara ef þeir vinna ekki.“ "He don't have to move. I would love to see him spend his entire career in Milwaukee" 🗣️Chuck has thoughts on the narrative shifts involving ring culture and team loyalty pic.twitter.com/RymC4zd0uc— NBA on TNT (@NBAonTNT) May 14, 2025 Giannis er leikja-, stiga-, frákasta- og stoðsendingahæsti leikmaður í sögu Milwaukee. Hann var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins 2021 þar sem Milwaukee sigraði Phoenix Suns, 4-2.
NBA Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum