Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Árni Sæberg skrifar 14. maí 2025 15:49 Lilja Björk Einarsdóttir er bankastjóri Landsbankans. Hún tók við starfinu eftir að fyrri bankastjóri lét af störfum eftir birtingu skýrslu Ríkisendurskoðunar, þar sem salan á Borgun var meðal annars til umræðu. Vísir/Steingrímur Dúi Hæstiréttur hefur neitað beiðni Landsbankans um áfrýjunarleyfi í Borgunarmálinu svokallaða. Landsréttur sýknaði kaupendur Borgunar af öllum kröfum bankans, sem vildi fá skaðabætur vegna upplýsinga sem bankinn taldi kaupendur hafa búið yfir fyrir kaupin en ekki bankinn. Þetta segir í ákvörðun Hæstaréttar um beiðnina, sem tekin var í gær og Vísir hefur undir höndum. Þann 20. febrúar síðastliðinn sýknaði Landsréttur félögin BPS, Eignarhaldsfélagið Borgun, Teya Iceland, sem áður hét SaltPay, og Hauk Oddsson, fyrrverandi forstjóra Borgunar. Með dóminum var dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá apríl 2023 staðfestur, auk þess sem bankinn var dæmdur til að greiða BPS, Eignarhaldsfélaginu Borgun og Hauki tólf milljónir króna í málskostnað á haus. Þá var bankinn dæmdur til að greiða Teya 23 milljónir króna í málskostnað. Landsréttur taldi kaupendur hafa búið yfir ríkari upplýsingum en seljandinn Landsbankinn krafðist þess að viðurkennd yrði með dómi skaðabótaskylda vegna söluhagnaðar sem bankinn hefði notið ef hann hefði selt 31,2 prósenta eignarhlut sinn í Teya Iceland, sem þá hét Borgun, að tekni tilliti til upplýsinga sem kaupendur hefðu búið yfir en ekki látið bankanum í té. „Bankinn fékk ekki upplýsingar sem stefndu bjuggu yfir um að Borgun hf. ætti hlut í Visa Europe Ltd. og réttindi sem fylgdu hlutnum, þ. á m. mögulega hlutdeild í söluhagnaði Visa Europe Ltd. við nýtingu söluréttar í valréttarsamningi Visa Inc. og Visa Europe Ltd.,“ sagði í tilkynningu frá Landsbankanum þegar greint var frá því að mál yrði höfðað árið 2016. Létu ekki framkvæma áreiðanleikakönnun Í reifun Hæstaréttar á málinu segir að Landsréttur hefði talið að ekki væru efni til að draga í efa þá málsvörn gagnaðila að af hálfu fyrirsvarsmanna þeirra hefði ekki verið fyrir hendi vitneskja um þýðingu hlutdeildar Borgunar hf. í söluhagnaðnum og þeir hefðu ekki mátt gera sér grein fyrir henni. Þá hefði Landsréttur jafnframt litið til þess að Landsbankinn hefði ekki látið framkvæma áreiðanleikakönnun á Borgun þrátt fyrir að áskilja sér rétt til þess. Þá hefði ekkert bent til að ómögulegt hefði verið fyrir Landsbankann að ganga úr skugga um þau atriði sem deilt væri um. Hefði falið í sér mikilvægar leiðbeiningar um kröfur til kaupenda Í ákvörðuninni segir að Landsbankinn hefði byggt á því að dómur í málinu hefði verulegt almennt gildi og myndi skapa mikilvægt fordæmi. Í málinu væri sú staða uppi að Landsbankinn hefði sem seljandi haft takmarkaðar upplýsingar um hið selda. Hins vegar hefðu kaupendur búið yfir upplýsingum um allt sem við kom eignum, skuldum og rekstri Borgunar hf. Leyfisbeiðandi hefði talið að dómur í málinu myndi fela í sér mikilvægar leiðbeiningar um hvaða kröfur verði gerðar til upplýsingagjafar kaupanda við slíkar aðstæður samkvæmt almennum reglum samninga- og kröfuréttar. Í málinu reyndi einnig á inntak meginreglna um trúnaðar- og tillitsskyldu við samningsgerð og hvort brot gegn slíkum reglum leiddu til skaðabótaskyldu. Þá hefði Landsbankinn talið að dómur í málinu myndi hafa verulegt almennt gildi um að hvaða marki ætluð eigin sök geti komið í veg fyrir bótaskyldu. Vildi meina að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur Í dómi Landsréttar hefði verið vísað til þess að Landsbankinn