Körfubolti

„Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basi­le“

Runólfur Trausti Þórhallsson og Andri Már Eggertsson skrifa
Átti góðan leik að venju. Skoraði 17 stig, tók fjögur fráköst og gaf tvær stoðsendingar ásamt því að spila frábæra vörn.
Átti góðan leik að venju. Skoraði 17 stig, tók fjögur fráköst og gaf tvær stoðsendingar ásamt því að spila frábæra vörn. vísir/Jón Gautur

„Við mættum með orkuna sem við þurftum til að vinna þetta lið,“ sagði Sigtryggur Arnar Björnsson, leikmaður Tindastóls, eftir frábæran sigur liðsins á Stjörnunni í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta.

„Við erum búnir að vera undir í orkustigi fannst mér. Þeir eru búnir að vera harðari en við. Þetta var stál í stál, við náðum að krafsa út sigur í þessum leik og gerðum vel.“

„Við ætluðum að vera meira physical og agressífari bæði sóknar- og varnarlega. Það er ekki annað hægt en að vera agressífur í svona umhverfi. Þetta var geggjað.“

Í fjórða leikhluta tóku Stólarnir 11-0 áhlaup sem gerði út um leikinn.

„Við herðu vörnina. Held að við séum með aðeins meiri orku á tankinum í lokin, þá er erfitt að eiga við okkur. Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki (Dedrick Deon)Basile sem kemst alltaf fram hjá þeim.“

„Ég elska það,“ sagði Sigtryggur Arnar í lokin aðspurður hvernig það væri að dekka Ægi (Þór Jónasson).

Næsti leikur í einvíginu er 18. maí næstkomandi og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×