hefði ekki getað reitt sig á að kaupendurnir myndu með tæmandi hætti afla og leggja fram gögn og upplýsingar sem hefðu þýðingu við mat á verðmæti Borgunar hf. Einnig hefði Landsréttur vísað til þess að allir helstu stjórnendur félagsins hefðu tekið þátt í kaupum á hlutum í því í gegnum BPS ehf. og á sama tíma séð um gerð verðmatsgagna fyrir Landsbankann. Það hefði átt að leiða til þess að Landsbankinn léti framkvæma sjálfstæða áreiðanleikakönnun. Landsbankinn hefði byggt á því að þessar forsendur Landsréttar væru bersýnilega rangar en í málinu lægi fyrir að aðilar hefðu samið sérstaklega um að þeir myndu fá aðgang að sömu upplýsingum um Borgun hf. Að lokum hefði Landsbankinn verið ósammála þeirri niðurstöðu Landsréttar að ekki hefði verið augljós orsakatengsl milli annmarka á ársreikningi félagsins og tjóns hans. Varðar ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni bankans Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins yrði hvorki hvorki litið svo á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni Landsbankans í skilningi laga um meðferð einkamála. Þá yrði ekki séð að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að formi eða efni. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því hafnað. Borgunarmálið Landsbankinn Greiðslumiðlun Fjármálafyrirtæki Dómsmál Tengdar fréttir Landsbankinn tapaði Borgunarmálinu í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað félögin BPS, Eignarhaldsfélagið Borgun, Teya Iceland, sem áður hét SaltPay, og Hauk Oddsson, fyrrverandi forstjóra Borgunar, af kröfum Landsbankans í Borgunarmálinu svokallaða. Að mati héraðsdóms var vanræksla Landsbankans á því að gæta hagsmuna sinna höfuðorsök þess að bankinn varð af milljarða söluhagnaði við söluna á eignarhlut í kortafyrirtækinu. 27. apríl 2023 12:03 Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Þetta segir í ákvörðun Hæstaréttar um beiðnina, sem tekin var í gær og Vísir hefur undir höndum. Þann 20. febrúar síðastliðinn sýknaði Landsréttur félögin BPS, Eignarhaldsfélagið Borgun, Teya Iceland, sem áður hét SaltPay, og Hauk Oddsson, fyrrverandi forstjóra Borgunar. Með dóminum var dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá apríl 2023 staðfestur, auk þess sem bankinn var dæmdur til að greiða BPS, Eignarhaldsfélaginu Borgun og Hauki tólf milljónir króna í málskostnað á haus. Þá var bankinn dæmdur til að greiða Teya 23 milljónir króna í málskostnað. Landsréttur taldi kaupendur hafa búið yfir ríkari upplýsingum en seljandinn Landsbankinn krafðist þess að viðurkennd yrði með dómi skaðabótaskylda vegna söluhagnaðar sem bankinn hefði notið ef hann hefði selt 31,2 prósenta eignarhlut sinn í Teya Iceland, sem þá hét Borgun, að tekni tilliti til upplýsinga sem kaupendur hefðu búið yfir en ekki látið bankanum í té. „Bankinn fékk ekki upplýsingar sem stefndu bjuggu yfir um að Borgun hf. ætti hlut í Visa Europe Ltd. og réttindi sem fylgdu hlutnum, þ. á m. mögulega hlutdeild í söluhagnaði Visa Europe Ltd. við nýtingu söluréttar í valréttarsamningi Visa Inc. og Visa Europe Ltd.,“ sagði í tilkynningu frá Landsbankanum þegar greint var frá því að mál yrði höfðað árið 2016. Létu ekki framkvæma áreiðanleikakönnun Í reifun Hæstaréttar á málinu segir að Landsréttur hefði talið að ekki væru efni til að draga í efa þá málsvörn gagnaðila að af hálfu fyrirsvarsmanna þeirra hefði ekki verið fyrir hendi vitneskja um þýðingu hlutdeildar Borgunar hf. í söluhagnaðnum og þeir hefðu ekki mátt gera sér grein fyrir henni. Þá hefði Landsréttur jafnframt litið til þess að Landsbankinn hefði ekki látið framkvæma áreiðanleikakönnun á Borgun þrátt fyrir að áskilja sér rétt til þess. Þá hefði ekkert bent til að ómögulegt hefði verið fyrir Landsbankann að ganga úr skugga um þau atriði sem deilt væri um. Hefði falið í sér mikilvægar leiðbeiningar um kröfur til kaupenda Í ákvörðuninni segir að Landsbankinn hefði byggt á því að dómur í málinu hefði verulegt almennt gildi og myndi skapa mikilvægt fordæmi. Í málinu væri sú staða uppi að Landsbankinn hefði sem seljandi haft takmarkaðar upplýsingar um hið selda. Hins vegar hefðu kaupendur búið yfir upplýsingum um allt sem við kom eignum, skuldum og rekstri Borgunar hf. Leyfisbeiðandi hefði talið að dómur í málinu myndi fela í sér mikilvægar leiðbeiningar um hvaða kröfur verði gerðar til upplýsingagjafar kaupanda við slíkar aðstæður samkvæmt almennum reglum samninga- og kröfuréttar. Í málinu reyndi einnig á inntak meginreglna um trúnaðar- og tillitsskyldu við samningsgerð og hvort brot gegn slíkum reglum leiddu til skaðabótaskyldu. Þá hefði Landsbankinn talið að dómur í málinu myndi hafa verulegt almennt gildi um að hvaða marki ætluð eigin sök geti komið í veg fyrir bótaskyldu. Vildi meina að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur Í dómi Landsréttar hefði verið vísað til þess að Landsbankinn hefði ekki getað reitt sig á að kaupendurnir myndu með tæmandi hætti afla og leggja fram gögn og upplýsingar sem hefðu þýðingu við mat á verðmæti Borgunar hf. Einnig hefði Landsréttur vísað til þess að allir helstu stjórnendur félagsins hefðu tekið þátt í kaupum á hlutum í því í gegnum BPS ehf. og á sama tíma séð um gerð verðmatsgagna fyrir Landsbankann. Það hefði átt að leiða til þess að Landsbankinn léti framkvæma sjálfstæða áreiðanleikakönnun. Landsbankinn hefði byggt á því að þessar forsendur Landsréttar væru bersýnilega rangar en í málinu lægi fyrir að aðilar hefðu samið sérstaklega um að þeir myndu fá aðgang að sömu upplýsingum um Borgun hf. Að lokum hefði Landsbankinn verið ósammála þeirri niðurstöðu Landsréttar að ekki hefði verið augljós orsakatengsl milli annmarka á ársreikningi félagsins og tjóns hans. Varðar ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni bankans Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins yrði hvorki hvorki litið svo á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni Landsbankans í skilningi laga um meðferð einkamála. Þá yrði ekki séð að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að formi eða efni. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því hafnað.
Borgunarmálið Landsbankinn Greiðslumiðlun Fjármálafyrirtæki Dómsmál Tengdar fréttir Landsbankinn tapaði Borgunarmálinu í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað félögin BPS, Eignarhaldsfélagið Borgun, Teya Iceland, sem áður hét SaltPay, og Hauk Oddsson, fyrrverandi forstjóra Borgunar, af kröfum Landsbankans í Borgunarmálinu svokallaða. Að mati héraðsdóms var vanræksla Landsbankans á því að gæta hagsmuna sinna höfuðorsök þess að bankinn varð af milljarða söluhagnaði við söluna á eignarhlut í kortafyrirtækinu. 27. apríl 2023 12:03 Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Landsbankinn tapaði Borgunarmálinu í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað félögin BPS, Eignarhaldsfélagið Borgun, Teya Iceland, sem áður hét SaltPay, og Hauk Oddsson, fyrrverandi forstjóra Borgunar, af kröfum Landsbankans í Borgunarmálinu svokallaða. Að mati héraðsdóms var vanræksla Landsbankans á því að gæta hagsmuna sinna höfuðorsök þess að bankinn varð af milljarða söluhagnaði við söluna á eignarhlut í kortafyrirtækinu. 27. apríl 2023 12:03